Þingtíðindi - 01.12.1947, Side 42

Þingtíðindi - 01.12.1947, Side 42
tiltæki ríkisstjórnarinnar svo og þau höft sem hún hefur lagt á atvinnulífið muni kalla atvinnuleysi og hrun yfir þjóðina ef stjórnin fær að halda áfram á sömu braut. Með skírskotun til tillagna flokksins um nýjan málefnasamning í umræðunum um stjómarmyndun s. 1. vetur, telur þingið höfuðverkefni þjóðarinnar í áframhaldandi uppbyggingu á, sviði sjávarútvegsins vera sem hér segir: I. Efling sjávarútvegsiðnaðar: 1. Ríkið reisi fiskiðjuver á eftirtöldum stöðum á næstu árum: Höfn í Hornafirði, Suðurnesjum fyrir verstöðvar á Reykjanesi, Isafirði og á Norðurlandi á þeim stað, er bezt yrði talinn liggja fyrir af- greiðslu báta er stunda veiðar fyrir Norðurlandi. Á öðrum þeim stöðum, þar sem þörf reynist (svo sem í Hafnarfirði, Akranesi og víðar) ef bæirnir • koma ekki upp sjálfir þessum fyrirtækjum. Enn- fremur að ríkið taki á sama hátt við fiskiðjuverun- um, sem bæjarfélög eða samtök útgerðarmanna eru að reisa, ef þess er óskað. Fiskiðjuver þessi skulu rekin með svipuðu fyrirkomulagi og síldarverksmiðj- ur ríkisins, og kjósi útvegsmenn og sjómenn full- trúa í stjórn fiskiðjuveranna. I fiskiðjuverum þessum skal vera fiskmóttökustöð með aðstöðu til aðgerðar á fiski og ennfremur til flutnings og söltunar á þeim fiski, sem ekki reynist unnt að vinna á annan hátt. Þá skulu í fiskiðjuver- 40

x

Þingtíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi
https://timarit.is/publication/1694

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.