Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1939, Síða 80

Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1939, Síða 80
76 þarf að sjá fyrir nægum áburði og vökvun þegar þörf gerist. Garðinn á að hirða vel, illgresi má aldrei þróast þar að mun eða fella fræ. í hverjum garði þarf að vera gróðrarstía eða vermireitur, með því er hægt að lengja vaxtartíma jurtanna um 1—2 mánuði. Um matjurtarækt er hægt að lesa í bók Einars Helgasonar, sem nefnist Hvannir, eða í bók Ingimars Sigurðs- sonar, Um garðyrkjustörf o. s. frv. Nú skulu taldar nokkrar matjurtir, sem þrífast hér: Kál. — Blómkál þrífst víðast hvar um land mjög vel. Bezt af- brigði eru: Erfurter Dværg og Snebold. Hvítkál þarf nokkru lengri vaxtartíma. Góð tegund af því er Ditmarsker. Grœnkál vex hér ágætlega um land allt. Góð tegund af því er lágvaxið, smáhrokkið grænkál. — Auk hinna nefndu káltegunda má rækta hér: Toppkál, rauðkál, savoykál o. fl. Allar káltegundir þurfa næringarríkan jarðveg og mikinn áburð. Af búpeningsáburði þarf að bera á gl. 10 þús. kg. eða 150 kg. garðáburð. Káli er sáð í vermireiti og plönturnar gróðursettar í garðinn með 60 x 40 cm. bili. Grænkáli má þó sá í garðinn, það þolir að standa úti fram á vetur. Gulrófur. Gulrófum er annaðhvort sáð í garðinn eða gróður- settar úr vermireit, sem er tryggara. Gulrófur þrífast bezt í mildum jarðvegi, gott er að bera í rófnagarða gamlan búpen- ingsáburð. Af garðáburði þarf að bera á um 100 kg. í gl. Bezt afbrigði af gulrófum eru íslenzkar af gömlum stofni, gauta- gulrófur og rússneskar gulrófur. Gulrófur eru látnar vaxa í röðum með 60 x 30 cm. bili. Jarðepli. Jarðeplin eru þýðingarmest allra matjurta sem hér eru ræktaðar. Til neyzlu þurfa menn að hafa sem næst 2 tn. á mann. Um ræktun þeirra skulu nefnd nokkur atriði. Jarðepli þrífast bezt í sendnum jarðvegi, beztur áburður fyrir þau er hrossatað eða sauðatað, kúamykju og sæþörunga má einnig nota. Með sæþörungum og mykju er gott að bera á superfosfat um 60 kg. á gl. Af garðáburði þarf að bera á um 120 kg. Hér á landi hafa verið reynd fjöldi jarðeplaafbrigða og er vandi um að segja hvert þeirra er bezt Um það vantar ítarlegar tilraunir. Hér skal bent á nokkur afbrigði, sem vel hafa reynzt. Af fljót- vöxnum afbrigðum hafa Rosen og íslenzkar rauðar reynzt einna beztar. Nokkuð seinvaxnari eru Marius, Up to date, Kerr’s Pink eða Eyvindur, en lengstan vaxtartíma þarf Alpha, en sem gefur mesta og bezta uppskeru, þar sem skilyrði eru góð. Mörg fleiri afbrigði hafa verið ræktuð, en vér látum þetta nægja.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943
https://timarit.is/publication/1692

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.