Þingtíðindi - 01.12.1947, Page 67
Aukið starf meðal bænda og sveitaalþýðu
Þingið telur, að það hafi verið rétt ráðið, þegar
ákveðið var að Nýi tíminn kæmi út vikulega og legg-
ur áherzlu á, að reynt verði að sigrastsá þeim erf-
iðleikum, sem hafa valdið því, að óregla hefur verið
á útgáfunni.
Þingið telur það brýna nauðsyn, að imnið verði
kappsamlega að því að koma á sambandi milli
flokksins og fylgjenda hans, sem dreifðir eru um
sveitabyggðimar, og til að ná þessu marki verði
höfuðáherzlan lögð á eftirfarandi:
1) Útbreiðsla og efling Nýja tímans.
2) Koma á sambandi milli flokksdeilda í þorpum
og kaupstöðum og félaga og fylgismanna flokksins,
sem dreifðir eru út um sveitir.
3) Stofnun sýslufélaga allsstaðar þar sem því
verður við komið.
Þingið ákveður að fela miðstjórn flokksins að
skipa þriggja manna nefnd, sem hafi á hendi fram-
kvæmd þessara verkefna í samráði við skipulags-
nefnd. Skal hún einnig vera framkvæmdaráði flokks-
ins til aðstoðar við ákvarðanir í einstökum málum,
er landbúnaðinn varða.
Starfið í verkalýðsfélögunum er
grundvallaratriðið
Þingið minnir alla sósíalista á, að grundvallar-
starfsemi Sósíalistaflokksins hefur verið, er og verð-
ur í verkalýðshreyfngunni. Á þessum vettvangi eink-
65