Bændablaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 41
41Bændablaðið | Fimmtudagur 21. júlí 2022 Vonarlands á Egilsstöðum, til styrktar Fræðsluskrifstofu Austurlands, Minjasafns Austur lands , stofnaði styrktarsjóð fyrir Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað, stofnaði heilbrigðismálasjóð til styrktar sjúkrahúsinu á Egilsstöðum, stofnaði styrktarsjóð Eiðaskóla og lagði sitt af mörkum við stofnun Kirkjumiðstöðvarinnar á Eiðum svo eitthvað sé nefnt. Á 60 ára afmæli SAK 1987 var ákveðið að standa fyrir samkeppni um merki félagsins og var tillaga Sifjar Vígþórsdóttur samþykkt. Merkið var svo vígt á Landsþingi Kvenfélagasambands Íslands sem haldið var á Egilsstöðum 1987. Í ár, á 95 ára afmæli SAK, verða gerðir borðfánar með merki félagsins og þeir vígðir við hátíðlega athöfn á aðalfundi félagsins 22. október nk. í Tungubúð hjá Kvenfélagi Hróarstungu, þar sem forseti Kvenfélagasambands Íslands, Dagmar Elín Sigurðardóttir, heiðrar okkur með nærveru sinni. Hornsteinar framfara Kvenfélög nútímans eru hornsteinar framfara í hverjum landshluta fyrir sig. Öll kvenfélög hafa það að markmiði að efla samfélag sitt og sínar félagskonur. Orð Sigrúnar Blöndal frá fyrstu árum Sambands austfirskra kvenna eru enn þá í fullu gildi og hvetja okkur kvenfélagskonur til dáða, en hún sagði „félagsstarfið eflir félagsandann, kennir okkur að sjá störf okkar í nýju ljósi, hvers við erum megnugar og ekki síst, að beina störfum okkar í þann farveg að heildin njóti góðs af“. Látum þetta leiðarljós lýsa okkur áfram veginn, austfirskum kvenfélagskonum og austfirsku samfélagi til heilla. Í tilefni af 95 ára afmælinu stendur SAK fyrir námskeiðahaldi í samstarfi við Hallormsstaðarskóla nú í haust. Boðið verður upp á tvö námskeið; annars vegar í jurtalitun 3. september og fatasaumi 10. september nk. Þá er einnig stefnt á formannafund SAK síðla sumars í ár. Um leið og ég óska okkur öllum innilega til hamingju með árin 95 fylgja hér myndir frá nokkrum aðildarfélögum SAK. Helga Magnea Steinsson, formaður SAK. Kvenfélagið Bláklukka á Egilsstöðum var stofnað 27. febrúar 1948. Hér eru kvenfélagskonur að sjá um sumargleði eldri borgara á Héraði sumardaginn fyrsta 2022. Kvenfélag Eiðaþinghár tók að þessu sinni þátt í gleðinni með kvenfélagi Bláklukku. Kvenfélagskonur í Breiðdal á góðri stund. Kvenfélagið Hlíf var stofnað 18. júlí 1961 að Heydölum í Breiðdal. Sumarsmellur Stiga Combi 748 S • Heimilissláttuvél með 140cc mótor • Notendavæn drifvél • Einstök vél Verð kr. 125.000 m/vsk. Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is 40 ár á Íslandi REKI EHF ER STOLTUR UMBOÐSAÐILI DONALDSON Á ÍSLANDI. EIGUM MIKIÐ ÚRVAL AF SÍUM Á LAGER. Skemmuvegur 46 Sími: 562 2950 www.reki.is 200 KópavogurReki ehf Netfang: elfar@reki.is, kris tinn@reki.is, tryggvi@reki.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.