Bændablaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. júlí 2022 FRÉTTIR Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Rannsóknir á burnirót: Ein merkasta lækningajurt landsins – Markmið að gera ræktun burnirótar að raunhæfri aukabúgrein fyrir bændur Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í grasafræði við Háskóla Íslands, leiðir teymi sem fékk styrk úr Tækniþróunarsjóði RANNÍS til rannsókna á burnirót og möguleikum til ræktunar á henni hér á landi. Burnirót er víða komin á válista yfir plöntur í útrýmingarhættu vegna ásóknar í hana sem náttúrulyfs. Þóra segir að rannsóknin kallist Val og ræktun burnirótar sem hágæðavöru á markaði. „Í verkefninu stendur til að bera saman ólíka stofna burnirótar á Íslandi og er þá meðal annars horft til vistfræði, efnaframleiðslu, erfðafjölbreytni og skyldleika. Plöntur verða settar í tilraunaræktun í tvö ár til að bera saman vaxtarhraða og eiginleika ólíkra stofna og hvernig best er að fjölga plöntum í ræktun.“ Lokamarkmið verkefnisins er að gera ræktun og sölu burnirótar að raunhæfri aukabúgrein fyrir íslenska bændur sem geti leitt til þess að ný og verðmæt afurð komi á markaði sem íslensk fyrirtæki á snyrtivöru-, náttúrulyfja- og fæðubótarefnamarkaði geti nýtt sér. Einkynja arðstöngull Burnirót, burn eða blóðrót óx eða var ræktuð á þökum torfbæja hér á landi og notuð til lækninga. Það er einnig gömul trú að plantan komi í veg fyrir bruna. Rhodiola rosea, eins og plantan kallast á latínu, er fjölær jurt af helluhnoðraætt sem myndar þúfur og vex á norðurslóðum og til fjalla. Að sögn Þóru Ellenar vex burnirót innan landamæra 29 þjóðríkja á norðurhveli jarðar og í nánast þeim öllum hefur hún verið notuð til hefðbundinna lækninga. Notkun hennar er þekkt frá 1. öld eftir Krist. Í dag er hún notuð í húð- og hárvörur og plantan er markaðssett sem fæðubótarefni og jurtalyf af yfir 40 fyrirtækjum á alþjóðamarkaði en í aðeins örfáum tilfellum er framleiðslan studd birtum vísindarannsóknum. Á vef Náttúrufræðistofnunar segir að burnirót sé meðalhá planta, 10 til 30 sentímetrar með mörg og þykk blöð upp eftir stilknum. Blómin mörg saman á stöngulenda og blómgast í júní. Upp af gildum jarðstöngli vaxa hliðarstönglar sem eru 2 til 6 millimetrar að gildleika og þéttsetnir tungulaga blöðum. Blómin mörg saman í greinóttum skúf eða hálfsveip á stöngulendum, einkynja í sérbýli. Karlblómin eru gul en kvenblómin rauðleit. „Þarna er burnirótin í litlum hópi plantna en af um það bil 450 tegundum íslenskra blómplantna eru aðeins tíu með aðskilin kyn. Þá eru burnirótin og ættingjar hennar flagahnoðri, helluhnoðri og skriðuhnoðri einu innlendu plönturnar sem teljast til þykkblöðunga,“ segir Þóra Ellen. Vex helst í þurrum sendnum jarðvegi, allt frá láglendi og upp í 1000 metra hæð hér á landi. Burnirót á Íslandi vex þar sem hún fær frið fyrir beit og því aðallega í klettum og gljúfrum. Burnirót hefur einnig gengið undir nöfnunum greiðurót, höfuðrót, svæfla og munnsviðarót og vísa þessi nöfn í eiginleika jurtarinnar við notkun. Því var trúað að hún yki hárvöxt en til þess þurfti að bera burnirótarte í hár kvölds og morgna í nokkurn tíma. Að auki var holdsveikum ráðlagt á sínum tíma að nota burnirót sér til lækninga. Þóra Ellen segir að hún hafi sér til skemmtunar verið að reyna að rekja orðsifjar burnirótar. „Svo virðist sem burn eigi sér ekki neina samsvörun í skyldum málum og uppruni heitisins með öllu óljós. Í skandinavísku málunum er plantan kennd við rós, rósarót.“ Algengari fyrr á tímum Þóra Ellen segir að burnirót hafi áreiðanlega vaxið víðar hér á landi áður fyrr. „Plantan er mjög eftirsótt beitarjurt og hverfur þar sem sauðfjárbeit er stöðug. Hún er líka ein allra verðmætasta lækningaplantan í íslensku flórunni. Ég held að burnirót hafi eitthvað verið safnað hér á landi síðastliðinn áratug og hún virðist vera horfin á einum stað á miðhálendinu og ég tel líklegra að það sé vegna söfnunar. Burnirót er algjörlega horfin í Þúfuveri á innan við áratug og þess vegna finnst mér miklu líklegra að hún hafi verið grafin upp frekar en ofanjarðarhlutarnir bitnir. Ég hef séð hóp af fólki þarna með stóra poka að tína fjallagrös. Í nokkur ár voru seld íslensk burnirótarhylki en ég hef ekki séð þau á markaði nýlega.“ Samkvæmt því sem segir á vef Háskóla Íslands um rannsóknina fellur hún vel að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, ekki síst því sem víkur að hnignun líffræðilegar fjölbreytni og að tryggja sjálfbæra nýtingu vistkerfa. Rannsóknin er líka einstaklega hagnýt og segir Þóra að árlegt markaðsvirði afurða burnirótar hafi verið metið yfir 3,5 milljarða króna árið 2015 og að eftirspurn vaxi stöðugt og um 8% á ári. „Vegna þessa hefur ofnýting leitt til hnignunar burnirótarstofna,“ VINNUFATNAÐUR Úrval af vinnu- og regnfatnaði, stígvélum og öryggisskóm. Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna! isfell.is • sími 5200 500 Þekking og þjónusta Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í grasafræði við Háskóla Íslands. Mynd / ÞEÞ Undir Arnarfelli. Á Sauðlauksdalsfjalli milli Patreksfjarðar og Rauðasands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.