Þingtíðindi - 01.12.1947, Page 21
ýtrasta, þannig, að hvert nothæft atvinnutæki,
sem þjóðin á og aflar sér, sé starfrækt og vinnu-
orka þjóðarinnar skynsamlega hagnýtt, svo að
hver maður hafi ávalt verk að vinna, og fram-
leiðslumagn þjóðarinnar vaxi að eðlilegum hætti.
2. Að keppt verði að því með skipulögðum hætti, að
ná sem hagkvæmustu verði fyrir útflutningsvör-
urnar og að framleiðsla þjóðarinnar verði nýtt
og unnin að fullu.
3. Að gjaldeyrir þjóðarinnar sé notaður til skipu-
lagðra innkaupa á nauðsynjum hennar með
hagsmuni neytendanna og atvinnuveganna fyrir
augum, en milliliðagróðinn útilokaður.
4. Að þeir sem að framleiðslunni starfa njóti fyrst
og fremst vaxandi verðmætis hennar svo vinnu-
orka og fjármagn beinist til framleiðsluatvinnu-
veganna.
Til þess að ná þessu marki verði m. a. gerðar
eftirfarandi ráðstafanir:
1. Báðstafanir til að tryggja rekstur
útgerðarinnar
1. Ríkið ábyrgist bátaútveginum a. m. k. jafnhátt
fiskverð á næsta ári og ábyrgzt hefur verið í ár.
Samskonar ábyrgð verði veitt hraðfrystihúsunum
og útgerðinni tryggðir sölumöguleikar á aflan-
um og aðstaða til að koma honum á markað.
2. Vextir af öllum lánum til útgerðarinnar verði
lækkaðir niður í 2x/2%.
19