Bændablaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. júlí 2022 HAGTÖLUR LANDBÚNAÐARINS Heimsmarkaðsverð á áburði lækkar – Mikil óvissa á mörkuðum Verð á köfnunarefnisáburði hefur lækkað lítillega síðustu vikurnar samhliða lækkun orkukostnaðar og samdráttar í eftirspurn, sem er vanalegt á þessum tíma árs. Mikil óvissa er á mörkuðum og þá sérstaklega tengt því hvort settar verði takmarkanir á útflutning áburðar frá Rússlandi og Úkraínu. Afhending Rússa á gasi mun hafa afgerandi áhrif á orkuverð í Evrópu á komandi mánuðum og þar með kostnaði við áburðarframleiðslu. Vegna hækkunar orkuverðs hefur verið dregið talsvert úr framleiðslu köfnunarefnis í Evrópu og jafnvel verksmiðjum lokað. Ekki er ljóst hvenær eða hvort framleiðsla ná fyrri getu sem skapa óvissu um framboð og verð á næsta ári. Ekki hafa orðið miklar verðbreytingar á fosfór og kalí á mörkuðum síðustu vikurnar. Þróun næstu misserin mun ráðast af því hvort Rússland og Hvíta-Rússland fái að flytja út sína framleiðslu. Gífurleg hækkun á framleiðslu­ kostnaði landbúnaðarvara Í flestum okkar nágrannalöndum er mánaðarlega gefin út vísitala yfir framleiðslukostnað landbúnaðarvara. Slík vísitala er samsett úr fjölda kostnaðarliða, svo sem áburði, fóðri, olíu og ýmsum öðrum rekstrarvörum. Síðustu 12 mánuði hefur vísitala framleiðsluverðs landbúnaðarvara hækkað gífurlega, eða um 30-40%. Í apríl var 12 mánaða hækkun vísitölu framleiðslukostnaðar landbúnaðarvara í Bretlandi um 30% á meðan almenn verðbólga þar í landi var um 9%. Sambærileg gögn á Írlandi gefa til kynna mun meiri hækkun, eða 41%. Gert er ráð fyrir því að vísitalan haldi áfram að hækka fram eftir ári en þó verði vöxturinn mun minni en verið hefur síðustu misserin. Verðhjöðnun á hrávörumörkuðum Síðustu vikurnar hefur heimsmarkaðsverð á hveiti lækkað nokkuð. Í júlí voru viðskipti með hveiti á markaðnum í Chicago komin niður undir það verð sem var fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Framboð hefur verið að styrkjast sem leiðir til lægra verðs. Vonir eru bundnar við að samkomulag náist milli Úkraínu og Rússlands um að hefja aftur útflutning á hveiti frá hafnarborgum í Svartahafi. Verð á soja fer einnig lækkandi, einkum vegna þess að þar er gert ráð fyrir því að eftirspurn dragist saman og síðan eru uppskeruhorfur góðar í Bandaríkjunum og öðrum mikilvægum framleiðslusvæðum. Nokkur óvissa ríkir á mörkuðum með maís. Líklegt er að hitabylgja í Evrópu dragi úr uppskeru. Það mun einnig skipta máli hvort samkomulag náist milli Rússlands og Úkraínu um útflutning á kornvörum, þar sem bæði lönd hafa talsverða markaðshlutdeild í heimsviðskiptum með maís. 0 50 100 150 200 Ja n Fe b M ar Ap r M aí Jú n Jú l Ág ú Se p O kt N óv De s Ja n Fe b M ar Ap r M aí Jú n 2021 2022 Heimsmarkaðsverð á fóðurhráefnum Hveiti Maís Soja Hveiti + 56% Hveiti + 56% Soja + 12% 0 100 200 300 400 Ja n Fe b M ar Ap r M aí Jú n Jú l Ág ú Se p O kt N óv De s Ja n Fe b M ar Ap r M aí Jú n 2021 2022 Heimsmarkaðsverð á áburði N (Urea) Fosfór Kalí K + 177% P +34% N + 56% Breyting yfir 12 mánaða tímabilBreyting yfir 12 mánaða tímabil 80 90 100 110 120 130 140 150 160 Ja n Fe b M ar Ap r M aí Jú n Jú l Ág ú Se p O kt N óv De s Ja n Fe b M ar Ap r M aí 2021 2022 Vísitala framleiðsluverðs landbúnaðarvara Írland Bretland
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.