Bændablaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. júlí 2022 VÉLAR&TÆKNI Saga vélar: Fjórir áratugir og á nóg eftir – Taarup sláttutætari í Hrútafirði með einstaka endingu Nýlega komst blaðamaður Bænda- blaðsins á snoðir um Taarup sláttutætara sem var að klára sinn 42. heyskap núna í sumar. Þrátt fyrir að vera hokinn af reynslu þá er sláttutætarinn enn í fullri notkun og segir Gunnar Þórarinsson, bóndi á Þóroddsstöðum og eigandi vélarinnar, að hann eigi enn nóg eftir. Votverkun á lausu heyi í gryfjur eða turna sem slegið var með sláttutætara var útbreidd heyverkunaraðferð á árum áður. Með tilkomu rúlluvélanna í kringum 1990 vék þessi aðferð, ásamt súgþurrkun, nær alfarið fyrir rúllum. Borið saman við þær hey­ verkunar aðferðir sem algengastar eru núna, þar sem grasið er slegið, þurrkað á velli, rakað í múga og svo yfirleitt pakkað í rúllur, þá sleppir sláttutætarinn nokkrum skrefum. Tæki sem þessi slá og blása heyinu upp í vagn á sama tíma. „Foreldrar mínir kaupa sláttu­ tætarann nýjan árið 1981. Ég man ekki nákvæmlega hver seldi Taarup landbúnaðartæki, en líklegast var það Véladeild Sambandsins. Það var til gamall sláttutætari hér á bænum sem hafði ekki verið notaður í nokkur ár, áður en þessi var keyptur, þar sem það var lítið sem ekkert verkað í vothey á tímabili. Við vorum aðallega með laust þurrhey fram að því.“ Gunnar segir að á þessum 42 sumrum hafi bilanatíðnin verið mjög lág. Það eina sem hefur skemmst séu þrjár legur ásamt því sem hann hefur þurft að endurnýja plötustál sem hefur þynnst. Frábært fóður í bland við rúllur Samkvæmt Gunnari er þetta frábært fóður og því hefur hann aldrei hugsað sér að hætta þessari heyverkun. Aðspurður af hverju honum gengi svona vel með heyverkunaraðferð sem sé nánast horfin þá segist Gunnar gruna að margir hafi verið með of stórar flatgryfjur. „Bæði voru menn kannski of lengi að koma heyinu í þær og eins voru menn þá of lengi að gefa úr þeim, þannig var meiri hætta á því að það hitnaði í heyinu. Hjá okkur eru tvær flatgryfjur og eru þær hvor um sig sex metra breiðar og tólf metra langar. Helmingurinn af heyforðanum fyrir féð er sleginn með þessum tætara og settur í flatgryfjurnar. Hinn helminginn slæ ég og raka í múga, en ég fæ verktaka til þess að rúlla og pakka í plast. Ég sé ákveðna kosti við að blanda þessu saman því ég get stjórnað því hvernig rúlluhey ég gef á móti votheyinu. Fyrirkomulagið er þannig að á morgnana gef ég kindunum rúllur og svo kemur kvöldgjöfin úr flatgryfjunni. Með þessu endist votheyið allan veturinn á móti 200­ 250 heyrúllum,“ segir Gunnar en á Þóroddsstöðum eru 440 kindur. Hann bætir því við að þetta sé mjög hagkvæmur kostur vegna lítillar plastnotkunar. „Ég hugsa að plastkostnaðurinn fyrir þessar gryfjur sé vel innan við tíuþúsundkallinn og hluta af plastinu get ég notað á milli ára.“ Ekki eins háður þurrki Þar sem ekki þarf að taka eins mikið tillit til veðurs og þurrka hefur Gunnar kost á að nýta lakari þurrkdaga en þegar heyjað er í rúllur. „Sem dæmi þá náðum við nokkrum gluggum til þess að klára votheyið tiltölulega snemma rigningasumarið 2014 og vorum við þá betur sett en margir aðrir. Eitt skiptið sáum við fram á tólf tíma rigningarhlé og byrjuðum því að heyja klukkan þrjú um nóttina og slógum alveg til klukkan þrjú um daginn, þegar það fór aftur að rigna. Við náðum inn drjúgum skammti á þeim tíma.“ Í sumar tók heyskapurinn fimm daga í heildina, slegið var á bilinu ellefu til tólf hektara. „Það tekur reyndar ekki nema tvo daga að fylla hvora gryfju, en svo læt ég síga í henni til þess að koma aðeins meiru inn.