Bændablaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. júlí 2022 Nýverið var haldið Landsmót hestamanna í 24. sinn, en það er einn stærsti íþróttaviðburður landsins. Hefur mótið verið haldið á fjögurra ára fresti síðan 1950, þegar fyrsta Landsmótið var haldið á Þingvöllum, en þar voru sýnd yfir hundrað hross, gæðingar, kynbóta- og kappreiðahross. Mikill fjöldi gesta sækja mótið hvaðanæva af landinu og þetta fyrsta ár mættu í kringum 10.000 gestir sem þótti gífurleg aðsókn. Það met var þó slegið árið 2008, er fjöldinn fór upp í 14.000. Nú í ár litaði rigning og hvassviðri mótið að nokkru leyti en þó var þétt setið í brekkunni á félagssvæði hestamannafélagsins Geysis á Rangárbökkum. Gestir létu þó veðurfarið ekki á sig fá heldur nutu mótsins eftir bestu getu á meðan yngsta kynslóðin öslaði um í pollunum. /SP HRINGINN Í KRINGUM LANDIÐ Austurland & Austfirðir 21.-24. júlí Franskir dagar - Bæjarhátíð á Fáskrúðsfirði 23. júlí Tónlistarhátíðin Bræðslan 24. júlí Flug & Fákar á Egilsstaðaflugvelli milli kl. 12.-16, boðið er upp á að skoða bæði fornbíla og flugvélar 29. júlí-1. ág. Verslunarmannahelgin Neistaflug - Fjölskylduhátíð í Neskaupstað, markaður, strandblaksmót, flugeldar o.fl. 12.-14. ág. Flugeldasýning Jökulsárlóni Norðurland & Norðausturland 22.-24. júlí Mærudagar Húsavíkur 23. júlí Fjölskylduhátíðin Trilludagar á Siglufirði, útsýnis- siglingar, trilluball og markaðir 29. júlí-1. ág. Síldarævintýri á Siglufirði - fjölskylduhátíð 29. júlí-1. ág. Ein með öllu og Íslensku sumarleikarnir á Akureyri 29. júlí-1. ág. Berjadagar, árleg tónlistarhátíð í Ólafsfirði 26. -28. ág. Akureyrarvaka – Menningarhátíð Akureyrar Reykjanes, Suðurland, Suðaustur- & Suðvesturland 28. júlí-1. ág. Flúðir um Versló - Bæjarhátíð á Flúðum 29. júlí-1. ág. Tónlistarhátíðin Innipúkinn í Reykjavík 29. júlí-1. ág. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum 29. júlí-1. ág. Unglingalandsmót UMFÍ - vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð þar sem börn og ungmenni á aldrinum 11-18 ára reyna með sér í fjölmörgum íþróttagreinum 29. júlí-1. ág. Kotmót Hvítasunnukirkjunnar, kristilegt fjölskyldumót að Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð 2.- 6. ág. Hamingjan við hafið - Fjölskylduhátíð í Þorlákshöfn 4.- 7. ág. Sumar á Selfossi - Bæjarhátíð á Selfossi 6. ág. Grímsævintýri, fjölskylduhátíð í Borg í Grímsnesi 2.- 7. ág. Hátíðin Hinsegin dagar eru í Reykjavík 6. ág. Gleðigangan, hápunktur Hinsegin daga fer fram 12.-14. ág. Töðugjöld - Bæjarhátíð á Hellu á Rangárvöllum 12.-14. ág. Blómstrandi dagar - Bæjarhátíð í Hveragerði 12.-14. ág. Bæjarhátíðin Fjölskyldudagar í Vogum 20. ág. Menningarnótt í Reykjavík - tónleikar, skemmtanir flugeldasýning o.fl. 22.-28. ág. Bæjarhátíð í Suðurnesjabæ 26. -28. ág. Í túninu heima – Bæjarhátíð Mosfellsbæjar 26. -28. ág. Kjötsúpuhátíðin á Hvolsvelli Vesturland, Norðvesturland & Vestfirðir 20.-24. júlí Eldur í Húnaþingi - Bæjarhátíð á Hvammstanga 22.-24 júlí Reykholtshátíðin - Tónlistarhátíð sem leggur áherslu á klassíska tónlist frá 18. og 19. öld. 29. júlí-1 ág. Norðanpönk í Laugarbakka Vestur-Húnavatnssýslu 29. júlí-1 ág. Sæludagar KFUK&KFUM - vímulaus hátíð við Eyrarvatn 4-6 ág. Act Alone – árleg leiklistarhátíð á Suðureyri. Á döfinni í júlí & ágúst (Svo er nú sjálfsagt eitthvað sem hefur ekki komist á lista, en hér að ofanverðu er ýmislegt upptalið sem má skemmta sér við.) Á Landsmóti var nokkuð um að fyrirtæki kynntu vörur sínar og var Elmar Guðlaugsson einn þeirra. „Sixpensarar eru afar vinsælir þessa dagana, eiginlega vegna Peaky Blinders þáttanna sem hafa verið að slá í gegn – fólk hefur verið að falla fyrir þeim þar,“ segir Elmar, hjá fyrirtækinu sixpensarar.is. „ Auk þess eru sixpensarar mjög þægileg höfuðföt að bera. Þeir eru til í mismunandi stærðum og gerðum hjá okkur og því er málið að finna hvað passar hverjum og einum. Hattarnir að sama skapi, sem er hægt að fá vatnshelda og eru akkúrat að verða uppseldir hjá mér núna. Þetta eru ítalskar vörur sem henta svona vel fyrir íslenskar aðstæður – og fólk hefur verið að skipta þessu út fyrir húfurnar, enda mjög kúl. Svo eru til sixpensarar á krakkana líka í ýmsum litum þannig að öll fjöl- skyldan getur verið í þessu, enda unisex, bæði hattar og sixpensarar,“ segir Elmar og glottir. „Annars, eins og áður sagði, eru sixpensararnir gríðarlega vinsælir og verða komnir víða núna eftir Landsmótið.“ /SP Ítalskar vörur sem henta íslenskum aðstæðum Elmar Guðlaugsson. Sixpensararar þykja afar móðins þessa dagana. Kvenfélagið Hringurinn seldi gestum Landsmóts handprjónaðar ullarvörur í bílförmum. Allur ágóði sölunnar rann beint til Barnaspítala Hringsins. Hringurinn er kvenfélag, stofnað árið 1904. Félagið hefur að markmiði að vinna að líknar- og mannúðarmálum, sérstaklega í þágu barna. Þétt var setið í brekkunni en þröngt mega sáttir sitja. Þórir Haraldsson, forstjóri Líflands, Sveinbjörn Eyjólfsson hjá Nautastöðinni og Örn Bergsson, kenndur við Hof í Öræfum, voru hressir á kantinum. Starfsmenn Ráðgjafarmiðstöðvar land- búnaðarins stóðu vaktina í markaðstjaldinu. Gott getur verið að ræða málin í rigningunni. Ungviðið lét ekki rigninguna á sig fá heldur stappaði sem fastast í pollunum. Dagarnir 3. júlí–10. júlí 2022: Mannlíf á Landsmóti Sumir voru betur búnir en aðrir fyrir votviðrið á Rangárbökkum. Tómlegt var á veitinga- svæðinu er mesta votviðrið geisaði og fólk mishresst sem átti leið þar um. Besti vinur mannsins var sjaldnast langt undan. Reynir Þór Jónsson og Friðrik Már Sigurðarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.