Bændablaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 31
31Bændablaðið | Fimmtudagur 21. júlí 2022
KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10
104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is
LOFTPRESSUR
Í HÆSTA GÆÐAFLOKKI
Gerðu kröfur - hafðu samband við Gunnar
í síma 590 5135 og kynntu þér þína möguleika.
Við bjóðum upp á allar stærðir
og gerðir af Ingersoll Rand loftpressum.
Mjög hjóðlátar og einfaldar í viðhaldi.
Bjóðum upp á þjónustusamninga og leggjum mikla áherslu
á að veita góða viðgerðar- og varahlutaþjónustu.
Scanice er komið í samstarf við fyrirtækið Lark, einn stærsta framleiðanda á stöðuhýsum og
öðru tilheyrandi. Við bjóðum upp á ýmsar útgáfur húsa til dæmis sérstakra húsa sem hönnuð
eru með ferðaþjónustu í huga. Möguleikarnir eru margir og flestar óskir hægt að uppfylla.
Heyrið í okkur!
Scanice
I n n f l u t t a f
www.scan ice . i s +354-8985469
Vallargata 1, 580 Siglufjörður · s. 898 5469 · info@scaniceexport.com · www.scanice.is
Par sem bæði eru uppalin í sveit og eru búin að fá nóg
af höfuðborgarlífinu, óska eftir að leigja jörð. Vegna
atvinnu væri ákjósanleg staðsetning Borgarbyggð,
Snæfellsnes eða nágrenni. Fleiri staðsetningar
skoðaðar með opnu hugarfari. Best væri ef um væri að
ræða leigu með forkaupsrétt. Við ábyrgjumst skilvísar
greiðslur og snyrtimennsku.
Við stundum tamningar, þjálfun og sölu á hrossum
sem áhugamál og aukavinnu. Húsakostur þarf að vera
til staðar fyrir búsetu og aðstaða sem mætti nýta fyrir
starfsemina eða aðstaða sem mætti aðlaga að henni.
Erum bæði í annarri vinnu sem hægt er að stunda í
fjarvinnu að hluta.
Áhugasamir sendi tölvupóst á tolthestur@gmail.com
Ég bjó sjálfur í Englandi og
Þýskalandi en kom heim í kringum
1963 og fór þá að taka til hendinni
hér í búðinni.“
Með hönd í bagga við húsnæði
Bændablaðsins, Hótel Sögu
„Þá var einmitt verið að leggja
lokahönd á Hótel Sögu, þar sem
Bændablaðið hefur aðsetur,“ heldur
Brynjólfur áfram – og verkefni mitt
um sumarið var að slípa speglana
sem voru settir upp á Grilli. Afi
minn bjó þá til og ég slípaði þá,
en þá var gler- og speglagerð
hérna á bak við. Við sköffuðum
alla speglana sem eru uppi á Grilli
en þeir voru afhentir um haustið
og þótti speglaveggurinn afar
tilkomumikill. Þetta var fínasti
veitingastaðurinn ...
Svo sköffuðum við korta-
skrárnar fyrir hótelherbergin á
Hótel Sögu þegar sú breyting varð
– með auknum ferðamannaiðnaði
þótti öruggara og þægilegra að
losna við gömlu lyklana en hafa
þess í stað rafræn kort sem ganga
að herbergjunum,“ segir Brynjólfur
og eru menn sammála um að
þjónustustig verslunarinnar hafi
alla tíð staðist kröfur tímans, þó
í grunninn sé búðin gamla góða
Brynja eins og starfsmenn hennar
komust að orði nýverið.
– Eins og sjá má á merki
verslunarinnar, lyklinum góða,
eru lykla- og lásasmíði eitt af
því sem eigendur hafa sérhæft
sig í. Brýningar hnífa, skæra,
hefiltanna og sporjárna fer þar
fram auk annars, þá kaldbrýning á
hverfissteini frá Tormek, sem er talin
í hæsta gæðaflokki þegar gerðar hafa
verið samanburðarprófanir á brýnslu
hjá erlendum fagaðilum.
Skiltagerð er einnig ein af
sérkennum verslunarinnar, en hjá
Brynju má fá skilti í miklu úrvali
úr plasti, áli eða messing, sem eru
svo heimsend til kaupenda. Einnig
útvega þeir emeleruð skilti frá
Þýskalandi sem gjarnan eru notuð
á hús eða til upplýsinga.
Hluti af speglum Grillsins sem setja mikinn svip á umhverfið, enda engu til
sparað hvort sem var á barborð eða veggi.
Á myndunum má sjá
að verslunin hefur lítið
sem ekkert breyst síðan
fyrir tæpum 100 árum,
nema örlítil yfirferð með
málningu og merkið gert
meira áberandi. Mynd / Fálkinn, 21.06.1930 - www.timarit.is
Aðstandendur verslunarinnar Brynju
hafa svo sannarlega verið Íslendingum
til staðar gegnum árin og eiga hrós skilið.