Þingtíðindi - 01.12.1947, Page 17

Þingtíðindi - 01.12.1947, Page 17
ekki hafa hikað við að stöðva síldarvertíðina, ef ekki hefði verið tekið í taumana af hálfu samtaka verka- manna og útgerðarmanna sameiginlega. Verkalýðs- stéttin hefur reynzt nógu samhent og öflug til þess að hrinda árásum hennar af höndum sér. En ríkis- stjórnin trúir á kreppu og stefnir beinlínis að at- vinnuleysi. 1 skjóli þess býst hún nú til allsherjar atlögu til þess að rýra kjör verkalýðsins og ann- arra vinnandi stétta, og hneppa verkalýðssmtökin í f jötra þvingunarlaga. Hún hefur hótað að stofna enn á ný, til víðtækra vinnudeilna sér til stuðnings í fyrirhuguðum ráðstöfunum af hálfu ríkisvaldsins, gegn almenningi. Hún vinnur að sundrungu meðal þjóðarinnar, að því að etja stéttunum hverri gegn annarri. Það eru miklar hættur framundan, ef þessi ríkis- stjórn verður áfram við völd. Það er hætta á því að hún sigli atvinnuvegum landsmanna í strand og geri þjóðina efnahagslega og stjómmálalega háða er- lendum stórveldum. Þetta verður íslenzka þjóðin að koma í veg fyrir. Hún má ekki láta stjórninni takast sundrungarstarf sitt. Enginn ágreiningur um framtíðarskipun þjóðfé- lagsins, má standa í vegi fyrir sameiginlegu átaki allra þeirra afla með þjóðinni, sem vilja spyrna fæti við hinum þjóðhættulegu fyrirætlunum afturhalds- ins og sækja fram á vegum nýsköpunarinnar. Sósíal- istaflokkurinn miðar allt starf sitt og stefnu á hverju stigi þróunarinnar við hið sósíalistíska mark- 15

x

Þingtíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi
https://timarit.is/publication/1694

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.