Fréttablaðið - 22.10.2022, Side 12

Fréttablaðið - 22.10.2022, Side 12
Það hreyfði við mér að sjá fólkið á götunum í Kænugarði fagna þegar Evrópu- sambandið veitti Úkraínu stöðu umsóknar- ríkis. Varaforseti framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins er staddur á Íslandi. Hann er þakklátur Íslendingum fyrir stuðning og staðfestu með Úkraínu. EES-samstarfið sé farsælt og verði vonandi langlíft. Maroš Šefčovič, varaforseti fram- k væmdast jór nar Ev rópu sam- bandsins, er í opinberri heimsókn á Íslandi. Hann telur Evrópusam- bandið standa frammi fyrir sinni mestu krísu frá upphafi og að sam- staða Evrópufjölskyldunnar skipti miklu máli. Ísland spili stóra rullu. „Fjármálak reppan var mjög dramatísk og Covid-faraldurinn var tegund af krísu sem okkar kyn- slóðir höfðu aldrei tekist á við. En þetta stríð er erfiðara,“ segir Maroš eftir heimsókn sína á Bessastaði þar sem hann ræddi við Guðna Th. Jóhannesson forseta. Maroš hefur einnig fundað með ráðherrum, heimsótt Alþingi og til- raunastöð Carbfix á Hellisheiði. Þá tók hann þátt í málþingi í Háskóla Íslands um EES-samstarfið með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfa- dóttur utanríkisráðherra og full- trúum viðskiptalífs og mennta- mála. Hætta að kaupa af Rússum Orkumál eru ofarlega í huga enda stendur Evrópa, og allur heim- urinn, frammi fyrir gríðarlegri orkukreppu vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu. Maroš hefur mikla reynslu úr þessum málaf lokki en hann var varaforseti orkumála Evrópusambandsins í fimm ár, árin 2014 til 2019. „Við sjáum að Rússar eru aug- ljóslega að nota orku sem vopn. Meðal annars með því að hagræða verðinu á mörkuðum,“ segir Maroš. Hann segir að veturinn verði vissu- lega mikil áskorun en á leiðtoga- fundi Evrópusambandsins í gær hafi komið fram að tryggt yrði að bæði heimilin og atvinnulíf ið fengju nægjanlegt gas. Birgðirnar fyrir veturinn séu 95 prósent fullar. „Samstaðan skiptir mestu máli og við munum tryggja að öll aðild- arlöndin fái nægt gas, sama hvar í álfunni þau eru,“ segir Maroš. Vandinn sé hins vegar hvernig hægt sé að halda verðinu á gasi niðri og framkvæmdastjórnin muni koma fram með tillögur þess efnis á næstu dögum. Meðal þess sem rætt er um að gera er verðþak á gas. Þar skipti stærðin máli því Evrópusam- bandið er stærsti einstaki kaupandi gass á heimsmarkaði. Maroš segir líklegt að Rússar hætti alfarið að kaupa orku frá Rússum og mikið hafi dregið úr þeim nú þegar. Á stuttum tíma minnkaði hlutfall rússneskrar orku í Evrópusambandslöndum úr rúmlega 40 prósentum í 8. Í staðinn hafa orkukaupin orðið dreifðari. „Við munum standa með Úkra- ínu allt til enda,“ segir Maroš. „Úkraína er lýðræðisríki sem deilir gildum okkar og verður að sigrast á grimmu hervaldi sem brotið hefur alþjóðalög.“ Innan Evrópusambandsins sé verið að ræða frekari aðgerðir til þess að hjálpa Úkraínu, það er, nákvæm skref um hvernig eigi að byggja landið upp að nýju. Sam- komulag hafi verið gert við Úkra- ínustjórn um hvernig sú aðstoð sem berst verður nýtt, ekki aðeins frá Evrópusambandinu heldur öllum heiminum. Verður sérfræði- þekking Evrópusambandsins nýtt til þess að fjármagnið nýtist sem best, til að byggja upp innviði og fjárfesta í hlutum sem líklegir eru til að skapa sem mesta farsæld fyrir landið til framtíðar. Krísan hefur mótað Evrópusambandið Maroš á frekar von á því að EES-samstarfið aukist frekar en hitt, til dæmis á sviði heil- brigðismála. FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFÁN Ólafur Stephensen stýrði málþingi um EES-samstarfið sem Þórdís Kolbrún utanríkisráðherra og Maroš sóttu á fimmtudag. MYND/HÁSKÓLI ÍSLANDS Kristinn Haukur Guðnason kristinnhaukur @frettabladid.is Nágranni Úkraínumanna Hinn 28. febrúar, fjórum dögum eftir innrásina, sótti Selenskí forseti um aðild að Evrópusambandinu og 23. júní samþykkti Evrópuþingið að Úkraína fengi stöðu umsóknar- ríkis. Maroš sér fyrir sér að Úkraína gangi í sambandið í fyrirsjáanlegri framtíð. „Ég er Slóvaki og nágranni Úkra- ínumanna,“ segir hann. „Slóvakía hefur grætt of boðslega mikið á að vera hluti af Evrópusambandinu. Það hreyfði við mér að sjá fólkið á götunum í Kænugarði fagna þegar Evrópusambandið veitti Úkraínu stöðu umsóknarríkis.