Fréttablaðið - 22.10.2022, Síða 4

Fréttablaðið - 22.10.2022, Síða 4
45 þúsund raftækjum skiluðu Íslendingar til endurvinnslu á ára- bilinu 2019 til 2022. 44 dagar liðu frá því að Liz Truss tók við emb- ætti forsætisráðherra Bretlands þar til hún sagði af sér. 124 skemmti- ferðaskip hafa verið bókuð til Vestmanna- eyja á næsta ári. ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300 OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16 JEEP® COMPASS TRAILHAWK 4XE ALVÖRU JEPPI – ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF JEEP.IS PLUG-IN HYBRID ÓMISSANDI HLUTI AF FJÖLSKYLDUNNI EIGUM BÍLA TIL AFHENDINGAR STRAX! n Tölur vikunnar Sauli Niinistö forseti Finnlands heimsótti Ísland ásamt eiginkonu sinni, Jenni Hau- kio. Forsetahjón- in heimsóttu Bessastaði þar sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid tóku vel á móti þeim. Á blaðamannafundi sagði Niinistö að ekki kæmi til greina að aðskilja umsóknir Svíþjóðar og Finnlands um aðild að NATO. Natasha S. ljóðskáld hlaut Bók- menntaverð- laun Tómasar Guðmundssonar fyrir handrit bókarinnar Máltaka á stríðstímum sem kom út sam- hliða afhendingunni á vegum Unu útgáfuhúss. Þetta er í fyrsta sinn sem rithöfundur af erlendum uppruna hlýtur bókmenntaverð- launin. Ólafur Ragnar Sigurðsson Eyjamaður og fyrrverandi lögreglumaður betur þekktur sem Óli á Stapa, hélt útgáfuhóf vegna fyrstu bókar sinnar, Undir gjallregni, í Pennanum Eymundsson á Skóla- vörðustíg fimmtudag. Í bókinni segir Óli frá reynslu sinni af eldgosinu á Heimaey þegar hann var nýbyrjaður sem lögreglu- þjónn í Vestmannaeyjum. Annað útgáfuhóf verður í Eldheimum í Vestmannaeyjum á sunnudaginn á milli klukkan 17-19. n n Þrjú í fréttum 15 ríki voru fjarverandi á fjórða degi ráðstefnu Alþjóðahvalveiðiráðs- ins, þar á meðal Ísland. 618 börn tólf mánaða eða eldri bíða eftir leikskóla- plássi í Reykjavík. Á bilinu 22 til 30 prósent plastumbúða eru endurunnin á hverju ári sem er eitt versta hlutfall Evrópu. Staðan í flestum öðrum efnisflokkum er lítið skárri. Sérfræðingur Umhverfisstofnunar vonast til að ný lög breyti stöðunni. kristinnhaukur@frettabladid.is UMHVERFISMÁL Endur v innsla umbúða hér á landi er einhver sú versta í álfunni. Samkvæmt nýj- ustu tölum er um helmingur allra umbúða hérlendis endurunninn og aðeins um 30 prósent plastumbúða. Afgangurinn er að öllum líkindum urðaður eða fluttur út til brennslu með almennum úrgangi. „Því miður lenda umbúðir enn þá of mikið í almennum úrgangi hjá okkur. Flokkunin mætti vera betri,“ segir Hugrún Geirsdóttir, sérfræðingur í teymi hringrásarhag- kerfisins hjá Umhverfisstofnun. Þá hefur verið greint frá því að úrgang- ur sem sendur var til endurvinnslu í Svíþjóð gerði það ekki. „Svo virðist sem endurvinnsluaðilar séu ekki að skila öllum umbúðum til endur- vinnslu,“ segir hún. Árið 2020 voru 30,8 prósent plastumbúða endurunnin, en hlut- fallið hefur verið á svipuðu róli undanfarinn áratug, frá 22 upp í 30 prósent. Þetta er eitt versta hlutfall í Evrópu þar sem meðaltalið hefur verið rúmlega 40 prósent. Í ein- staka löndum hafa allt að 70 prósent plastumbúða verið endurunnin. Staðan er mjög misjöfn eftir efnisflokkum. Til að mynda gengur Íslendingum vel að endurvinna álumbúðir en eru aftarlega á mer- inni þegar kemur að endurvinnslu annarra málma og timburs sem dæmi. Gler hefur verið endurnýtt í landmótun og vegagerð en stefnt er Íslendingar eru aftarlega á merinni hvað varðar endurvinnslu umbúða Meirihluti plast- umbúða hafnar í almennu sorpi. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR. 100% 80% 60% 40% 20% Pl as t Ti m bu r M ál m ar Al la r um bú ði r Endurvinnsluhlutfall af umbúðum árið 2019 n Ísland n Evrópa að því að gera betur í endurvinnslu þess. Heilt yfir standa Íslendingar sig afar illa í endurnýtingu umbúða og sem dæmi voru árið 2019 aðeins þrjár þjóðir í álfunni sem stóðu sig verr, Ungverjaland, Rúmenía og Malta. Ísland endurvann þá 47 prósent umbúða á meðan meðaltal álfunnar var 64 prósent og í Hollandi og Belgíu var hlutfallið í kringum 80 prósent. „Við vitum ekki hvað verður um 70 prósent plastumbúða en getum gefið okkur að þau fari í almennan úrgang,“ segir Hugrún. „Að einhverju leyti er almennt sorp flutt úr landi og selt í brennslu en hitt er urðað. Því miður er þetta staðan eins og hún er þegar mögulegt er að endurvinna plast mörgum sinnum.“ Þrátt fyrir að staðan sé slæm hafa íslensk stjórnvöld háleit markmið um bætingu. Til dæmis er mark- miðið að 50 prósent allra plastum- búða verði endurunnin árið 2025. Ný hringrásarlög taka gildi um áramót þar sem aukin áhersla er á flokkun, bæði hjá heimilum og lög- aðilum. Skylda verður að sérsafna í að minnsta kosti sjö f lokka, f leiri umbúðir munu bera úrvinnslugjald og merkingar á flokkunartunnum verða samræmdar. Þá verður dýrara fyrir fyrirtæki að pakka vörum í plastumbúðir sem erfiðara er að endurvinna og stefnt er að því að minnka magn umbúða. Hugrún býst ekki endilega við því að árangurinn af nýju lögunum komi fram strax á næsta ári. En svo hækki hlutfallið vonandi því ýmis- legt í hringrásarlögunum styðji við að hægt sé að ná markmiðinu. Að sjálfsögðu byggi þetta á því að sam- félagið taki sig á og komi úrgangi í rétta farvegi. „Við getum ekki gert neitt annað en að vera bjartsýn,“ segir Hugrún. n 4 Fréttir 22. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.