Þingtíðindi - 01.12.1947, Side 37
Ef framangreindar ráðstafanir til lœkkunar á
reksturskostnaði útvegsins væru gerðar, mætti
spara um 50—60 þúsund krónur á ári í útgjöldum
meðal fiskibáts, sem stundaði veiðar bæði á vetr-
arvertíð og síldveiðum. Ómögulegt væri hins vegar
að lækka reksturskostnaðinn svona mikið með
launalækkun einni saman, nema jafnframt væri
gengið á hlutaskiptakjör sjómannanna.
Það er álit þeirra, sem kunnugir eru rekstursaf-
komu bátaútvegsins að með framkvæmd á tillögum
sósíalista um lækkun á reksturskostnaði útvegsins,
mætti lækka útgjöld meðal fiskibáts á einu ári.
sem hér segir:
1. Vaxtagreiðslur
2. Vátryggingar
3. Veiðarfæraútgjöld
4. Viðhaldskostnaður
5. Beitukostnaður
6. Olíukostnaður
Lækkun
kr. 15.000,00
— 10.000,00
— 12.000,00 '
— 8.000,00
— 5.000,00
— 5,000,00
Samtals kr. 55.000,00
Öll verkalaun í reksturskostnaði þessa báts munu
hins vegar varla ná þessari upphæð og sést á því, að
lækkað kaup verkafólks getur aldrei ráðið úrslit-
um um afkomu bátaútvegsins.
Þær aðal-tillögur Sósíalistaflokbsins, um vanda-
mál dýrtíðarinnar, sem hér hefur verið gerð nokkur
35