Þingtíðindi - 01.12.1947, Blaðsíða 65
flokksmanna á því, að gengi Sósíalistaflokksins,
styrkur hans og áhrif byggjast fyrst og fremst á
starfsemi sósíalistafélaganna víðsvegar um landið.
Þingið hvetur því alla flokksmenn og allar stjórn-
ir sósíalistafélaganna til þess að vinna að alhliða
eflingu þeirra og vill í því sambandi benda á eftirfar-
andi atriði:
1) Sósíalistafélögin verða að láta til sín taka öll
almenn málefni félagssvæðis síns, gefa félagsmönn-
um sem beztan kost á að ræða þau, taka ákvarðan-
ir um afstöðu félagsins til þeirra og fylgja þeim
ákvörðunum síðan eftir á viðeigandi vettvangi og
meðal almennings.
2) Sósíalistafélögin þurfa að halda tíða fundi, en
frumskilyrði þess, að þeir heppnist vel og verði fé-
lögunum hvatning til starfa, er vandlegur undir-
búningur dagskrár og góð fundarboðun. Fundirnir
mega ekki vera úr hófi langir, en dagskrá þannig
undirbúin, að félagsmönnum veitist kostur á að ræða
mál dagsins, fræðast af yfirlitserindum eða upp-
lestri greina, njóta aðlaðandi skemmtiatriða, ef kost-
ur er ,og ætla hæfilegan tíma til praktiskra starfa.
Það þarf að stefna að því, að allir flokksmenn séu
á hverjum tíma nægilega vel heima í stefnumálum
flokksins og afstöðu á líðandi stund.
3) Þingið vill beina athygli allra flokksmanna og
félagsstjóma að hinu óþolandi ástandi, er víða ríkir
í fjármálum sósíalistafélaganna. Þingið vill minna
alla sósíalista á, að fyrsta flokksskylda þeirra er sú
að greiða skilvíslega flokksgjöld sín.
63