Þingtíðindi - 01.12.1947, Blaðsíða 51
fremur verði lögð megináherzla á það, að koma
þeim byggingum í notkun, sem nú er byrjað á og
í því skyni verði tryggður nauðsynlegur innflutn-
ingur byggingarvara og ýtrasta hagnýting þeirra,
sem til eru í landinu.
Ályktun um búnaðarmál
1. 6. þing Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalista-
flokksins leggur ríka áherzlu á, að náið samstarf
takist með verkalýðsstéttinni og bændum, sem og
öðrum smáframleiðendum þjóðfélagsins um lausn
þjóðmálanna. Telur þingið, að slíkt samstarf sé
eina örugga leiðin til að tryggja þá tækniþróun
sem landbúnaðurinn þarfnast til þess að vera fær
um að gegna því tvíþætta hlutverki, sem honum
ber: að fullnægja þörf þjóðarinnar fyri rland-
búnaðarvörur, og skapa þeim er hann stunda,
góða lífsafkomu.
2. Þingið telur það höfuðnauðsyn að hraðað sé fram-
kvæmd laga um landnám, nýbyggðir og endur-
byggingar í sveitum, og hvað nýbyggðir snert-
ir beri að leggja mesta áherzlu á stofnun byggða-
hverfa.
Byggingarsjóði verðd tryggt nægilegt lánsfé
auk hins fasta framlags úr ríkissjóði og nýbýla-
stjórn tryggður umráðaréttur nægilega margra
stórvirkra vinnuvéla og annarra tækja, sem nauð-
49
4