Þingtíðindi - 01.12.1947, Page 66

Þingtíðindi - 01.12.1947, Page 66
Það er eitt helzta verkefni hvers sósíalistafélags að hafa sín eigin f jármál í lagi, að byggja upp fjár- hag sinn með reglubundinni innheimtu flokksgjald- anna og öðrum fjáröflunarleiðum, að greiða reglu- bundið lögákveðinn skatt til miðstjórnar flokksins. Starf gjaldkerans verður að hefjast til meiri virð- ingar í flokknum og félagsstjómirnar að veita hon- um alla nauðsynlega aðstoö í starfi hans. 4) Til að efla og festa starfsemi sósíalistafélag- anna telur þingið nauðsynlegt, að aðalfundir félag- anna séu haldnir á réttum tíma, að meðlimaskrár félaganna, sem og annað bókhald sé á hverjum tíma í lagi og sð miðstjórn flokksins séu sendar lögá- kveðnar skýrslur á réttum tíma. 5) Þingið leggur áherzlu á forystuhlutverk fé- lagsstjórnanna í eflingu sósíalistafélaganna. 6) Þingið lýsir ánægju sinni yfir ráðningu sér- staks erindreka og telur, að þá starfsemi beri að efla svo sem kostur er. 7) Þingið álítur æskilegt, að ,,Flokkstíðindin“ verði gefin út reglubundið á mánaðar eða tveggja mánaða fresti. 8) Þingið hvetur sósíalistafélögin til þess að ráða starfsmenn og koma upp flokksskrifstofu þar sem tök em á. Þingið leggur áherzlu á, að flokkurinn geti ráð- stafað starfskröftum sínum eftir því sem brýnustu þarfir flokksins krefjast á hinum þýðingarmestu stöðum og felur miðstjórninni að gera sitt ýtrasta í þessu efni. 64

x

Þingtíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi
https://timarit.is/publication/1694

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.