Þingtíðindi - 01.12.1947, Síða 14

Þingtíðindi - 01.12.1947, Síða 14
um Bandaríkjaliðsins, að samningurinn sjálfur og fjölmörg íslenzk lagafyrirmæli hafa verið þver- brotin á hinn herfilegasta hátt, heitir þingið á alla þjóðholla Islendinga að sameinast til varnar gegn yfirgangi hins erlenda stórveldis og erindreka þess innanlands. Heill og framtíð íslenzku þjóðarinnar er undir því komin að henni takist að verjast erlendri ásælni og hrinda henni af höndum sér eins fljótt og auðið er. Stjórnmálaályktun 6. þing Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalista- flokksins fagnar þeim mikla árangri, sem náðist fyr- ir alla alþýðu og íslenzku þjóðina í heild sinni þau tvö ár, sem flokkurinn tók þátt í stjórn landsins. Framfarir þessara ára hafa markað djúp spor, sem erfitt verður að afmá og haft gagnger áhrif á alla þróun þjóðfélagsins og íslenzk stjórnmál. Fiskiskipafl. var tvöfaldaður, f jórföldun flutnings- skipafl. tryggð, nýjar síldarverksmiðjur reistar, sem tvöfalda afköstin, ný hraðfrystihús reist og hafist handa um að koma upp fullkomnum verksmiðjum til vinnslu sjávarafurða. Lánsfjárskilyrði útgerðar- innar voru stórbætt og fiskverðið til sjómanna og útgerðarmanna hækkað um 45%. Nýrra markaða var aflað, sem hafa úrslitaþýðingu fyrir þjóðarbú- 12

x

Þingtíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi
https://timarit.is/publication/1694

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.