Bændablaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. júlí 2022
Í maí sl. var haldið hið árlega
Fagþing Nautgriparæktarinnar
í Danmörku eða „Kvægkongres“
en þeir sem til þekkja vita að
þetta er einn helsti vettvangur
þekkingarmiðlunar varðandi
nautgriparækt í norðanverðri
Evrópu.
Alls voru flutt 70 erindi að þessu
sinni í 11 málstofum og hér fer
síðasta greinin af þremur, sem fjalla
allar um nokkur sérvalin fróðleg
erindi sem flutt voru á Fagþinginu.
Fyrsti og annar hluti umfjöllunar um
þetta Fagþing voru birtir í tveimur
síðustu Bændablöðum.
Kolefnishlutleysi 2050
Að þessu sinni var á Fagþinginu
sérstök málstofa sem fjallaði
einungis um sótspor landbúnaðar og
hvaða leiðir væru færar til þess að ná
þeim markmiðum að gera danskan
landbúnað kolefnishlutlausan árið
2050. Dönsk nautgriparækt, bæði
mjólkur- og kjötframleiðsla, er með
eitt lægsta sótspor framleiðslu á
þessu sviði í heiminum en bændurnir
vilja gera enn betur.
Kýrnar mikilvægur milliliður
Maike Brask, frá afurðafélaginu
Arla Foods, fjallaði um það hvernig
félagið hefur nálgast þetta verkefni
en undanfarin ár hefur Arla Foods
verið leiðandi, á meðal helstu félaga
og fyrirtækja í mjólkuriðnaði, þegar
kemur að málefnum sem snúa að
kolefnishlutleysi. Í erindinu benti
hún réttilega á að kýr eru gríðarlega
mikilvægur milliður á milli móður
jarðar og mannfólks enda geta
þær umbreytt jarðargróða, sem
ekki nýtist til manneldis, í mjólk
og kjöt. Þannig nýtist m.a. land
sem ekki er nýtanlegt til beinnar
matvælaframleiðslu sem beitarland
fyrir kýr og þær geta auk þess
nýtt allt frá alls konar afgöngum,
úrgangi matvælavinnslu til auðvitað
trénisríkra plantna. Þetta skýrist
auðvitað af einstökum meltingarvegi
en á móti kemur að við þessa vinnslu
verður m.a. til metangas, vegna
gerjunar, sem hefur áhrif á sótsporið.
41% frá jórtrun
Þegar horft er til sótspors kúabúa
benda tölur til þess að 41% af
sótspori búanna stafi frá jórtrun,
34% frá fóðurframleiðslu og vegna
aðkeypts fóðurs, 10% frá mykjunni,
8% frá metanlosun lands og 5%
vegna orkunotkunar. Arla Foods
hefur þegar gert úttekt á 7 þúsund,
af tæplega 9 þúsund, kúabúum
sem selja mjólk til félagsins og
benda tölur þess að á bak við þessi
hlutföll sem hér að framan greinir sé
verulegur breytileiki á milli búanna
og benti Maike á að það bendi til þess
að gera megi töluvert betur. Þetta
á m.a. við um sótspor fóðursins,
sérstaklega aðkeypts fóðurs sem hún
sagði að væri með hátt sótspor vegna
bæði framleiðsluaðferðar fóðursins
og flutningsvegalengdar þess frá
upprunastað.
Fimm meginatriðin
Arla Foods hefur nú varðað leiðina
sem farin verður fram til ársins
2030, en það ár er markmiðið að
hafa skorið 30% af sótsporinu miðað
við árið 2015. Sett hafa verið fram
5 meginatriði sem sérfræðingar
félagsins telja færa til þess að ná
þessum árangri:
I. Fóðurnýting. Bæta skal
fóðurnýtinguna, þ.e. fá fleiri
lítra af mjólk út úr sama magni
fóðurþurrefnis. Tölur félagins benda
til mikils breytileika hvað þetta
varðar á milli félagsmanna svo afar
líklegt er að þetta eigi að geta nást.
II. Próteinnýting. Of margir
kúabændur virðast offóðra á próteini
sem er bæði dýrt og kostar óþarfa
sótspor. Reynt verður að ná tökum
á þessu á komandi árum.
III. Ending kúa. Of margar kýr
enda í sláturhúsi mun fyrr en þær
ættu að gera. Mikil endurnýjunarþörf
þýðir að setja þarf á of margar kvígur
með tilheyrandi óþarfa sótspori.
Þetta ætlar Arla Foods að leggja
áherslu á að verði bætt m.a. með
því að bæta heilbrigði kúa.
IV. Áburðarnýting. Allnokkur
munur er á milli búa þegar horft
er til nýtingar áburðarefna og má
bæta verulega úr þessu m.a. með
betri vélbúnaði til dreifingar, notkun
tölvu- og staðsetningartækni og með
betri geymsluaðferðum fyrir mykju
svo dæmi séu tekin.
