Þingtíðindi - 01.12.1947, Page 76
Á eftir 14. gr. komi ný grein er verði 15. gr.
svohljóðandi:
Miðstjórn kýs 7 manna framkvæmdanefnd, sem
hefur á hendi dagleg störf miðstjórnar, enda haldi
hún fundi eigi sjaldnar en vikulega.
Þá er miðstjór nheimilt að kjósa nefndir eða ráð,
til þess að starfa að ákveðnum sérmálum, svo sem
fjármálaráð, fræðslumálaráð, útbreiðsluráð, verka-
málaráð, skipulagsnefnd o. s. frv.
Eftirfarandi greinatala breytist eftir þessu.
Við 17. gr., sem verður 18. gr.
Fyrir „flokksstjórnin" komi „miðstjórnin".
Við 18. gr., sem verður 19. gr.
Fyrri málsgreinin orðist svo: Miðstjóm ræður
framkvæmdastjóra flokksins og annað nauðsynlegt
starfsfólk.
Við 19. gr., sem verður 20. gr.
Síðasti málsliður orðist svo: „Þeir skulu endur-
skoða reikninga flokksins, blaðs hans og útgáfu-
fyrirtækja að minnsta kosti tvisvar á ári.“
74