“ Tveggja manna verk Heyskapurinn á Þóroddsstöðum er að sögn Gunnars tveggja manna verk. „Matthildur Hjálmarsdóttir, eiginkona mín, sér um að moka inn og jafna í gryfjunni og svo er ég alfarið í traktornum. Ég slæ upp í vagninn og sturta heyinu á planið fyrir framan gryfjuna. Við höfum svo notað lítinn Weidemann skotbómulyftara með gamalli heykvísl framan á til þess að koma heyinu inn og þjappa.“ Aðspurður um ókosti þess að heyja á þennan hátt þá nefnir Gunnar að afköstin séu ekki mjög mikil samanborið við annað. „Þó svo að þetta sé gamaldags tækni með minni afköstum þá virkar þetta fyrir mig.“ Sláttutætarinn á Þóroddsstöðum við heyskap í sumar. Þegar vandað er til verka er hægt að gera gott og ódýrt fóður með þessari heyverkunaraðferð. Afköstin eru þó minni en þegar pakkað er í rúllur. Mynd /Gunnar Þórarinssonr Ástvaldur Lárusson astvaldur@bondi.is Gunnar Þórarinsson. Mynd / MHH Taarup sláttutætarar voru mjög algengir á árum áður. Véladeild Sambandsins fór með umboðið. Mynd / Búnaðarblaðið Freyr, 1979 Á sínum tíma fengu Taarup sláttutætarar verðlaun fyrir gæði. Mynd / Tíminn, 1960 Undanfarin ár hefur það færst í aukana að ráðgjafar víða um heim stilla upp upptökuvélum í fjósum og fara svo yfir upptökurnar til þess að finna leiðir til að auka afköst búanna. Þetta skýrist af því að með því að greina það hvernig kýr hegða sér, þegar þær eru einar í fjósinu, þá má oft finna ýmis vandamál sem oft fara framhjá þeim sem í fjósunum starfa. Hægt að ráða í hvað betur má fara Það eru fyrst og fremst upplýsingar um tímanotkun kúnna yfir daginn sem hér skipta máli. Með því að kortleggja tímanotkun kúnna, s.s. legu­ eða stöðutíma í legubásum, tíma varið í rölt, við vatnstrog eða fóðurgang, þá fæst heildarmynd yfir það hvernig tímanum er varið yfir allan sólarhringinn. Eftir að sú heildarmynd fæst er hægt að ráða í það hvað megi betur fara. Þá eru svona myndbandsgögn einnig mikilvæg með tilliti til bústjórnarinnar og því hvernig vinnulagi í fjósinu er háttað. Þannig geta niðurstöður slíkrar greiningar bent til þess að einhverjir vinnuþættir eru ekki gerðir eins og best verður á kosið svo dæmi sé tekið. Tengsl milli legutíma og afurðasemi Tímanotkun kúa yfir daginn má skipta í nokkra aðskilda ferla. Fyrst og fremst er það legutíminn, sem ætti að vera minnst 11 klst. og helst 12­14 klst. eða jafnvel lengri. Erlendar rannsóknir sýna að tengsl eru á milli legutíma og afurðasemi og hver viðbótar klukkutími í legu getur skilað allt að 1,5 kg mjólkur aukalega á degi hverjum. Þetta á vel að merkja við um erlend kúakyn. Þá þurfa kýr vissulega að standa eitthvað í legubásunum en ef kýrnar standa lengi, t.d. bara með framfæturna uppi í legubásnum eða margar í einu sem standa, þá bendir það klárlega til þess að nærumhverfið sé ekki gott, þ.e. innréttingin eða legusvæðið sjálft. Miða ætti við að að hámarki 10% kúnna standi í einu í legubásunum. Tími sem kýr verja við át ætti að vera 3­5 klst. á sólarhring, skipt í 9­14 áttímabil og tíminn sem kýr verja við að drekka ætti ekki að vera meiri en 30 mínútur á sólarhring. Sé misbrestur á þessu gæti verið kostur að skipta hópnum upp, ef það er á annað borð hægt, í yngri kýr og eldri. Skýr virðingarröð Ótal rannsóknir sýna að með slíkri uppskiptingu má draga stórlega úr samkeppninni á milli kúnna. En eins og kunnugt er þá eru kýr með mjög skýra virðingarröð sín á milli og langoftast eru það yngstu kýrnar sem eru lægst settar og fá þar með síður aðgengi að fóðrinu og/eða leggja síður í að éta séu þeim hærra settar kýr við fóðurganginn. /SNS Tækni og búrekstur: Myndbandsgreining finnur tækifærin í fjósinu Með því að kortleggja tímanotkun kúnna, s.s. legu- eða stöðutíma í legubásum, tíma varið í rölt, við vatnstrog eða fóðurgang, þá fæst heildarmynd yfir það hvernig tímanum er varið yfir allan sólarhringinn. Myndir / Aðsend
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.