Bændablaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 39

Bændablaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 39
39Bændablaðið | Fimmtudagur 21. júlí 2022 Altamira, framleiðslu tekíla í stórum stíl í Jalisco. 1758 fékk Spánverjinn Don José Antonio de Cuervo úthlutað miklu landi á svipuðum slóðum frá Ferdinand VI Spánarkonungi til að rækta Agave og framleiða tekíla. Sonur de Cuervo fékk sérstakt leyfi frá Carlosi IV Spánarkonungi til að framleiða drykkinn þrátt fyrir tímabundið bann á honum í tíð Carlosar III. Neysla á tekíla jókst mikið í sjálfstæðisstríði Mexíkó undan Spánverjum, 1910 til 1921, og er sagt að það hafi verið hluti af fastakosti hermanna beggja fylkinga. Uppreisnarmenn Mexíkóa litu á drykkinn sem karlmennsku-, þjóðar- og frelsistákn en hermenn Spánverja sturtuðu honum í sig til að sljóvga meðvitund sína og gleyma ömurlegum örlögum sínum fjarri heimalandinu. Upphaflega kallaðist tekíla mezcal de tequila og eingöngu selt í tunnum. Árið 1880 hóf Cuervo vínbrennslan að setja það á flöskur og selja í neytendaumbúðum. Framleiðandi Sauza Tequila, stofnað 1873, var fyrsta fyrirtækið til að flytja tekíla til Bandaríkjanna og árið 1893 ákvað stjórn þess að fella mezcal-hlutann úr heitinu fyrir Bandaríkjamarkað. Árið 1936 hóf fyrrverandi öldungadeildarþingmaður í Arizona- ríki í Bandaríkjum Norður-Ameríku að framleiða tekíla við lítinn fögnuð Mexíkómanna og árið 1974 tókst Mexíkó að tryggja sér heitið tekíla sem þjóðlegt hugverk. Eftirspurn eftir tekíla jóskt talsvert í Bandaríkjunum í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar vegna skorts á áfengi frá Evrópu. Í dag er áætlað að yfir eitt hundrað einingahús í Mexíkó framleiði rúmlega 900 afbrigði af tekíla. Mörg minni fyrirtækjanna eru í einkaeigu en allir stærri framleiðendur tekíla í dag eru í eigu stórra fjölþjóðlegra fyrirtækja. Magnið af því tekíla sem selt er á Bandaríkjamarkaði er flutt í tankbílum frá Mexíkó og tappað á flöskur í Kaliforníu, Arkansas, Missouri, og Kentucky og flutt þaðan út víða um heim. Framleiðsla og flokkun tekíla Tekíla er unnið úr safa og sykri Agave-plantna og helst A. tequilann 'Weber's Blue'. Til að plantan nái æskilegum þroska þarf hún að vaxa í átta til tíu ár og ræktunartíminn því langur. Upphaflega var safa til framleiðslunnar safnað með því að skera burt blómstöngulinn og gerja safann sem úr sárinu rann. Í dag er tekíla aðallega unnið úr stofni plöntunnar. Eftir að blöðin hafa verið skorin burt er stofninn hæghitaður í ofni í rúman sólarhring og safinn pressaður úr honum og látinn gerjast í tré- eða stáltunnu. Því næst er safinn eimaður einu sinn eða oftar til að auka hreinleika framleiðslunnar þrátt fyrir að sumir segi að endurtekin eimun dragi úr bragðgæðum tekílasins. Gróflega er tekíla skipt í tvo flokka. Í öðrum flokknum er tekíla sem er framleitt úr 51% sykri sem fenginn er úr A. tequilana 'Weber's Blue' og 49% annars konar sykri. Í hinum flokknum, sem jafnframt þykir fínni, er tekíla sem unnið er 100% úr sykri A. tequilann 'Weber's Blue' og verður því jafnframt að vera tappað á flöskur í Mexíkó. Báðum flokkum er skipt í undirflokka: Blanco o Plata, silfur, er tært óblandað tekíla sem hefur staðið í tunnum í minna en tvo mánuði. Joven o Oro, gull, tekíla sem hefur verið blandað með sykri, litar- og bragðefnum. Reposado er tekíla sem hefur staðið í tunnum í að lágmarki tvo mánuði og komist í samband