Fréttablaðið - 24.09.2022, Síða 70

Fréttablaðið - 24.09.2022, Síða 70
Á Vísindavöku næstu helgi mun tölvuleikjafyrirtækið Parity sýna nýja leikinn sinn Island of Winds. Leikurinn sækir innblástur frá 17. aldar Íslandi þar sem íslensk náttúra, þjóðsögur og kynja- verur koma við sögu. Tölvuleikjafyrirtækið Parity mun sýna nýja leikinn sinn Island of Winds á Vísindavökunni þann 1. október næstkomandi. Í fyrir- tækinu Parity starfar saman fólk úr ólíkum áttum sem sameinast í áhuga sínum á tölvuleikjum og tölvuleikjagerð, segir María Guðmundsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Parity. „Það er mjög fjölbreyttur og hæfileikaríkur hópur sem vinnur hér og hann býr yfir alls kyns menntun, reynslu og áhugamálum auk fjölbreytileika í aldri og kynjum.“ Hún segir fyrirtækið stefna á útgáfu leiksins á næsta ári. „Svo er stefnan sett á fleiri leiki í sama heimi og við viljum nýta okkur þá heima og verur sem við höfum skapað með öðrum sögum og nýjum leikjakerfum.“ Sótt til fortíðar Island of Winds tölvuleikurinn sækir innblástur frá 17. aldar Íslandi að sögn Maríu. „Við erum að tala um íslenska náttúru, þjóðsögur og kynjaverur. Hugmyndin kviknaði út frá því að okkur langaði að segja sögu sem var hvorki tengd vík- ingum né goðafræðinni og þá datt okkur í hug galdrafárið á Íslandi og þegar Stóri dómur lá eins og mara yfir allri þjóðinni. Okkur langaði líka að aðalpersónan væri kona sem væri ekki að vaxa úr grasi (e. com- ing of age) líkt og margir tölvuleikir og kvikmyndir skapa, heldur kona með reynslu sem þarf að takast á við ýmsa fortíðardrauga.“ Sækja til nýrra hópa Island of Winds er einspilunarleik- ur segir María. „Leikurinn er ætl- aður fólki sem hefur ekki mikinn Tölvuleikur fyrir upptekið fólk María Guð- mundsdóttir er stofnandi og framkvæmda- stjóri Parity. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Tölvuleikurinn Island of Winds sækir innblástur frá 17. aldar Íslandi. tíma til að spila tölvuleiki en vill upplifa dýpri tölvuleikjaspilun en einfaldur símaleikur gefur.“ Island of Winds er þróaður með það í huga að draga að fólk sem er ekki vant að spila tölvuleiki á PC tölvur en langar að prufa, segir hún. „Við gerum viðmótið ein- faldara þannig að það er alltaf auð- velt að nálgast hvaða takka þú átt að nota og svo geta þátttakendur horft á myndbönd ef þeir hafa ekki spilað leikinn í langan tíma.“ Þróun tölvuleikja tekur sinn tíma að sögn Maríu, en þau nota leikjavélina Unreal og ýmis tól til að flýta ferlinu. „Með Island of Winds vildum við ná þessu sorg- mædda vori á Íslandi sem er nær allt árið um kring og því er mikil áhersla á útlitið og andrúmsloftið í leiknum, til dæmis fossar og mikill vindur, sem er frekar dýrt fyrir vinnsluminnið og því þurfum við að aðlaga okkar vinnu að því en við viljum alls ekki að leikurinn verði Island of „lognmolla“. Mikil gróska í greininni Undanfarin ár hefur verið mikil gróska í tölvuleikjageiranum hér á landi. „Það er svo sannar- lega rétt. Nú eru um 20 tölvuleikjafyrir- tæki starfandi hér á landi og nokkur orðin frekar stór. CCP ruddi auðvitað brautina fyrir okkur, bæði með því að sýna hvað tölvuleikir geta orðið stór hluti af útflutningstekjum landsins, en einnig með þeirri þekkingu sem skapast með svo stóru fyrirtæki, bæði hjá starfs- fólki og í hugbúnaðargerð.“ Hún segir mikil tækifæri til að vaxa enn frekar. „En í því felst góður stuðningur á nýsköpunar- stigi fyrirtækjanna, skilningur á þeirri fjölbreyttu menntun og reynslu sem geirinn þarf, hvort sem það speglast í menntakerfinu sjálfu eða með því að auðvelda aðgengi að sérfræðingum hvaðan sem er úr heiminum.“ Tækniþróunarsjóður skiptir miklu máli CCP er enn stærsta tölvuleikja- fyrirtæki landsins en fleiri fyrir- tæki eru í hröðum vexti, að hennar sögn. „Þar má helst þakka Tækni- þróunarsjóði í formi styrkja og skattaafsláttar á þróunarkostnaði, en einnig eru íslenskir vísisjóðir að fjárfesta í greininni og hafa góðan skilning á þeim tækifærum sem íslensk tölvuleikjafyrirtæki geta skapað á heimsvísu. Geirinn er löngu búinn að slíta barnsskónum en við þurfum að opna enn fleiri dyr til að vaxa hraðar.“ Eins og fyrr segir ætla þau að sýna leikinn á Vísindavökunni 1. október. „Þar munum við fara yfir þróunar- ferlið og leyfa fólki að skyggnast á bak við tjöldin. Næst er svo að halda áfram með markaðsherferð og þróun tölvu- leiksins svo við fáum glæsilega vöru á markað á næsta ári.“ n Veðurfræði + geimvísindi líffræði + tónlist + tungumál gervigrein d + loft og v atn + o.fl. háskólar + plöntur + sólkerfiðkrabbar + vélmenni + eldgos vísindin lifna við! i við!i din við! vísindavakaka i davaka Laugardalshöll laugardagur 1. október kl. 13.00 - 18.00 6 kynningarblað 24. september 2022 LAUGARDAGURvísindavak a r annís
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.