Þingtíðindi - 01.12.1947, Side 71

Þingtíðindi - 01.12.1947, Side 71
Auðstéttin hefur því a. m. k. 7—10-faldan blaða- kost á við Sósíalistaflokkinn gegn málstað alþýð- unnar, auk fjölmargra annarra áróðursleiða, sem valdaaðstaða og fjármagn auðstéttarinnar skapar henni og aldrei hafa verið notfærð á ósvífnari hátt en einmitt síðan núverandi ríkisstjórn settist að völdum, er misnotkun Ríkisútvarpsins ljósast dæmi þess. Sósíalistaflokkurinn verður því einn að heyja bar- áttuna gegn þessu fjársterka og skipulagða áróð- urskerfi auðvaldsins. Til þess að það megi takast er höfuðnauðsyn að efla blaðakost og útgáfustarfsemi flokksins, og allir flokksmenn verða að kosta kapps um að fylgjast sem bezt með þeim dægurmálum, sem efst eru á baugi, svo að þeir geti túlkað sjónar- mið og stefnu flokksins í dægurmálunum á sem skel- eggastan hátt. 1 dægurbaráttunni verður flokkurinn þó ætíð að hafa fyrir augum hið sósíalistiska markmið sitt og miða starfsemi sína við það. Þingið leggur því ríka áherzlu á það, að fræðsla um kenningar marxismans verði stórum aukin í flokknum. 1) Allar deildir flokksins leggi á það höfuðáherzlu að fjölga áskrifendum Réttar. 2) Flokkurinn setji sér það mark að safna fyrir næsta reglulegt þing 1500 áskrifendum að bóka- útgáfu flokksins. 3) Flokkurinn komi sér upp bókasjóðum, sem greiði 69

x

Þingtíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi
https://timarit.is/publication/1694

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.