Fréttablaðið - 03.09.2022, Side 28

Fréttablaðið - 03.09.2022, Side 28
Karl Ágúst segist vera sáttur við ferilinn og búinn að gera nánast allt sem hann langaði að gera. Fréttablaðið/ anton brink Karl Ágúst Úlfsson kveður leiksviðið sáttur eftir rúmlega fjörutíu ára feril með sýning- unni Fíflið. Hann ætlar að snúa sér að skriftum af fullum þunga og kveðst eiga margar skúffur fullar af handritum. Karl Ágúst Úlfsson er l a n d s m ö n n u m ve l k u nnu r f y r ir hlut- verk sín í leikritum, kvikmyndum og sjón- varpsþáttum á borð við Harry og Heimi, Spaugstofuna og Nýtt líf. Hann hefur alla tíð unnið jöfnum höndum við skriftir og sviðslistir en hyggst nú kveðja leiksviðið til að einblína á orðsins list. „Ég er búinn að starfa við sviðs- listir og leiklist í rúmlega fjörutíu ár. Ég fór að velta því fyrir mér fyrir nokkrum árum hvort ég ætti að gera eitthvað af þessu tilefni. Svo dundu nú á okkur einhvers konar hörmungar í gegnum þennan bless- aða heimsfaraldur og þá settist ég niður og fór að hugsa mjög alvar- lega út í þennan feril sem ég á að baki og komst eiginlega að þeirri niðurstöðu að ég væri búinn að gera nánast allt sem mig langaði að gera. Mér fannst þá bara ástæða til þess að kveðja, mjög sáttur,“ segir hann. Fjölskyldusamstarfið gengur vel Karl Ágúst samdi verkið Fíflið, sem verður frumsýnt í Tjarnarbíói í dag, sem eins konar kveðjubréf sitt til leiksviðsins. Með Karli í verkinu leika sonur hans Eyvindur Karls- son og með leikstjórn fer kona hans Ágústa Skúladóttir. Karl segir fjöl- skyldunni ganga einkar vel að vinna saman en hann hefur áður gert sýn- ingar með þeim báðum. „Okkur gengur mjög vel að vinna saman, þetta er oft bara spurning um að vera heiðarlegur og hrein- skilinn. Ég treysti til dæmis Ágústu mjög vel til að segja mér eins og henni finnst og vera heiðarleg. Það er ekkert alltaf auðvelt, en það skilar sér alltaf á endanum. Þó mann setji hljóðan af og til þá er niðurstaðan alltaf sú að ég kemst að því að hún hefur hárrétt fyrir sér.“ Vildi ekki verða bitur Karl Ágúst útskrifaðist úr Leiklistar- skóla Íslands árið 1981 og varð fljót- lega fastur gestur á fjölum íslenskra atvinnuleikhúsa. Hann segir það hafa verið stórfenglegt tækifæri að fá sem ungur maður að kynnast mörgum af þeim leikurum sem hann hafði litið upp til frá unga aldri. „Þegar ég var búinn að starfa í fáein ár í íslensku atvinnuleikhúsi þá fór ég reyndar að furða mig á því hvað margt af þessu fólki var biturt og ósátt við ferilinn sinn og reitt innan í sér þótt það brosti mikið út á við. Jafnvel leikarar sem höfðu átt glæsilegt ævistarf sem ég hefði ekki haldið að væri nokkur ástæða önnur til en að vera stoltur af. Þá fór ég mjög f ljótlega að hugsa: „Ég ætla ekki að lenda þarna.“ Núna í Covid-faraldrinum þegar ég fór að setjast niður og fara yfir það sem ég hef gert þá var ég um leið mjög þakklátur fyrir að vera ekki kominn á þennan stað.“ Lér konungur varð kveikja Í fyrra fagnaði Karl Ágúst fjörutíu ára útskriftarafmæli sínu úr Leik- listarskólanum en í ár fagnar hann öðrum tímamótum því nú eru 45 ár frá því hann steig fyrst á svið í íslensku atvinnuleikhúsi í uppsetn- ingu Þjóðleikhússins á Lé konungi 1977. „Þar var ég statisti og reyndar aðeins meira en það vegna þess að ég var líka tónlistarmaður og öll tónlist í þeirri sýningu var spunnin af mér ýmist á trompet eða slagverk. Þannig að þetta var aðeins stærra Varð hirðfífl íslenska valdakerfisins Þorvaldur S. Helgason tsh @frettabladid.is en hermaður þrjú frá vinstri. Þarna kynntist ég mörgum af f lottustu leikurum þess tíma, fólki sem ég þekkti úr fjarlægð og fannst ofboðs- lega merkilegt að hitta í návígi,“ segir Karl Ágúst. Að hans sögn varð þessi reynsla ákveðin frumkveikja fyrir verkið Fíf lið því þar uppgötvaði hann fyrst samband konungsins og hirð- fíflsins. „Eitt af því sem gerist þegar ég byrja að skrifa verkið um fíflið er að fífl Lés konungs byrjar að læðast inn í það. Það verður að einhvers konar rauðum þræði í sýningunni þar sem Lér og fíf lið eiga orðaskipti. Í ein- hverri merkingu lokast þessi stóri hringur á þessum endapunkti.“ Fíflið bæði fyndið og sorglegt Eins og áður sagði stígur Karl Ágúst á svið í Fíf linu ásamt syni sínum Eyvindi og saman endurspegla feðgarnir hið klassíska samband konungsins og hirðfíflsins. „Ég leik fíflið og hann styður mig mjög dyggilega sem mótleikari, leik- ur oft hlutverk konungsins, vegna þess að stór partur af þessari hug- mynd á bak við verkið er einmitt samband fíflsins og valdhafans. Ég held ég leiki ein fimmtán fífl í þessu verki þannig að ég fer bæði vítt og breitt um leikbókmenntasöguna og mannkynssöguna og skoða svo- lítið hlutverk hirðfíf la í mismun- andi heimsálfum og á mismunandi tímum,“ segir hann. Er þetta kómísk eða tragísk sýn- ing? „Það er nú það, fíf lið er bæði fyndið og svolítið sorglegt á köflum. Fyrir utan það að vera heimspek- ingur, samfélagsrýnir og gagnrýn- andi valdsins, sá sem bendir á það að kóngurinn er líka hlægilegur, mannlegur og þarf á því að halda að það sé hlegið að honum.“ Tengir sjálfur við fíflið Karl Ágúst viðurkennir fúslega að hann tengi sjálfur við fífl og hirðfífl enda hafi það verið helsta ástæða þess að hann ákvað að setja upp þessa sýningu en ekki einhverja aðra. „Á mínum ferli þá hef ég oft gegnt þessu hlutverki, verið sá sem gagn- rýnir stjórnvöld, tíðarandann, þjóðarkarakterinn og það fólk sem er mest áberandi í samfélaginu hverju sinni. Þetta varð svona bæði meðvituð ákvörðun og ómeðvituð, ég einhvern veginn lenti í því að verða, í einhverri merkingu, hirðfífl íslenska valdakerfisins,“ segir hann. En þótt fíf linu leyfist vissulega að gagnrýna valdhafana þá  28 Helgin 3. september 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.