Bændablaðið - 21.07.2022, Page 41

Bændablaðið - 21.07.2022, Page 41
41Bændablaðið | Fimmtudagur 21. júlí 2022 Vonarlands á Egilsstöðum, til styrktar Fræðsluskrifstofu Austurlands, Minjasafns Austur lands , stofnaði styrktarsjóð fyrir Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað, stofnaði heilbrigðismálasjóð til styrktar sjúkrahúsinu á Egilsstöðum, stofnaði styrktarsjóð Eiðaskóla og lagði sitt af mörkum við stofnun Kirkjumiðstöðvarinnar á Eiðum svo eitthvað sé nefnt. Á 60 ára afmæli SAK 1987 var ákveðið að standa fyrir samkeppni um merki félagsins og var tillaga Sifjar Vígþórsdóttur samþykkt. Merkið var svo vígt á Landsþingi Kvenfélagasambands Íslands sem haldið var á Egilsstöðum 1987. Í ár, á 95 ára afmæli SAK, verða gerðir borðfánar með merki félagsins og þeir vígðir við hátíðlega athöfn á aðalfundi félagsins 22. október nk. í Tungubúð hjá Kvenfélagi Hróarstungu, þar sem forseti Kvenfélagasambands Íslands, Dagmar Elín Sigurðardóttir, heiðrar okkur með nærveru sinni. Hornsteinar framfara Kvenfélög nútímans eru hornsteinar framfara í hverjum landshluta fyrir sig. Öll kvenfélög hafa það að markmiði að efla samfélag sitt og sínar félagskonur. Orð Sigrúnar Blöndal frá fyrstu árum Sambands austfirskra kvenna eru enn þá í fullu gildi og hvetja okkur kvenfélagskonur til dáða, en hún sagði „félagsstarfið eflir félagsandann, kennir okkur að sjá störf okkar í nýju ljósi, hvers við erum megnugar og ekki síst, að beina störfum okkar í þann farveg að heildin njóti góðs af“. Látum þetta leiðarljós lýsa okkur áfram veginn, austfirskum kvenfélagskonum og austfirsku samfélagi til heilla. Í tilefni af 95 ára afmælinu stendur SAK fyrir námskeiðahaldi í samstarfi við Hallormsstaðarskóla nú í haust. Boðið verður upp á tvö námskeið; annars vegar í jurtalitun 3. september og fatasaumi 10. september nk. Þá er einnig stefnt á formannafund SAK síðla sumars í ár. Um leið og ég óska okkur öllum innilega til hamingju með árin 95 fylgja hér myndir frá nokkrum aðildarfélögum SAK. Helga Magnea Steinsson, formaður SAK. Kvenfélagið Bláklukka á Egilsstöðum var stofnað 27. febrúar 1948. Hér eru kvenfélagskonur að sjá um sumargleði eldri borgara á Héraði sumardaginn fyrsta 2022. Kvenfélag Eiðaþinghár tók að þessu sinni þátt í gleðinni með kvenfélagi Bláklukku. Kvenfélagskonur í Breiðdal á góðri stund. Kvenfélagið Hlíf var stofnað 18. júlí 1961 að Heydölum í Breiðdal. Sumarsmellur Stiga Combi 748 S • Heimilissláttuvél með 140cc mótor • Notendavæn drifvél • Einstök vél Verð kr. 125.000 m/vsk. Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is 40 ár á Íslandi REKI EHF ER STOLTUR UMBOÐSAÐILI DONALDSON Á ÍSLANDI. EIGUM MIKIÐ ÚRVAL AF SÍUM Á LAGER. Skemmuvegur 46 Sími: 562 2950 www.reki.is 200 KópavogurReki ehf Netfang: elfar@reki.is, kris tinn@reki.is, tryggvi@reki.is

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.