Bændablaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. júlí 2022
LÍF&STARF
Í tilefni af 95 ára afmæli Sambands
austfirskra kvenna (SAK) er hér
stiklað á stóru yfir farinn veg og
helstu verkefni sem einkennt hafa
starfsemi sambandsins.
Nokkrar ástæður voru til þess að
konur á Héraði ákváðu að sameina
kvenfélög á Austurlandi undir einn
hatt á síðustu öld. Hugmyndin var
ekki ný af nálinni og hafði verið
til umræðu hjá kvenfélögum á
Héraði um nokkurt skeið. Þá höfðu
alþjóðlegar þjóðfélagsbreytingar
einnig áhrif og var áherslan á að bæta
lífskjör kvenna bæði uppeldisleg og
hagræn, eins og segir í fundargerð
frá þessum tíma.
Eflir samúð og félagslyndi
Sigrún Blöndal mælti fyrir stofnun
Kvennasambands Austurlands á
undirbúningsfundi sem haldinn
var árið 1926. Nefndi hún máli
sínu til stuðnings að eitt af því sem
einkenndi þann tíma sem þær lifðu
á væri ,,samvinna á svo að segja
öllum sviðum“. Hún vitnaði máli
sínu til stuðnings í vísindin og sagði
þau hafa ,,brúað fjarlægðir rúmsins
og hefðu á þann hátt veitt samvinnu
manna á milli skilyrði“. Þá taldi
Sigrún slíkan félagsskap „efla
samúð og félagslyndi auk þess að
kenna konum að sjá störf sín í nýju
ljósi“. Þá nefndi hún fjögur mál sem
henni fannst að slíkur félagsskapur
ætti að vinna að; 1. Uppeldis- og
menntamál, 2. Heimilisiðnaður, 3.
Garðrækt og 4. Líknarmál.
Á fundinum voru einnig reifuð
mál tengd ,,húsmæðrafræðslu“ en
víða um land var verið að festa í
lög stofnun húsmæðraskóla fyrir
konur. Um þetta leyti á Austurlandi
er komin af stað hreyfing til að
setja á fót slíka stofnun. Hafði
þessi hugmynd m.a. verið rædd
á aðalfundi Búnaðarsambands
Austurlands.
Lögðu fundarkonur áherslu
á „hina uppeldislegu hlið
húsmæðrafræðslunnar sem eitt
öruggasta meðalið til að hefta
straum ungra stúlkna úr sveitum til
kaupstaða“.
Á þennan fund voru konur
mættar úr Fellum, Fljótsdal,
Völlum, Reyðarfirði, Seyðisfirði
og Borgarfirði. Ári síðar, eða
16. júlí 1927, hélt svo Samband
austfirskra kvenna stofnfund sinn
að Mjóanesi á Fljótsdalshéraði. Á
þeim fundi var samþykkt að standa
að söfnun fyrir húsmæðraskóla að
Hallormsstað og fylgja því máli
vel eftir. Á þessum fundi var mikið
rætt um stöðu heimilisiðnaðar og
mikilvægi heimilisiðnaðarsýninga
fyrir almenning.
Húsmæðraskóli stofnaður
Vegna ötuls samstarfs Sam-
bands austfirskra kvenna og
Búnaðarsambands Austurlands
tókst að koma skólanum á legg
og var húsmæðraskóli byggður á
Hallormsstað. Fyrsta skólasetningin
var 1. nóvember 1930 og varð Sigrún
Blöndal fyrsta forstöðukona skólans,
en hún var þá jafnframt formaður
Sambands austfirskra kvenna. SAK
hefur frá upphafi alltaf átt fulltrúa
í skólaráði Hússtjórnarskólans á
Hallormsstað sem í dag gengur undir
nafninu Hallormsstaðarskóli.
Sex félög stóðu í upphafi
að stofnun SAK; Kvenfélag
Fljótsdalshrepps, Kvenfélag
Fellahrepps, Kvenfélag Hlíðarhrepps,
Kvenfélagið Kvik á Seyðisfirði,
Kvenfélag Vestdalseyrar á Seyðisfirði
og Kvenfélag Vallarhrepps. Fljótlega
voru kvenfélögin sem stóðu að
stofnun SAK orðin 23 talsins,
en í dag, 95 árum seinna, standa
eftirtalin kvenfélög að sambandinu;
Kvenfélag Eiðaþinghár, Kvenfélag
Reyðarfjarðar, Kvenfélagið Björk,
Hjaltastaðaþinghá, Kvenfélagið
Einingin, Borgarfirði eystri,
Kvenfélagið Hlíf, Breiðdal,
Kvenfélag Hróarstungu, Kvenfélagið
Lindin, Vopnafirði, Kvenfélagið
Nanna, Neskaupstað, Kvenfélagið
Bláklukka, Egilsstöðum og
Kvenfélagið Vaka, Djúpavogi.
Kvenfélög bæta nærsamfélög
Of langt mál er að rekja hér 95
ára sögu SAK, en það sem hefur
einkennt starfsemina er áherslan á
samtakamátt kvenna í þeim tilgangi
að bæta nærsamfélag viðkomandi
kvenfélags, en einnig að hafa áhrif
á framfaramál innan fjórðungsins.
Geta má þess að SAK stóð
fyrir söfnun sem haldin var til
styrktar stofnun vistheimilisins
Kvenfélagið Björk í Hjaltastaðaþinghá var stofnað 15. júní 1930. Hluti
félagskvenna í gamla eldhúsi Hjaltalundar.
