Þingtíðindi - 01.12.1947, Page 26
neytendafél. og samtaka smásölukaupmanna,
punist innkaup á skömmtunarvörum og öðr-
um nauðsynjavörum almennings.
b. Samtök útgerðarmanna annist innkaup á
vörum til úcgerðar, samtök iðnaðarmanna á
hráefnum til iðnaðar og heildarsamtök bygg-
ingarfélaga eða byggingarstofnun ríkisins, ef
stofnuð verður, annist innkaup á byggingar-
efni.
c. Ríkið annist sjálft heildverzlun með vöruteg-
undir, sem það kaupir með milliríkjasamning-
um.
d. Ríkið hafi einkasölu á vörum með hárri álagn-
ingu
Með slíkri tilhögun og öruggu eftirliti
ríksins með allri innflutningsverzluninni er
hægt að ná þeim tilgangi að lækka mjög
verulega verð á nauðsynjavörum og þar með
vísitöluna, lækka verð á vörum til fram-
leiðslunnar, hagnýta til almenningsþarfa verzl-
unargróða af vörum með hárri álagningu,
verja gjaldeyrinum á hinn hagkvæmasta hátt
fyrir þjóðarheildina og haga innkaupum er-
lendis með það fyrir augum að afla sem
beztra og öruggastra markaða fyrir útflutn-
ingsvörur þjóðarinnar.
2. Afnám eða lækkun tolla á nauðsynjavörum, svo
sem matvöru, vefnaðarvöru og búsáhöldum.
Þannig mætti lækka vísitöluna nú þegar um 20
stig.
24