Þingtíðindi - 01.12.1947, Side 34

Þingtíðindi - 01.12.1947, Side 34
Með afnámi tolla af nauðsynjavörum og breyttu verzlunarskipulagi mætti því lækka vísitöluna um 50—60 stig. Nú er vísitalan greidd niður um 50—60 stig. Rétt væri að halda áfram nokkurri niðurgreiðslu og auð- velt ætti að vera að halda verðlaginu nokkuð jöfnu og vísitölunni t. d. í kringum 300 stig. Framleiðslutækin séu notuð til fulls Brýn nauðsyn er á að framleiðslutæki þjóðarinn- ar séu notuð til fulls. Eins og nú er háttað verður að gera sérstakar ráðstafanir til þess að tryggja rekstur bátaútvegs- ins og fiskiðnaðarins. Rekstur bátaútvegsins getur ekki hafizt um næstu áramót nema fast lágmarksverð á fiski sé þá tryggt. Sjómenn ráða sig ekki upp á hlut úr afla, sem enginn veit fyrir hvað selst. Útgerðarmenn geta heldur ekki haldið úti bátunum með allt í óvissu. Óhjákvæmilegt er því, að ríkið ábyrgist bátaútveg inum lágmarksfiskverð og sölumöguleika á aflanum. Slík ríkisábyrgð er nauðsynleg, enda óréttmætt að ætla illa stæðum bátaútvegsmönnum og sjó- mörtnum einum að bera áhættuna af afurðasöl- unni á erlendum markaði. Fyrsta aðal-ráðstöfunin til þess að tryggja rekst- ur bátaútvegsins og þá um leið fiskiðnaðarins á komandi vertíð, er því, eins og tillögur Sósíalista- 32

x

Þingtíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi
https://timarit.is/publication/1694

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.