Þingtíðindi - 01.12.1947, Síða 60

Þingtíðindi - 01.12.1947, Síða 60
Mótmæli gegn ölfrumvarpi á Alþingi Sjötta þing Sameiningarflokks alþýðu — Sósíal- istaflokksins, mótmælir harðlega frumvarpi því um bruggun áfengs öls, sem flutt er á Alþingi af Sig- urði Bjarnasyni, Sigurði E. Hlíðar og Steingrími Steinþórssyni og heitir á flokksmenn að einbeita á- hrifum sínum hvar sem þeir starfa í samtökum, til þess að það verði fellt. Mótmæli gegn veiðum þýzkra togara á Islandsmiðum 6. þing Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalista- flokksins mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Bandamanna að vísa 300 þýzkum togurum á Is- landsmið til veiða og átelur aðgerðarleysi núverandi rikisstjórnar í því að vinna gegn þessari ágengni á hagsmuni íslendinga. Ályktun um flokksstarfið Síðastliðin tvö ár hefur starfsemi Sósíalista- flokksins tekið nokkrum framförum. Ný sósíalistafélög hafa bættst í hópinn og með- limatala flokksins aukist nokkuð. Erindrekstur hef- ur aukizt til muna. Mikið starf hefur verið unnið með stofnun Þjóðviljaprentsmiðjunnar. Sósíalista- flokkurinn hefur veitt verkalýðssamtökunum öfl- 58

x

Þingtíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi
https://timarit.is/publication/1694

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.