Þingtíðindi - 01.12.1947, Page 53

Þingtíðindi - 01.12.1947, Page 53
framleiðslu hvers framleiðslusvæðis beint að nefndu marki. 4. Þiijgið harmar, að ekki skuli hafa tekizt samstarf milli neytenda og bænda um að finna nýjan verð- lagsgrundvöll búvara. Vítir það harðlega ákvæð- ið um tilnefningu fulltrúa neytenda í verðlags- nefnd skv. lögum um framleiðsluráð o. fl., þar sem gengið er framhjá jafnfjölmennum neytenda- samtökum og Bandalagi starfmanna rikis og bæja og Farmanna- og fiskimannasambandi Is- lands, en í þess stað seilzt til einstaks félags dnn- an Alþýðusamb. og telur þingið, að það hafi tor- veldað samkomulag á síðastliðnu hausti. Skorar þingið fastlega á Alþýðusamb. Islands og Stétt- arsamband bænda að hafa forustu um það, að tekið verði undanbragðalaust upp samstarf um að finna nýjan verðlagsgrundvöll og leiti til þess samvinnu við önnur hagsmunasamtök neytenda svo sem Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og Farmanna- og fiskimannasamband Islands. 5. Þingið ítrekar fyrri ályktanir sínar um það, að heppilegast sé, einkum í stærri kaupstöðum að bæjarfélögin eða samtök neytenda kaupi neyzlu- mjólkina skráðu verði við stöðvarvegg og annist sjálf dreifingu hennar og eigi um það við sjálf sig, hvemig dreifingu er háttað og hve dreif- ingarkostnaður verður mikill. 6. Þá leggur þingið áherzlu á, að lokið verði þeim rannsóknum er hafnar voru á vegum Nýbygg- ingarráðs um möguleika á framleiðslu tilbúins 51

x

Þingtíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi
https://timarit.is/publication/1694

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.