Þingtíðindi - 01.12.1947, Qupperneq 49
2) að komið verði á samræmi í innflutningi bygg-
ingarefna, þannig að ekki standi á efni til þeirra
mannvirkja, sem reisa skal og jafnframt sé ekki
annað flutt inn en það efni sem bezt hentar íslenzk-
um staðháttum.
3) að hraðað verði tæknilegri þróun byggingar-
iðnaðarins, t. d. með því að framkvæma víðtækasta
samhæfingu, svo að tryggt sé að bæði efni og vinna
verði notuð á sem hagkvæmastan hátt. Að inn-
flutningur á vélum til byggingariðnaðarins verði
miðaður við það, að komið verði upp sem stærst-
um verksmiðjum, sem hver einbeiti sér að ákveðinni
framleiðslu í byggingariðnaðinum.
4) að séð verði fyrir framleiðslu eða innflutningi
á þeim heimilistækjum, sem telja verður að tilheyri
nýbyggingum, svo sem þvottavélum, ísskápum o.
þ. h. og þessi tæki verði tryggð félagsheildum, eink-
um til sameiginlegra þæginda (svo sem þvottahús,
kælikerfi o. s. frv.).
5) að sett verði allsherjarbyggingasamþykkt er
gildi fyrir allt landið, svo tryggt verði að fjármun-
um, sem til bygginga eru notaðir verði varið á sem
skynsamlegastan hátt.
6) að ekki verði leyfðar byggingar annarra íbúða
en verkamannabústaða, byggingarsamvinnufélaga,
bæja- og sveitafélaga og hæfilegra íbúða er ein-
staklingar byggja yfir sig sjálfir að miklu eða öllu
leyti. Hagkvæm lán til langs tíma, til bygginga
skóla, sjúkrahúsa og annarra opinberra bygginga.
47