Fréttablaðið - 22.10.2022, Page 2
Ég veit um eina sem
var að skila þrettánda
parinu og önnur
fimmta parinu í Vest-
mannaeyjum.
Heiðrún Hauksdóttir, einn af
skipuleggjendum verkefnisins
Hjúkrunarfræðingar útskrifast
Brautskráning fór fram í gær af nýrri braut innan Háskóla Íslands, Hjúkrunarfræði fyrir fólk með annað háskólapróf. Um er að ræða sex missera nám í hjúkr-
unarfræði fyrir þau sem hafa lokið öðru háskólanámi. Þetta var í fyrsta skipti sem útskrifað var frá brautinni og rektor Háskóla Íslands talaði um tímamót í
sögu háskólans. Athöfnin fór fram í hátíðarsal skólans og var hátíðleg og skemmtileg en meðal annars var boðið upp á tónlistaratriði. MYND/KRISTINN INGVARSSON
hoddi@frettabladid.is
FÓTBOLTI Heimsmeistaramótið í
knattspyrnu karla fer af stað í Katar
eftir 29 daga en mótið er einstakt
fyrir margar sakir. RÚV er með
sýningarétt mótsins hér á landi
og verður einvalalið sérfræðinga
á sjónvarpsskjáum landsmanna í
kringum mótið.
Hjá RÚV verður Heimir Hall-
grímsson eitt af stóru andlitunum í
teymi sérfræðinga, hann mun dvelja
í Katar ásamt fréttamanni RÚV
hluta af mótinu. Heimir þekkir vel
til í Katar eftir að hafa starfað þar
sem þjálfari. Heimir var á dögunum
ráðinn landsliðsþjálfari Jamaíku.
Margrét Lára Viðarsdóttir og
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir,
fyrrverandi landsliðskonur, verða í
hópi sérfræðinga en þar verða einn-
ig Arnar Gunnlaugsson, þjálfari
bikarmeistara Víkings, og Ólafur
Kristjánsson, yfirmaður knatt-
spyrnumála hjá Breiðabliki.
Mótið hefst 20. nóvember og
lýkur 18. desember. Um er að ræða
fyrsta Heimsmeistaramótið sem
ekki fer fram að sumri, þegar Katar
fékk mótið á nokkuð umdeildan
hátt var planið að mótið færi fram
að sumri. Það varð hins vegar fljótt
ljóst að kappleikir í hitanum í Katar
að sumri yrðu ekki að veruleika. n
HM-teymið í Efstaleiti klárt í slaginn
Heimir þekkir
hverja þúfu í
Doha og verður
í stóru hlut-
verki hjá RÚV.
FRÉTTABLAÐIÐ/
EYÞÓR
benediktboas@frettabladid.is
LEIKSKÓLI Enn vantar 83 stöðugildi
á leikskólana í Reykjavík. Það sem af
er hausti hefur verið nokkur starfs-
mannavelta í leikskólunum og starfs-
fólk stoppar stutt við. Skýrir það
að hluta af hverju mönnun hefur í
heildina lítið breyst undanfarnar
vikur. Þetta kom fram í minnis-
blaði Helga Grímssonar, sviðsstjóra
skóla- og frístundasviðs borgarinnar,
á borgarráðsfundi á fimmtudag.
Meirihlutinn benti á í bókun
sinni að staðan á vinnumarkaði sé
með þeim hætti að erfiðara reyn-
ist að ráða fólk inn á leikskólana.
Fulltrúar Sjálfstæðisf lokks lýstu
áhyggjum af mönnunarvandanum
og bentu á að erfitt verði að leysa
leikskólavandann ef ekki verður
tekið á mönnunarvandanum.
Flokkur fólksins rifjaði upp tillögu
sem gæti hjálpað. „Sú tillaga laut að
því að ráða eldra fólk sem það vill og
getur, fólk yfir sjötugu til að vinna
í leikskólum. Í þeim aldurshópi er
mikill mannauður,“ segir í bókun
flokksins. n
Stoppað stutt í
leikskólum
Fólk stoppar stutt sem ræður sig inn
á leikskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Síðasta mánuðinn hafa sjálf-
boðaliðar prjónað þúsundir
sokka fyrir úkraínska her-
menn. Enn er hægt að taka
þátt.
lovisa@frettabladid.is
SAMFÉLAGSMÁL Sjálfboðaliðar víða
um land hafa frá því í september
prjónað þúsundir ullarsokka sem
eiga að fara í byrjun næsta mánaðar
til Úkraínu.
Verkefnið kallast Sendum hlýju
og er nú að hefjast síðasta vika þess.
Heiðrún Hauksdóttir er ein þeirra
sem hefur komið að skipulagningu
og að því að prjóna og segir þátttök-
una hafa verið frábæra, en að enn sé
hægt að taka þátt.
Heiðrún segir að hún hafi um
langa hríð sinnt sjálfboðastarfi auk
þess sem hún hefur alltaf haft áhuga
á alþjóðasamskiptum og það hafi
verið hvatinn að hennar þátttöku.
„Ég hef verið í ýmsum verkefnum og
sent hjálpargögn í gegnum Pólland í
samskiptum við pólska aðila,“ segir
Heiðrún og að þar megi nefna sund-
föt, heimilistæki og ýmislegt annað
sem Íslendingar hafa verið tilbúnir
til að gefa.
„Að gefa ullarsokka er eitthvað
sem við öll getum tekið þátt í. Sama
hvort það er að prjóna eða gefa sokka
sem maður fékk einhvern tímann
að gjöf. Sumir jafnvel kaupa sokka
og lauma í kassann. Það kemur allt
að gagni,“ segir Heiðrún en kass-
arnir eru staðsettir í verslunum N1,
Nettó, Krónunnar og Samkaupa og
verða þar út næstu viku.
„Það er svo dásamlegt að sjá
hversu mikill áhuginn er. Ég veit
um eina sem var að skila þrettánda
parinu og önnur fimmta parinu í
Vestmannaeyjum.“
Sokkarnir eru ætlaðir úkraínsk-
um hermönnum. „Á austurvíg-
stöðvunum getur verið verulega
kalt. Miklu kaldara en við þekkjum
og þá skiptir máli að þeir séu með
góða sokka í skónum en ekki síður
þegar þeir sofa. Kal og drep eru
alvarleg vandamál,“ segir Heiðrún
en stefnt er að því að tæma alla
kassana 31. október og senda svo út
í gámi.
Enn er hægt að taka þátt en á
heimasíðu verkefnisins, sendum-
hlyju.is, er að finna uppskriftir að
sokkum og leiðbeiningar um hvern-
ig á að prjóna þá. Auk þess er þar að
finna upplýsingar um alla móttöku-
staði um allt land. n
Íslenskir ullarsokkar á leið
til Úkraínu í þúsundatali
Hugrún Hauksdóttir og Nijole Sambariene eru meðal þeirra sem safnað
hafa sokkunum sem ætlaðir eru úkraínskum hermönnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
2 Fréttir 22. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