Þingtíðindi - 01.12.1947, Page 38
grein fyrir, miðast allar við það, að skerða í engu
lífskjör almennings, en tryggja rekstur atvinnulífs-
ins og bæta hag framleiðslunnar.
Tillögurnar um lækkun dýrtíðarinnar með afnámi
tolla af nauðsynjavörum og breyttu verzlunar-
skipuiagi, eru jafnframt tillögur um raunverulega
verðlækkun á nauðsynjum almennings.
Tillagan um ríkisábyrgð á fiskverðinu er eina
raunhæfa tillagan um að tryggja fiskimönnum rétt-
lát kjör og bátaútveginum möguleika til reksturs.
Tillögurnar um lækkun á reksturskostnaði út-
vegsins eru einu raunhæfu tillögurnar um bættan
hag útgerðarinnar, enda miðaðar við að afnema
okrið og milliliðagróðann, sem þyngst liggur á
rekstrinum.
Framkvæmd þessara tillagna getur tryggt fullan
rekstur framleiðslutækjanna, næga atvinnu, betri
afkomu og góð og batnandi lífskjör.
Ályktun um verkalýðsmál
Síðan á 5. þingi Sósíalistaflokksins hefur aðstaða
verkalýðssamtakanna breytzt mjög verulega.
I stað ríkisstjórnar, þar sem áhrifa verkalýðssam-
takanna gætti er nú komin til valda ríkisstjórn
fjandsamleg verkalýðnum og samtökum hans.
Með myndun núverandi ríkisstjórnar hófust sam-
36