Kvenfélagið Nanna í Neskaupstað var stofnað 27. janúar 1907. Hluti
félagskvenna við gróðursetningu í Lystigarði Neskaupstaðar en kvenfélagið
er verndari garðsins frá 1934.
SKÓGRÆKT
Ástæða er til að telja gulvíði
(Salix phylicifolia) til innlendra
trjátegunda því hann getur
sannarlega náð þeirri hæð að
vera skilgreindur tré.
Dæmi eru um að tegundin
hafi náð allt að átta metra hæð
hérlendis. Sjaldan er gulvíðir
þó hærri en tveir metrar og víða
aðeins jarðlægur runni.
Vaxtarlag gulvíðis er með
öðrum orðum mjög breytilegt,
allt frá skriðulum runna upp í
einstofna tré. Í Selárdal vex til
dæmis hávaxinn gulvíðir og er
kallaður Strandavíðir. Oftast sjáum
við gulvíði samt sem tiltölulega
uppréttan, margstofna runna.
Með minnkandi beit síðari ár hafa
myndarlegir gulvíðibrúskar víða
orðið meira áberandi í landslaginu,
oft margra metra breiðir, ekki síst
í frjósömum og rökum dalbotnum
víða um land þar sem gulvíðirinn
er til mikillar prýði. Þar er hann
líka í kjörlendi sínu sem er
deiglendi með stöðugum raka. Á
haustin skrýðist hann ægifögrum
gulum lit og getur staðið þannig
langt fram á haust. Sumir klónar
eða einstaklingar gulvíðis halda
jafnvel laufi mestallan veturinn en
smám saman sölnar það og fær á
sig brúnan lit.
Gulvíðir vex hægt miðað við
aðrar víðitegundir. Hann getur hins
vegar þrifist vel um allt land, þar á
meðal á hálendinu og til fjalla, allt
upp í um 600 metra hæð yfir sjó.
Hann er ljóselskur og nýtur sín því
best á berangri en síður í þéttum
skógi þar sem hærri tré skyggja
hann út.
Helsti styrkleiki gulvíðis er að
hann er gjarnan fljótur að birtast
þegar beit er aflétt á landi. Þetta
er til marks um getu hans til að
sá sér í mismunandi landgerðir.
Gulvíðir er með öðrum orðum góð
frumherjategund og sprettur upp í
ýmiss konar jarðvegi og við ýmis
skilyrði en auðvitað misjafnlega
eftir aðstæðum. Tegundin getur
myndað mikið fræ en það er
skammlíft og þarf því að lenda á
góðum stað sama sumar til að geta
spírað og vaxið upp.
Víðitegundir blandast talsvert
innbyrðis og getur fjölbreytnin
því orðið töluverð. Brekkuvíðir
er klónn af gulvíði sem talið er
mögulegt að hafi orðið til með
blöndun við loðvíði, ellegar þá með
erfðaflæði. Brekkuvíðir var um
tíma vinsæll í limgerði í görðum en
dregið hefur úr notkun hans, meðal
annars vegna þess hve viðkvæmur
hann er fyrir ásókn meindýra.
Hreggstaðavíðir er blendingur
brekkuvíðis (gulvíðis) og viðju.
Sömu sögu er að segja um hann og
brekkuvíðinn. Vinsældirnar hafa
minnkað vegna skaðvalda, ekki
síst ryðsvepps.
Og þar komum við einmitt að
helstu veikleikum gulvíðis. Á hann
herja gjarnan skordýrafaraldrar og
ekki er óalgengt að sjá myndarlega
gulvíðibrúska lauflausa á miðju
sumri þegar fiðrildalirfur ná
sér vel á strik. Sömuleiðis er
gulvíðir útsettur fyrir ryðsvepp
sem gerir hann gulan löngu áður
en haustlitirnir birtast. Á hvoru
tveggja er mikill áramunur.
Gulvíðir er duglegur að
blómstra og vert er að benda á að
hann er sérbýlistré. Það þýðir að
sumir einstaklingar eru karlkyns
og aðrir kvenkyns eins og gildir
hjá víðiættinni allri, þar með hjá
ösp, sem er sömu ættar. Snemma á
vorin byrja karl- og kvenreklar að
myndast og verða jafnvel áberandi
áður en trén eða runnarnir laufgast
almennilega. Flugur sækja mjög
í blómin eftir blómasafa, ekki
síst humlur sem sjást gjarnan
sveimandi í gulvíði á vorin.
Flugurnar bera frjóið af karlreklum
yfir á kvenrekla. Víðitegundir
eru mikilvæg fæðuuppspretta
flugna þegar fátt annað er í boði í
sumarbyrjun. Þegar kvenreklarnir
hafa frjóvgast vaxa þeir áfram en
karlreklarnir visna og detta af.
Þroskuð fræin eru búin svifhárum
sem geta borið þau langar leiðir.
Pétur Halldórsson.
Þegar víðifræin þroskast öðlast þau vængi. Vængirnir eru svifhár sem
líkjast ull og á þeim geta fræin borist langar leiðir með vindinum.
Myndir / Pétur Halldórsson
Gulvíðir
Gulvíðir er til mikillar prýði þegar hann skrýðist gulum haustlit sínum
sem heiti hans er væntanlega dregið af.
Flugur, ekki síst humlur, njóta
góðs af næringu úr blómstrandi
víði þegar fátt annað er í boði
snemma vors.
Kvenfélag Eiðaþinghár fór í heimsókn í Hallormsstaðarskóla og færði skólanum peningagjöf sem Bryndís Fiona
Ford skólastýra veitti móttöku. Myndir / Aðsendar
Sambands austfirskra kvenna 95 ára:
Stiklað á stóru um sögu SAK