Þingtíðindi - 01.12.1947, Page 63

Þingtíðindi - 01.12.1947, Page 63
Fyrir fátækt alþýðublað er þetta ójafn leikur. Þingið telur að íslenzkir sósíalistar, flokksmenn og óflokksbimdnir verði að steypa sér út í þá baráttu og leggja allt kapp á útbreiðslu Þjóðviljans. Felur þingið flokkniun þessi evrkefni fyrir næsta ár: 1) Áskriefndaaukning í Reykjavík er nemi 33%. 2) Askrifendaaukning hjá útsölumönnum utan Reykjavíkur er nemi 25%. 3) Fjölgun útsölumanna. Áskrifendafjölgunin síðustu ár og afrek einstakra flokksmanna sýna að þessi áætlun er framkvæm- anleg ef vel er unnið. Þess vegna þarf hver einasti flokksmaður að telja öflun nýrra áskrifenda fyrir Þjóðviljann fyrsta verkefni sitt. Þingið leggur ríkt á við miðstjórn að skipuleggja framkvæmd þessarar áætlunar og fylgjast með henni. Verkefni eru nú miðuð við eitt ár og felur þingið flokksstjórnarfundi haustið 1948 að sann- prófa framkvæmd hennar og setja nýja áætlun fram að næsta flokksþingi. Sósíalistaflokkurinn fjöldaflokkur Um leið og þingið býður velkomna hina nýju meðlimi og þau sósíalistafélög, er gengið hafa í flokkinn frá síðasta flokksþingi .leggur það áherzlu á hina brýnu þörf þess, að Sósíalistaflokkurinn verði í náinni framtíð miklu fjölmennari en hann er nú. Stjórnmálaþróun síðustu ára hefur sannað það enn ótvíræðar en áður, að Sósíalistaflokkurinn er 61

x

Þingtíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi
https://timarit.is/publication/1694

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.