Bændablaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 13

Bændablaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 13
Lóa – nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina: Verðmætasköpun úr þörungum áberandi Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar- ráðuneytið úthlutaði tæpum 100 milljónum króna úr Lóu, nýsköpunarstyrkjum fyrir landsbyggðina, þann 11. júlí sl. Um 100 umsóknir bárust sjóðnum en 21 umsókn hlutu brautargengi. Stærsta styrkinn, 12,5 milljón króna, hlaut Sjótækni ehf. fyrir rannsóknarverkefnið StaðarOrka, sem hefur það að markmiði að kanna nýtingu straumrasta eða sjávarfalla á Vestfjörðum í eða nærri vegamannvirkjum í þveruðum fjörðum til framleiðslu raforku. Tvö verkefni tengjast sjávar­ föllum. Valdimar Össurarson hlaut styrk til að kanna raunhæfi sjávarfallavirkjana en niðurstöður verkefnisins munu nýtast við stefnumótun í byggða­ og orkumálum við þróun sjávarorkutækni. Dagný Hauksdóttir hlaut styrk til að gera forathuganir og undirbúa nýtingu sjávarorku við Vestmannaeyjar. Fjögur verkefni snúa að þörungum. Nýstofnað rannsókna­ og þróunarsetur um stórþörunga á Reykhólum, Þörungamiðstöð Íslands, hlaut 8,1 milljón króna til stefnumótunar þar sem framtíðarsýn og sóknaráætlun ásamt upphafsaðgerðum verða mótuð. Þá áformar Algó ehf. upp­ skölun á framleiðslu sæmetis, sjávargrænmetis úr þörungum og fékk styrk í verkið. Blábjörg fékk styrk til að þróa vörur og sjálfbæra framleiðslu úr þara. Verkefnið mun skila vörum fyrir framleiðslu á sterku áfengi, kryddi í matreiðslu og heilsuvörur. Þá eru Taramar Seeds ehf. og Vaxa ehf. að þróa lífvirkar húðvörur sem byggja m.a. á efnum úr örþörungarækt Vaxa á Hellisheiði sem þau hyggjast nýta styrk til að þróa. Ýmis þekkingar­ og fræðslu­ verkefni hlutu einnig stuðning Lóu. Þróunarverkefnið STEM á Húsavík, félagasamtökin Blámi á Vestfjörðum og Nýheimar þekkingarsetur á Höfn eru þar á meðal. Norðanátt og Sunnanátt með hvort sitt verkefnið norðan og sunnan heiða sem byggir á að virkja einstaklinga og fyrirtæki að taka þátt í nýsköpunarverkefnum. Einnig ætlar Yggdrasill Carbon á Austurlandi að búa til alþjóðlega vottaðar kolefniseiningar í gegnum sjálfbær loftslagsverkefni með nýskógrækt og endurheimt landgæða. Hlutverk Lóu er að styðja við nýsköpun, eflingu atvinnulífs og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni, á forsendum svæða á landsbyggðinni. /ghp Styðja nýliða Opnað hefur verið fyrir umsóknir um nýliðunarstuðning í landbúnaði. Markmið stuðningins er að aðstoða nýliða við að hefja búskap og auðvelda ættliðaskipti í landbúnaði. Umsækjendur verða að uppfylla kröfur sem tilteknar eru í tilkynningu á vef matvælaráðuneytisins. Meðal skilyrða er að vera á aldrinum 18­40 ára og hafi lagt út fyrir fjárfestingu annaðhvort með eigin fé eða lántöku. Áhugasömum er bent á að kynna sé vel reglur um forgangsröðun í nýliðaumsóknum. Umsóknum skal skila inn á afurd.is fyrir 1. september. /ghp Hrútaþukl á Ströndum Átjánda Íslandsmótið í hrútadómum verður haldið á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum sunnudaginn 21. ágúst næstkomandi. Þessari skemmtilegu keppni hefur verið aflýst tvö ár í röð vegna sóttvarnatakmarkana, en verður nú endurvakin, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Sauðfjársetrinu. Þar er haft eftir Ester Sigfúsdóttur framkvæmdastjóra að hrútaþuklið sé stærsti viðburðurinn í starfi Sauðfjársetursins. Oft hafi á bilinu 300­ 500 gestir mætt á viðburðinn og vonast til að fólk fjölmenni einnig í ár. /ghp Síðast þegar keppt var, árið 2019, sigraði Jón Þór Guðmundsson á Galtarholti í Hvalfjarðarsveit. Mynd / Sauðfjársetrið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.