V. Landnotkun. Stuðull sem Arla
Foods notar fyrir mat á landnotkun
eru m2/kg mjólkur þ.e. hvað það
þarf mikið landsvæði til þess að
framleiða mjólkurpottinn. Meðal
félagsmanna Arla Foods er allmikill
breytileiki á þessu gildi, sem eins og
hér að framan greinir bendir til þess
að bæta megi úr.
Mikill munur á
sótspori nautakjöts
Í öðru erindi þessari málstofu var
horft til nautakjötsframleiðslunnar
og þar kom fram að lægsta sótsporið
er á nautgripakjöti frá kúabúum í
mjólkurframleiðslu (um 11 kg CO2
gilda/kg kjöts), hvort heldur sem
var á slátruðum ungnautum þaðan,
kvígum eða kúm. Skýring felst
einfaldlega í því að kjöt er aukaafurð
með mjólkurframleiðslunni og því
deilist sótsporið á mun meira en
bara kjötið sem slíkt. Þá eru búin
stór, en kúabú í mjólkurframleiðslu
í Danmörku eru að jafnaði með um
220 kýr í dag, sem hefur jákvæð
áhrif á hagræði framleiðslunnar. Þá
var langhæsta sótsporið á kjöti frá
holdakúabúum (um 36 kg CO2 gilda/
kg kjöts), þar sem beit er aðallega
stunduð en sótspor holdakúabúa,
þar sem eldistíminn var styttri og
stundað þauleldi, var lægra (um 25
kg CO2 gilda/kg kjöts). Enn er verið
að skoða hvaða leiðir eru bestar til
þess að lækka sótspor holdakúabúa
í Danmörku.
37% minni metanlosun
Enn eitt áhugavert erindi í þessari
málstofu var rannsókn þróunar-
og ráðgjafarfyrirtækisins SEGES
á efninu Bovaer® frá hollenska
fyrirtækinu DSM. Þetta er einskonar
fæðubótarefni sem er selt með
þeim formerkjum að það dragi úr
metanlosun frá jórtrun. Gerð var
tilraun á 350 dönskum kúm í fjóra
mánuði og minnkaði metanlosun
tilraunahópsins um 37%, og það
nánast samdægurs og efninu var
blandað í fóðrið! Þá jókst losun vetnis
frá jórtruninni um 406% í samanburði
við mælingar frá kúm sem fengu
ekki efnið. Enginn marktækur
munur fannst á áti, afurðasemi eða
efnainnihaldi mjólkur.
Heilbrigðismál
Síðasta málstofan sem hér verður
fjallað um snerist um heilbrigðismál.
Erindi þeirra Vibeke Fladkjær
Á FAGLEGUM NÓTUM
Snorri Sigurðsson
snorri.sigurdsson@outlook.com
Fagþing nautgriparæktarinnar
í Danmörku – síðasti hluti
Hvert kúabú á að vera með föt og skóbúnað til skiptanna fyrir bæði starfsfólk
búsins og gestkomandi.
Því fleiri sem skepnurnar eru, því fleiri verða möguleikar fyrir beinar smitleiðir
á milli þeirra. Myndir / Aðsendar
Starfsemi RML
– Annar hluti
Í síðasta Bændablaði fjallaði ég
almennt um rekstur RML, en
starfsemin er gríðarlega fjölbreytt
og því ekki hægt að gera henni skil
í stuttri grein.
Ég mun því fara yfir einstaka
fagsvið og verkefni í næstu greinum
hér í Bændablaðinu. Í þessari grein
verður fjallað um fagsvið búfjáræktar
og þjónustu en tvo fagsvið eru
í fyrirtækinu auk fjármála og
tæknisviðs. Þrátt fyrir að fyrirtækinu
sé sviðskipt þá er það einungis til
hagræðingar stjórnunarlega séð en
starfsfólk vinnur iðulega þvert á
svið í sinnu vinnu.
Á búfjárræktar- og þjónustusviði
eru stærstu verkefni tengd
ræktunarstarfi, þjónustu við
skýrsluhaldskerfin og ýmis verkefni
því tengd. Grunnurinn liggur í þeim
lögbundnu verkefnum sem snúa að
ræktun íslensku búfjárkynjanna
og eru að stórum hluta unnin af
framlögum rammasamnings en
þeim fylgja einnig tengd verkefni
sem snúa að ráðgjöf og þjónustu
við einstaklinga í tengslum við
ræktunarstarfið.
Gagnasöfnun
Gagnasöfnun er grundvöllur
ræktunarstarfsins. Gögnin sem
liggja til grundvallar ræktunarstarfi
í íslensku búfjárkynjunum koma
annars vegar inn frá búfjáreigendum
sjálfum í gegnum afurðaskýrsluhald
og hins vegar með búfjárdómum sem
eru framkvæmdir á vegum RML.
Í nautgriparækt eru dómar
á kvígum á fyrsta mjaltaskeiði
veigamikill hluti afkvæmadóma
þeirra nauta sem koma til greina til
framhaldsnotkunar og árlega skoðar
starfsfólk RML á milli sex og sjö
þúsund kvígur. Mikilvægast er að
ná nægilegum fjölda kvígna undan
óreyndum nautum til að ná ásættanlegu
öryggi á byggingareiginleika sem
skipta máli í ræktunarstarfinu.
