Bændablaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. júlí 2022 Dagur íslenska fjárhundsins haldinn hátíðlegur – „Fjárhundurinn er þjóðarhundur Íslendinga,“ segir Sóley Ragna Ragnarsdóttir Mikill áhugi er á íslenska fjárhundinum og ræktun hans enda fjölgar þeim stöðugt í landinu. Ekki eru nema um 70 ár síðan tegundin var í útrýmingarhættu. „Á fyrri hluta 20. aldar fækkaði hundum ört á Íslandi en það var bein afleiðing hundabannsins, sem sett var á 1924. Enn frekar hafði aukinn innflutningur annarra tegunda áhrif á stofnstærð íslenska fjárhundsins, en um 1960 var nánast hvergi að sjá þessa vinalegu hunda, með uppréttu eyrun og hringaða skottið. Með mikilli vinnu, skipulagi og alúð tókst góðum hópi af fólki að finna tegundatýpíska hunda um allt land og byggja upp stofn af fallegum, kynsterkum íslenskum fjárhundum,“ segir Sóley Ragna Ragnarsdóttir, sem er í forsvari fyrir vinnuhóp dags íslenska fjárhundsins, sem er 18. júlí ár hvert. Hún er líka eigandi slíks hunds og hefur gert mikið af því að taka ljósmyndir af tegundinni. Þúsund hundar í landinu Sóley segir að öflugir ræktendur og unnendur tegundarinnar hafi tekið við keflinu og í dag er stofn íslenska fjárhundsins ört vaxandi. Það eru um 80 ræktendur innan Hundaræktarfélags Íslands að rækta íslenska fjárhunda og talið er að um 1.000 hundar séu á landinu í dag. „Íslenski fjárhundurinn er eini þjóðarhundur Íslands og þrátt fyrir að svipa töluvert til skyldra hundategunda á Norðurlöndum býr tegundin yfir ýmsum eiginleikum sem greinir íslenska fjárhundinn frá öðrum tegundum. Sambland af miklu vinnueðli, sjálfstæði og ljúfu geðslagi gera íslenska fjárhundinn að frábærum vinnu- og heimilishundi. Eitt af einkennum tegundarinnar er þéttur, veðurþolinn feldur sem gerir þeim kleift að þrífast vel í öllum veðrum og vindum,“ segir Sóley. Mikið af hundum erlendis Að sögn Sóleyjar hefur íslenski fjárhundurinn verið nokkuð eftir- sóttur erlendis. Til séu heimildir frá 15. öld um að enskar hefðarkonur og bændur hafi sóst eftir íslenskum fjárhundum og keypt þá dýrum dómum. „Undanfarin 20-30 ár hefur áhuginn á tegundinni erlendis aukist til muna, þá sérstaklega í Svíþjóð og Danmörku en einnig víðar í Evrópu og í Ameríku,“ segir Sóley aðspurð hvort hundategundin sé mikið hjá fólki sem býr erlendis. Hún segir enn fremur að sjarmi og fegurð íslenska fjárhundsins sé óumdeild og hefur ásamt áhugaverðri sögu tegundarinnar, kveikt áhuga fólks um allan heim á dásamlega þjóðarhundi okkar Íslendinga. Íslenski fjárhundurinn á 18. júlí Dagur íslenska fjárhundsins var haldinn hátíðlegur í sjöunda sinn 18. júlí síðastliðinn, en tilgangur dagsins er að vekja athygli á honum. Unnendur íslenska fjárhundsins hittust um allan heim með hundana sína og nutu dagsins. Til að mynda voru skipulagðir viðburðir í Árbæjarsafni og í Glaumbæ þar sem gestir og gangandi gátu fræðst um íslenska fjárhundinn og sögu tegundarinnar. Á Þingvöllum, Selfossi og meira að segja í Svíþjóð og Danmörku voru skipulagðar göngur þar sem íslenskir fjárhundar stálu senunni og stoltir eigendur vöktu mikla lukku. Saga tegundarinnar Dagur Íslenska fjárhundsins verður að sjálfsögðu haldinn aftur að ári, þann 18. júlí 2023. Þema dagsins þá verður saga tegundarinnar og óskar vinnuhópur dagsins eftir myndum af íslenskum fjárhundum. „Við hvetjum því alla til að fara í gegnum myndaalbúmin sín, kíkja í gömlu kassana í geymslunni og rýna í myndirnar sem hanga upp á vegg hjá ömmu og afa. Ef þú kemur auga á fallega mynd af íslenskum fjárhundi sem var fæddur fyrir árið 2003 má endilega senda hana á netfangið difdagur@ gmail.com,“ segir Sóley. / MHH Frá landnámi hefur íslenski fjárhundurinn reynst bændum mjög vel við rekstur og smölun á kindum og öðrum búfénaði og lengi vel bjuggu þeir nánast eingöngu í sveitum landsins. Í dag eru um eitt þúsund íslenskir fjárhundar á Íslandi og fer þeim alltaf fjölgandi. Sóley Ragna hvetur alla til að kynna sér okkar frábæra þjóðarhund enda trygglyndir, vinnusamir fjölskylduhundar, sem þjóðin má vera stolt af. LÍF&STARF Sóley Ragna Ragnarsdóttir með hundinn sinn, Dranga Kappa Keisara. Myndir / Sóley Ragna Íslenskir bændur og íslenski fjárhundurinn hafa átt einstakt samband frá landnámi, enda mikið um hundakynið í sveitum landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.