Þingtíðindi - 01.12.1947, Side 47

Þingtíðindi - 01.12.1947, Side 47
Atigum, að allir bátar geti farið á vetrarvertíð á fisksælustu miðin. 1 þessu skyni skal byggja við hafnir þessar ver- búðir og íbúðir, er fullnægi bátaflotanum, og skal annað hvort ríkið sjálft byggja þessi mannvirki eða viðkomandi hafnir með aðstoð ríkisins. 2. Hraðað skal byggingu landshafnar í Njarðvík og Keflavík, svo sem ákveðið hefur verið. 3. Höfn í Hornafirði verði gerð að landshöfn og hafnarmannvirki gerð þar og hafskipabryggja byggð. 4. Bætt verði úr hafnarþörf út-Snæfellsness með því að byggja landshöfn í Rifi á Snæfellsnesi, og séu jafnframt gerðir góðir vegir, er tengi Ólafsvík og Hellisand við Rif og tengi Rif við þjóðvegakerfið utan við Jökul. Jafnframt verði komið upp verbúð- um og mannaplássum fyrir bátana og lagður grund- völlur að bæjarmyndun. 5. Byggð verði á Norðurlandi ný dráttarbraut, sem nægi stærstu fiskiskipum og með því fyrir- byggðar stórtafir, sem oft verða hjá síldveiðiskipum á veiðitímanum vegna vöntunar á dráttarbraut. IV. Rannsóknir í þágu sjávarútvegsins 1. Ríkið láti byggja á næsta ári hæfilega stórt haf- og fiskirannsóknaskip, sem búið verði full- komnustu tækjum og nú þegar verði hafnar skipu- lagðar rannsóknir á göngum nytjafiska og hrygn- inga- og uppeldisstöðum þeirra. 45

x

Þingtíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi
https://timarit.is/publication/1694

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.