Þingtíðindi - 01.12.1947, Side 16

Þingtíðindi - 01.12.1947, Side 16
þýðuflokknum fékk kjark til þess að afhenda ame- rísku heimvaldasinnunum herstöðvar, tók það að spyma fæti við nýsköpuninni og öllxun þeim ráðstöf- unum sem þurfti til að tryggja hana. Barátta Sósíal- istafl. fyrir því að spara innstæður íslendinga erlendis, að svo miklu leyti sem þeim var ekki ráð- stafað til nýsköpunar, fyrir bankapólitík og ráð- stöfunum í verzlunarmálum, er tryggðu grundvöll nýsköpunarinnar, bar ekki árangur, og mikil tregða var á því að tryggja viðskiptasambönd við lönd, ut- an áhrifasvæðis hins vestræna auðvalds. 6. þing Sósíalistaflokksins staðfestir afstöðu mið- stjómar og fulltrúa flokksins í ríkisstjórn til þess- ara staðreynda og þær ályktanir, sem af þeim voru dregnar af þingflokki og flokksstjórn. Þingið lýsir sig samþykkt stefnuskrá þeirri fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarfi, sem flokkurinn lagði fram og því tilboði flokksstjómar og þingflokks að taka þátt í ríkisstjóm, með hverjum þeim þingmeirihluta, sem með honum vildi vinna í samræmi við þau megin- sjónarmið, sem þar eru sett fram. Stefna afturhaldsstjóraarinnar hefur reynzt eins og Sósíalistaflokkurinn sagði fyrir um. Hún hefur stöðvað nýsköpunina, stofnað atvinnulífi Islendinga í hættu með viðskiptasamningum, sem miðaðir eru við hina afturhaldssömu utanríkispólitík hennar og hagsmuni verzlunarauðvaldsins, án tillits til hags- muna íslenzku þjóðarinnar. Hún hefur þegar bakað þjóðarheildinni tugmilljóna króna tjón, með tilraun- um sínum til að rýra lífskjör verkalýðsins og myndi 14

x

Þingtíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi
https://timarit.is/publication/1694

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.