Þingtíðindi - 01.12.1947, Side 44

Þingtíðindi - 01.12.1947, Side 44
arnámi allar síldarverksmiðjur einstaklinga eða einkafélaga í landinu. Reist verði 7500 mála síldar- verksmiðjur á svæðinu sunnan Langaness og Rauf- ar’hafnarverksmiðjan verði stækkuð um helming. Byggðar verði litlar síldarverksmiðjur í þeim sjó- þorpum, sem vel liggja við síldveiðum með það fyrir augum að stórauka þar síldarsöltun. Verði aflað hinna fullkomnustu vinnusparandi véla til þessara verksmiðja. 5. Hraðað verði sem mest byggingu lýsisherzlu- verksmiðjunnar á Siglufirði. Stefnt verði að því með byggingu fleiri slíkra verksmiðja, að hægt verði að herða allt síldarlýsi, sem framleitt er í landinu og verði önnur slík verksmiðja í röðinni reist á Akur- eyri. Skulu verksmiðjurnar reknar af ríkinu sem sérstakt fyrirtæki og hafa einkaleyfi til þess at- vinnurekstrar. Lögð verði á það áherzla, að koma upp iðnaði í landinu, er byggi á hertu síldarlýsi sem hráefni með útflutning fyrir augum, t. d. smjörlíkis- framleiðslu o. fl. 6. Ríkið taki að sér að kaldhreinsa og útbúa til útflutnings fyrir kostnaðarverð meðalalýsi útgerðar- manna og fiskimanna, er þess óska. 7. Ríkið aðstoði bæjarstjórnir og hreppsnefnd- ir, þar sem heppilegt er, að koma upp síldarsöltun- arstöðvum, til þess að byggja fleiri söltunarstöðvar með það fyrir augum að stórauka síldarsöltunina. Skal lögð á það áherzla að búa stöðvarnar þannig út, að söltun geti farið fram undir þaki og unnt sé að geyma alla saltsíld innan húss. Ríkið láti reisa 42

x

Þingtíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi
https://timarit.is/publication/1694

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.