Bændablaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 37

Bændablaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 21. júlí 2022 | S t r ú k t ú r e h f | w w w . s t r u k t u r . i s | s t r u k t u r @ s t r u k t u r . i s | | B æ j a r f l ö t 9 | 1 1 2 R e y k j a v í k | S í m i : 5 8 8 6 6 4 0 | Límtré-Timbureiningar Stálgrind Yleiningar PIR Steinull Lífræn hreinsistöð • Fyrirferðalítil fullkomin sambyggð skolphreinsistöð • Uppfyllir ýtrustu kröfur um gæði hreinsunar • Engin rotþró eða siturlögn 25 ára ábyrgð • Tæming seyru á þriggja til fimm ára fresti • Engir hreyfanlegir hlutir • Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík Sími 517 2220 - petur@idnver.is G ra fik a 19 Líffræðileg fjölbreytni: Hagnaðardrifnar stjórnsýsluákvarðanir Yfir fimmtíu mælanlegar leiðir eru að því að meta umhverfið og þjónustu vistkerfa en aðferðir stefnumótunar stjórnvalda víða um heim nota eingöngu örfáar takmarkaðar aðferðir til þess arna. Innleiða þarf fleiri viðurkenndar aðferðir sem leggja grunn að stjórnsýsluákvörðunum um náttúruna. Það er niðurstaða risa- samantektar (e. Mega-review) frá milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni og þjónustu vistkerfa (IPBES). Stefnumótun lítur fram hjá mörgum veigamiklum atriðum sem skiptir máli þegar meta á náttúruna og nefnt er vægi náttúrunnar fyrir frumbyggjasamfélög. Sem dæmi, nefnir skýrslan, eru þarfir nærsamfélaga oft virtar að vettugi þegar ákvarðanir um vatnsaflsstíflur eru teknar og þarfir neytenda í þéttbýli settar fram fyrir, sem verður til þess að dreifbýl samfélög geta misst lífsviðurværi sitt og neyðst til að breyta lífsháttum sínum. Haft er eftir Anne Larigauderie vistfræðingi, sem stýrir IPBES, að sá misbrestur sem felst í því að meta umhverfi og þjónustu vistkerfa á takmarkaðan hátt hafi í för með sér langtíma samdrátt og neikvæð áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika. Geta náttúrunnar til að viðhalda sér hafi þannig minnkað verulega sl. 50 ár. Sterkar vísbendingar eru um rýrnun á líffræðilegum fjölbreytileika ef vistkerfi og náttúra eru metin á grundvelli markaðsafla. Mörg önnur gildi, jafnvel sönnunargögn, séu hundsuð í þágu skammtímahagnaðar og hagvaxtar að sögn Unai Pascual, hagfræðings sem einnig vann að skýrslunni. Þá skortir mikið á tengsl hags- munaaðila, vísindamanna og þeirra sem verða fyrir mestum áhrifum af stjórnsýsluákvörðunum. Flestar rannsóknir taka ekki til greina fjölmarga þætti sem hafa áhrif á umhverfið og jafnvel bæta það. Segir skýrslan að fáir vísindamenn ráðfæri sig við fólk sem býr og starfar á rannsóknarsvæðum þar sem líffræðilegur fjölbreytileiki sé mikill. Í aðeins 2% tilfella þeirra rannsókna, sem teknar voru í ítarskoðun, töldu það með í rannsókninni. Gert er ráð fyrir að matsskýrsla út frá samantektinni verði gefin út í heild sinni fyrir ráðstefnu þjóða sem eru aðilar að samningi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjöl- breytni, sem fer fram í Kanada í desember nk. að því er fram kemur í frétt Nature. /ghp Stefnumótun lítur fram hjá mörgum veigamiklum atriðum sem skipta máli þegar lagt er mat á náttúruna. Mynd / Sigmund Utk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.