Kvíguskoðanir eru fjármagnaðar af
nautgriparæktarsamning en 3% af
þeim lið sem ætlað er til kynbótastarfs
er ætlað til þessara skoðana, eða
tæpar sjö milljónir.
Í hrossarækt eru kynbótadómar
grundvöllurinn að útreikningum
kynbótamats. Árlega dæmir
starfsfólk RML og/eða verktakar á
okkar vegum um um fjórtán hundruð
hross en það segir þó ekki alla
söguna því ræktunarstarf íslenska
hestsins hefur þá sérstöðu að það er
alþjóðlegt verkefni þar sem RML er
í góðu samstarfi við FEIF, bæði hvað
varðar samræmda kynbótadóma á
íslenskum hrossum, burtséð frá því
í hvaða landi þau koma til dóms en
ekki síður hvað varðar rekstur og
þjónustu Worldfengs sem er í eigu
Bændasamtakanna en forritaður,
rekinn og þjónustaður af RML í
samstarfi við FEIF.
Búfjárdómar í sauðfjárrækt eru
einnig stórt verkefni. Á hverju
hausti dæmir og sónarskoðar
starfsfólk RML og verktakar
á milli sextíu og sjötíu þúsund
lömb um allt land. Fyrst og fremst
gegna lambadómar því hlutverki
að aðstoða sauðfjárbændur annars
vegar við ásetningsval og hins vegar
að skera úr um hvaða lambafeður
séu bestir til framræktunar á búinu í
gegnum afkvæmarannsóknir en um
leið gefa dómar á lömbum okkur
mikilvægar viðbótarupplýsingar um
sameiginlega ræktunargripi sem eru
þeir hrútar sem eru í boði til sæðinga
í hvert sinn.
Reglulegir kynbótaútreikningar
í nautgriparækt, sauðfjárrækt og
hrossarækt byggja á áðurnefndum
gögnum sem koma inn í gegnum
afurðaskýrsluhald annars vegar og
búfjárdóma hins vegar. Útreikningar
kynbótamats í íslenskum
búfjárkynjum byggja á BLUP
aðferðafræðinni sem innleidd hefur
verið inn í ræktunarstarf hérlendis.
Á þeim grunni byggjum við en
mikilvægt er að við séum meðvituð
um bestu mögulegu aðferðafræði og
rannsóknir hverju sinni.
Ráðgjöf
Gott dæmi um þróun í ræktunarstarfi
er það sem hefur átt sér stað í
nautgriparæktinni síðustu ár,
mat á hagrænu vægi eiginleika,
innleiðing mælidagalíkans og
einkunn fyrir frjósemi sem byggir
á sæðingagögnum er gott dæmi um
slíkt. Metnaðarfullt verkefni er snýr
að innleiðingu erfðamengisúrvals
í nautgriparækt mun án efa vera
fordæmi fyrir aðrar samsvarandi
verkefnum í öðrum búgreinum..
Erfðatækni gegnir stóru hlutverki
í kynbótastarfi nútímans þar sem
greining á erfðamengi gripa spilar
stórt hlutverk. Stórt og mikilvægt
skref var tekið með samningi
við Matís um erfðagreiningar
í nautgriparækt sem einfaldar
alla umgjörð um innleiðingu
erfðamengisúrvals í nautgriparækt.
Erfðagreiningar í sauðfjárrækt og
hrossarækt skila einnig mikilvægum
upplýsingum inn í ræktunarstarfið og
í því samhengi má nefna greiningar
á skeiðgeni í hrossarækt og stór
verkefni varðandi greiningar á
næmi fyrir riðusmiti í íslenska
sauðfjárstofninum sem nú er í
framkvæmd og unnið að því hörðum
höndum að koma þeim upplýsingum
inn í ræktunarstarfið.
Ráðgjöf tengdri búfjárrækt
og þjónustu felst í ráðgjöf tengdu
ræktunarstarfi og bústjórnarlegum
þáttum. Búgreinar sem byggja á
innflutningi erfðaefnis og eru þar
með ekki með sérstakt miðlægt
utanumhald um ræktunina eru ekki
mikið að óska eftir ráðgjöf en engu
að síður reynum við að sinna þeim
greinum eins og hægt er. Þjónusta
við bændur er mjög mikið tengt
kynbótastarfinu og skýrsluhaldinu
og árlega svörum við þúsundum
fyrirspurna í gegnum síma eða
tölvupóst, ásamt því að aðstoða
bændur við skýrsluhaldskerfin eða
skráningar í tengslum við eftirlits-
og greiðslukerfi stjórnvalda.
Upplýsingar um ráðgjöf má sjá á
heimasíðu okkar, www.rml.is, ásamt
því að ráðunautar RML eru ávallt til
viðtals, hvort sem um er að ræða i
gegnum síma eða á starfsstöðvum
RML.
Karvel Karvelsson,
framkvæmdastjóri RML.
Karvel Karvelsson.
kemur næst út 25. ágúst