við eik. Anejo hefur staðið í eikartunnu í að minnsta kosti eitt ár. Extra Anejo er tekíla sem hefur staðið í eikartunnu í að minnsta kosti þrjú ár. Fram til ársins 2004 leyfði tekílaráð Mexíkó ekki að drykkurinn væri bragðbættur með utanaðkomandi efnum, hvað þá að „tekíla“ með bragðefnum bæri heitið tekíla. Þessu var breytt 2005 að því undanskildu að ekki má bragðbæta tekíla sem unnið er úr 100% A. tequilana 'Weber's Blue' og kalla það tekíla. Liturinn á tekíla ræðst að mestu af því í hvers konar tunnum það hefur verið látið eldast. Í sumum tilfellum er aftur á móti bætt í það litarefnum til að ná fram ákveðnum litatón. Neysla Þjóðardrykkur Mexíkó er 40% sterkt tekíla og sagt er að hanastélsdrykkurinn margaríta hafi orðið til á bar í bænum Tijunna í þeim tilgangi að fá kvenkyns Ameríkana til að drekka tekíla. Þriðji sunnudagurinn í mars ár hvert er tekíladagurinn í Mexíkó og þar í landi er tekíla notað sem krydd með mat og til að skola niður góðri máltíð. Árið 2013 var bannið við innflutningi á tekíla unnu úr 100% A. tequilana 'Weber's Blue' aflétt í Kína í framhaldi af heimsókn Xi Jinping, forseta Kína, til Mexíkó og jókst sala þess mikið þar í kjölfarið. Dýrasta flaska af tekíla sem selst hefur til þessa fór fyrir 225 þúsund Bandaríkjadali, eða tæplega 31 milljón íslenskra króna, en auk innihaldsins er flaskan skreytt með tveimur kílóum af gulli og platínu. Tekíla á Íslandi Fyrsta greinin þar sem tekíla er nefnt á nafn samkvæmt tímarit.is er smáfrétt í Vísi 28. febrúar 1969 en þar segir að hinn góðkunni leikari John Wayne hafi slasast. „Hann datt á gólfið á veitingahúsi einu í Durango í Mexíkó og braut í sér tvö rif. Ekki er vitað hvernig á því stóð að hetjunni varð fótaskortur, eða hvort það var að kenna þjóðardrykk Mexíkóana, tekíla“ Á Íslandi er algengara að drekka tekíla sem skot og margir eflaust skellt einu eða fleiri slíkum í sig með salti og sítrónu og slammað síðan staupinu á hvolfi á barborðið, grett sig og gefið frá sér óhljóð. Margarítakokteill samanstendur af 60 millilítrum af tekíla og 30 millilítrum af appelsínu- eða límesafa og klaka og að sjálfsögðu saltrönd á þar tilgerðu margaríta- glasi. Tekíla sólarupprás er blanda af einum og hálfum hluta tekíla, hálfum hluta af grenadín sýrópi og sex hlutum af appelsínusafa en tekíka sólsetur af þremur sentílítrum af ljósu tekíla, einum og hálfum sentílítra af sítrónusafa og einni teskeið af grenadín sýrópi. Kæli- og frystiklefar í öllum stærðum og gerðum Margar gerðir af vélbúnaði fyrir kæli- og frystiklefa Mikið úrval af hillum Járnháls 2 - 110 Reykjavík Sími 440 - 1800 www.kaelitaekni.is Kælitækni er leiðandi í sölu og uppsetningu á kerfum með náttúrlegum kælimiðlum Tekíla er þjóðardrykkur Mexíkó. Mynd / Unsplash Sennilega féll leikarinn Jonh Wayne á gólfið á veitingahúsi einu í Durango í Mexíkó vegna stífrar tekíladrykkju og braut í sér tvö rifbein. Mynd / esquire.com Dýrasta flaska af tekíla sem selst hefur til þessa fór fyrir 225 þúsund Bandaríkjadali, eða tæplega 31 milljón íslenskra króna. Mynd / gourmetdemexico.com Tekíla var fyrst selt í flöskum árið 1873. Mynd / steinecker.com Stáltankar til að gerja tekíla. Mynd / paquitequila.com Gyðjan Mayahuel er verndari Agave plantna. Mynd / MiCorazonMexica.com Liturinn á tekíla ræðst að mestu af því í hvers konar tunnum það hefur verið látið eldast. Mynd / wine.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.