Þingtíðindi - 01.12.1947, Blaðsíða 43
um þessum vera hraðfrystihús, niðursuðuverk-
smiðja, lýsisvinnslustöð og þau tæki, sem hagkvæm
kunna að reynast til frekari vinnslu aflans. Starf-
rækslu fiskiðjuvera ríkisins skal hagað þannig, að
full not verði að þeim hraðfrystihúsum, niðursuðu-
verksmiðjum eða fiskimjölsverksmiðjum, sem fyrir
eru.
2. Vilji bæjar- eða sveitarfélag reisa fiskiðjuver
skal ríkið láta því í té lánsfé, er nemi allt að 20%
byggingarkostnaðar auk stofnlánadeildarláns, enda
verði það rekið eftir sömu reglu og fiskiðjuver ríkis-
ins og viðkomandi bæjar- eða sveitarfélag geti fært
að því rök, að því sé þörf á fjárhagslegri aðstoð til
að koma upp mannvirkinu. Sama skal gilda um fisk-
iðjuver, sem eru eign samvinnufélaga, hlutafélaga
eða samlagsfélaga útvegsmanna og sjómanna, ef
þau undirgangast ofannefnd skilyrði, enda ábyrg-
ist bæjar- eða sveitarstjórn skuldir þeirra og hlíti
þau eftirliti Fiskiðjuvera ríkisins.
3. Á þeim stöðum, þar sem þegar hafa verið
byggð hraðfrystihús, án þess að komið hafi verið
upp fiskimjölsverksmiðju jafnframt til að vinna úr
fiskúrgangi, skal eigendum þeirra eða viðkomandi
bæjar- eða sveitarfélagi leiðbeint um að koma henni
upp og séð fyrir nægu lánsfé til þess að mögulegt
verði að vinna úr fiskúrgangi alls staðar, þar sem
hraðfrysting fer fram.
4. Ríkið og þau bæjar- eða sveitarfélög, sem til
þess fá sérstök leyfi, hafa einkaleyfi á rekstri síld-
arverksmiðja, þannig, að ríkið kaupi eða taki eign-
41