Fréttablaðið - 30.08.2022, Blaðsíða 44
MTV VMA-verðlaunin voru
afhent um helgina með til-
heyrandi glamúr, gleði og
stjörnufans enda mörg til
kölluð en flest þurftu þó að
standa í skugganum af Nicki
Minaj sem hafði ekki mikið
fyrir því að stela skærasta
bjarma sviðsljóssins þegar
hún mætti til leiks eftir
fjögurra ára hlé.
toti@frettabladid.is
Flestar skærustu stjörnur sam-
tímans og þau sem frekust eru til
fjörsins í slúðurpressunni léku við
hvurn sinn fingur í sínu fínasta og
oftar en ekki f legnasta pússi þegar
MTV-tónlistarmyndbandaverð-
launin voru afhent í New Jersey í
Bandaríkjunum á sunnudagskvöld.
Gamalir rapphundar og fasta-
stjörnur á MTV-himninum létu sig
ekki heldur vanta en að f lestum
öðrum ólöstuðum reyndist Nicki
Minaj sérlega auðvelt að stela skær-
asta bjarma sviðsljóssins þegar hún
tók við brautryðjendaverðlaunun-
um, Video Vanguard Award, sem
kennd eru við Michael Jackson.
Allra augu voru á Minaj sem
stal senunni eins og henni einni er
lagið með fettum, brettum, sígildu
„twerki“ og „epísku súludansaugna-
bliki“ eins og CNN orðar það þegar
hún flutti syrpu af smellum sínum
áður en hún tók við viðurkenn-
ingunni sem má teljast sú eftirsótt-
asta og hæst skrifaða á hátíðinni
en meðal fyrri verðlaunahafa eru
til dæmis Jennifer Lopez, Britney
Spears, Justin Timberlake, Rihanna,
Bítlarnir, Janet Jackson og Mad-
onna.
Verðlaunin eru veitt tónlistar-
fólki fyrir framúrskarandi framlag
og langvarandi áhrif á tónlistar-
myndbandagerð og poppkúltúrinn
og Minaj lét nokkurra áhrifavalda
sinna getið í þakkarræðu sinni;
Kanye West, Lil Wayne, Britney
Spears, Rihanna og Drake.
Atriði Minaj markaði endurkomu
hennar á svið MAT-verðlaunanna
eftir fjögurra ára fjarveru en þar tróð
hún síðast upp 2018. Þá var Minaj
einnig sýndur sá aukasómi að hún
var fengin til þess að kynna hátíðina
ásamt Jack Harlow og LL Cool J. n
Barbie-bleik Nicki Minaj stormaði á sviðið í uppreimuðum stígvélum þegar hún „stútaði“ senunni með sígildum leik-
fimiæfingum innan um fáklædda dansara áður en hún tók við hinni eftirsóttu viðurkenningu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Lil Nas X fór ekki fram hjá neinum
enda sterkur leikur að vísa svona í
Svartar fjaðrir Davíðs Stefánssonar.
Avril Lavigne var ógeðslega töff og
massakúl. En ekki hvað?
Nicki Minaj hirti senuna
með epískum súludansi
Taylor Swift
er drottning og
bar sig sem slík á
hátíðinni þar sem hún
landaði verðlaunum
fyrir myndband
ársins.
Vinir
okkar í Euro-
vision-gleðinni
og sigurvegararnir
þar, Måneskin, þurftu
ekki 12 stig til þess
að hljóta Alt-verð-
launin.
Lizzo
er ferlega
góð og krækti
verðskuldað í styttu
fyrir About Damn
Time. Tími til kominn,
kunna einhverjir
að segja.
Piparsveinar
í góðu flippi.
Undrið Flea og fé-
lagar í Red Hot Chili
Peppers fengu verð-
laun sem besta
rokkið.
Alltaf
eins,
alltaf ferskur.
Snoop Dogg er
meðidda.
LL
Col J sem
löngum var á leið-
inni til Cali var hress
í New Jersey og var
kynnir ásamt Nicki
Minaj og Jack
Harlow.
20 Lífið 30. ágúst 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 30. ágúst 2022 ÞRIÐJUDAGUR