Þingtíðindi - 01.12.1947, Page 30
5. Strðngu eftirliti sé komið á með framtölum og
þung viðurlög lögð við skattsvikum.
★
Til þess að þær ráðstafanir, sem að framan grein-
ir, nái þeim höfuðtilgangi sínum að tryggja grimd-
völl atvinnuveganna, hverjum manni verk að vinna
og framhald þeirra stórstígu atvinnuframkvæmda
og nýsköpunar, sem hafin var á árunum 1945—1946,
leggur flokkurinn áherzlu á að samtímis verði hafizt
handa um víðtækar nýsköpunarframkvæmdir sam-
kvæmt áætlun, í meginatriðum á grundvelli tillagna
flokksins frá 6. nóv. 1946. 1 því skyni verð5 öllu
því fjármagni, sem þjóðin hefur yfir að ráða boðið
út m. a. með skyldulánum af fjármagni stóreigna-
manna; og tilteknum hluta af árlegri gjaldeyris-
öflun þjóðarinnar verði varið eingöngu til nýsköp-
unar.
Greinargerð
fyrir tillögum 6. þings Sósíalistaflokksins uro
dýrtíðar- og atvinnumál
Þær ráðstafanir, sem gerðar verði í dýrtíðar- og
atvinnumálum, þurfa að fela í sér eftirgreind meg-
inatriði:
1. AÐ lífskjör almennings verði ekki skert.
2. AÐ dýrtíðin verði lækkuð í samræmi við þörf
atvinnuveganna og verðiaginu haldið sem stöð-
ugustu.
28