Þingtíðindi - 01.12.1947, Page 59

Þingtíðindi - 01.12.1947, Page 59
landbúnaðar, stóraukins iðnaðar sem heimilisnotk- unar, er færast mun gífurlega í vöxt. En til þess að kleift verði að hagnýta stærstu fallvötn vor, fram- leiða nógu ódýrt rafmagn og leggja grundvöll að nýjum öruggari atvinnuvegi en sjávarútveginum, er nauðsynlegt að koma upp stóriðju á svipaðan hátt og t. d. Norðmenn hafa gert á grundvelli sinn- ar ódýru orku. Slík stóriðja yrði að líkindum mest- megnis að miðast við innflutning hráefnis og út- flutning fullunninnar vöru, (t. d. innflutning á baux- it og útflutning á aluminíum). Yrði fyrirfram að tryggja útvegun slíks hráefnis, áður en í virkjun er ráðizt, þar sem mikið af slíku hráefni er nú í höndum einokunarhringa, sem vart myndu láta það nema með afarkostum. En ísland verður að byggja upp stóriðju sína sem sjálfstæða þjóðlega atvinnu- grein, sem Islendingar einir eigi og ráði. Þar sem allar rannsóknir og hvers konar undir- búningur þessara mála tekur langan tíma, álítur þingið nauðsynlegt, að nú þegar sé farið að vinna að því af fullu kappi að undirbúa þetta stórmál. Samþykkt um aflaleysistryggingar Sett verði á yfirstandandi þingi löggjöf um afla- leysistryggingar, sem byggð verði í meginatriðum á tillögum nefndar, sem fyrrverandi atvinnumálaráð- herra skipaði í ágúst 1945. 57

x

Þingtíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi
https://timarit.is/publication/1694

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.