Fréttablaðið - 24.09.2022, Side 82

Fréttablaðið - 24.09.2022, Side 82
Sjónrænt skipulag á síðum dagbókar getur hjálpað mörgum við að halda rútínu og skipulagi. Rútína, haustlitir, súpur, teppi og rigningardagar einkenna haustið sem nú er gengið í garð. Margir taka haustinu fagnandi en aðrir gráta sum- arið og stemninguna sem því fylgir. Fréttablaðið hefur tekið saman tillögur að skemmti- legum og nytsamlegum hug- myndum fyrir haustið. Fyrsta haustlægðin gengur yfir landið um helgina með tilheyrandi gulum viðvörunum víða. Jafnvel má búast við snjókomu eða slyddu á Norðurlandi-Eystra. Þá er um að gera að taka haustinu fagnandi, hjúfra sig uppi í sófa og horfa á sjónvarpið, elda góðan mat og borða saman. Ef veðrið leyfir er dásamlegt að fara í skógarferð með nesti og skoða haustlitina. Margir segja haustið sína uppá- haldsárstíð. Sérstaklega þau sem sem vilja fasta rútínu, en haustið er hinn fullkomni tími til að skipuleggja sig og komast aftur í rútínu eftir sumarið. Á norðurhveli jarðar eru mánuðirnir september, október og nóvember almennt taldir til hausts, en á suðurhveli eru mánuðirnir mars, apríl og maí haustmánuðir. n Það getur alltaf verið gaman að elda mat en það er sérstaklega gaman þegar fjölskyldan gerir það saman. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Karamellupopp- ið er auðvelt að útbúa og það er sérstaklega bragðgott. Birna Dröfn Jónasdóttir birnadrofn @frettabladid.is Haustið í allri sinni dýrð Göngutúr í haustlitunum er frábær af- þreying fyrir alla fjölskylduna. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Skógarferð Litir haustsins í allri sinni dýrð eru mikið sjónarspil svo skógarferð er fullkomin af- þreying á haustin. Nýttu tæki- færið og skoðaðu og safnaðu laufunum sem fallið hafa af trjánum. Þau má til dæmis nota í föndur síðar meir. Kærkomið er að taka með sér nesti og setjast niður í skóginum, njóta ferska loftsins og jafnvel gæða sér á bolla af heitu súkkulaði. Haustlitirnir myndast einnig vel svo sniðugt er að taka fjölskyldumyndir í skóginum, ein hugmynd er að kasta upp hrúgu af laufum og reyna að ná mynd þegar þau falla aftur til jarðar. Af hverju koma haustlit- irnir? Sólarljós ræður mestu í því sambandi, en hiti getur einnig haft veruleg áhrif á myndun litarefna. Sumar plöntur mynda til dæmis rauðan lit (antósíanín-síanídín) í laufblöðum á haustin, en hversu sterkur liturinn verður fer eftir hitasveiflu. Rauði liturinn getur verið mjög sterkur ef dagshiti á hausti er hár og næturhiti miklu lægri. Þetta gerist sjaldan í Reykjavík. HEIMILD: VÍSINDAVEFURINN Hafðu það kósí uppi í sófa Þegar grátt og blautt er úti er fullkomið að eiga kósí dag í sófanum og slaka á. Popp í skál, teppi, jogginggalli og eitthvað skemmtilegt að horfa á er uppskrift að góðum degi. Við mælum með kvikmynd- inni Prey og þáttunum Under the Banner og Heaven á Dis- ney+, þáttunum Uncoupled, Ozark og Partner Track á Net- flix og gamalli góðri klassík líkt og Konungi ljónanna, Aladdín, Casablanca og Clueless. Þá er alltaf forvitnilegt og gaman að horfa á heimildar- myndir og -þætti. Við mælum með Keep Sweet Pray and Obey, Alien Worlds, Fan- tastic Fungi, Seaspi- racy og The Kee- pers, sem allt er aðgengilegt á Netflix. Eldaðu mat Hluti af haustrútínunni er að byrja að elda kvöldmat. Á sumrin leyfum við okkur frekar að setjast á veitingastað, fá okkur hamborgara í vegasjoppu á ferðalaginu eða taka með okkur skyndibita heim. Með dimmari og kaldari dögum getur bæði það að borða mat og elda mat verið skemmtileg og góð stund. Þegar tími gefst til er frá- bært að elda mat saman, öll fjölskyldan, eða þú með maka þínum eða vinum. Hina dagana er kjörið að skipta matseldinni á milli fjölskyldumeðlima, mamma eldar einn daginn, pabbi annan daginn og krakk- arnir þann þriðja, til dæmis. Hin fullkomna haustsúpa 1 blaðlaukur 2 gulrætur 1 kúrbítur 1 eggaldin 1 bufftómatur 2 kartöflur ½ rófa 2½ bolli af grænmetis- eða kjúklingasoði 1 msk. ólífuolía 1 msk. fersk basilíka 1 msk. sítrónusafi Salt og pipar Skerið laukinn smátt, annað grænmeti í grófa bita og setjið í ofnskúffu. Blandið saman ólífu- olíu og vel af salti og pipar og nuddið á grænmetið. Hellið um hálfum bolla af soðinu yfir grænmetið og bakið í ofni við 200°C í 40 mínútur. Snúið græn- metinu eftir 20 mínútur svo það bakist jafnt. Maukið grænmetið í blandara, í nokkrum skömmtum, með hluta af soðinu og setjið í stóran pott. Bætið afganginum af soðinu út í pottinn ásamt smátt skorinni ferskri basilíku og sítrónusafa. Þynnið með vatni ef súpan er of þykk. Kryddið eftir smekk. Gott er að toppa súpuna á disknum með rauðu pestói eða rjóma. n Skipuleggðu þig Að loknu sumarfríi er gott að komast aftur í rútínu með haustinu. Þegar skólar og leik- skólar byrja að nýju og rútínan i vinnunni tekur við er gott að skipuleggja sig. Í snjall- símum eru til alls konar öpp til að halda utan um skipu- lagningu og margir nota einnig dagatalið í símanum en við mælum einnig með því að nota dagbók. Sjónrænt skipulag á síðum dagbókarinnar getur hjálpað mörgum við að halda rútínu og skipulagi. Skrifaðu hjá þér hve- nær þú átt að skila verkefnum, tímasetningar funda og æfinga hjá bæði þér og börnunum, afmælisdaga og aðra merkis- atburði. Ef þú vilt vera sérstak- lega skipulögð eða skipulagður skaltu litakóða það sem þú skrifar í bókina. Geggjað karamellupopp til að njóta í sófanum: 100 g sykur 3 msk. smjör ½–1 dl rjómi Sjávarsalt 1 poki popp eða einn meðal- stór pottur af poppi Setjið sykurinn á pönnu og bræðið við vægan hita. Passið að hafa hitann ekki of háan og fara hægt af stað. Takið pönnuna af hellunni þegar sykurinn er allur bráðinn og bætið smjörinu saman við og hrærið vel. Hellið rjómanum út í karamelluna og hrærið þar til karamellan er þykk og fín. Í lokin er saltinu bætt saman við. Hellið poppinu í skál og sósunni yfir poppið. 34 Helgin 24. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.