“ Fyrir stríðið vann Maroš mikið með Úkraínumönnum. Meðal annars við gaskaupasamninga, hrávörusamninga og samræmingu raf leiðslukerfis Úkraínu við kerfi Evrópusambandsins. „Ég hef séð hvernig ríkisstjórn Selenskís hefur náð að breyta landinu á skömmum tíma. Það liggur fyrir að uppbygg- ingin eftir stríðið verður mikil áskorun en við sjáum mikla stað- festu stjórnarinnar í að undirbúa landið fyrir aðild að Evrópusam- bandinu,“ segir hann. Stríðið breytti ESB Maroš segir stríðið hafa verið mikið áfall. Óhugsandi hefði verið í hugum margra að stríð gæti brot- ist út að nýju í Evrópu. Stríðið hafi valdið því að Evrópusambandið hafi þurft að hugsa um öryggismál sín upp á nýtt, sem og fjármála- kerfið og stjórnmálin. „Við erum að sjá eyðilagðar borgir og fjöldagrafir. Við höfum ekki séð svona við okkar landa- mæri nema í heimildarmyndum úr seinni heimsstyrjöldinni,“ segir hann. „Ungt fólk sem á að sitja á bekk í háskóla er núna í skotgröf- unum að kljást við rússneska skrið- dreka.“ Á aðeins tveimur vikum hafi orðið til 7 milljónir f lóttamanna, sem flestir f lúðu til annarra ríkja Austur-Evrópu. Öðrum ríkjum sé einnig ógnað því að í rússneska rík- issjónvarpinu sé tal um að Úkraína sé aðeins fyrsta ríkið sem ráðist verður inn í, ekki það síðasta. Hann segir Evrópusambandið hafa þegar breyst. „Hver krísa hefur mótað sambandið en engin meira en þessi. Evrópusambandið var stofnað sem verkefni friðar. Nú þurfum við að takast á við stríð,“ segir hann. Bregðast hafi þurft hratt við, meðal annars með átta þvingunar- pökkum á Rússa. Þá hafi þurft að styrkja Úkraínu hressilega fjár- hagslega til þess að landið héldist á floti fyrstu vikurnar eftir innrásina. Sjóðir sem átti að nota í friðargæslu í fjarlægum heimshlutum séu nú notaðir til þess að kaupa vopn fyrir nágrannaríki. „Við bjuggumst við mjög hröðum bata eftir Covid og við sjáum ótrú- legar hagtölur strax tveimur mán- uðum eftir að faraldurinn byrjaði að fjara út. Efnahagurinn óx hratt og við vorum mjög bjartsýn á að þetta yrði góður tími.“ En síðan hefur verið stríð, orkuskortur, mikil verðbólga og lífskjarakrísa. Evrópu- menn hafi hins vegar sýnt góðan skilning á ástandinu og að nauð- synlegt sé að styðja Úkraínumenn. Kröfðust aldrei sæstrengs Maroš segist í heimsókn sinni hafa viljað þakka forseta landsins og öðrum ráðamönnum fyrir framlag Íslands og staðfestu strax frá fyrsta degi. Meðal annars með þátttöku í efnahagsþvingununum og stuðn- ingi við Úkraínumenn, fjárhagsleg- um og af öðrum toga. „Þetta skiptir okkur máli,“ segir hann. En hann var einnig að skoða leiðir til að nýta sjálfbæra orku sem best og nýjungar á sviði orku- og lofts- lagsmála hér á landi. Hann segir að hægt sé að nota föngunartækni eins og Carbfix hefur verið að þróa víða í Evrópu og þess vegna hafi Evr- ópusambandið stutt dyggilega við verkefnið fjárhagslega. Ísland skipti miklu máli í að takast á við orku- kreppuna og loftslagsmálin í heild. Hann ítrekar að það hafi aldrei staðið til að krefja Íslendinga um að lagður yrði sæstrengur með samþykkt hins svokallaða þriðja orkupakka árið 2019. „Ég veit að það var mikil umræða um þetta hér á Íslandi en hún var byggð á misskilningi,“ segir Maroš. „Mér fannst gott að geta skýrt þetta á öllum fundum sem ég hef farið á hér að það hafi aldrei verið ásetn- ingur okkar að krefjast sæstrengs. Við lítum frekar á að Ísland geti tekið þátt í að tryggja orkuöryggi í Evrópu með þekkingu sinni, til dæmis á sviði jarðhita, og ýmsum nýsköpunarverkefnum.“ Ísland í Evrópufjölskyldunni Aðspurður um EES-samstarfið segir Maroš það bæði hafa reynst farsælt fyrir aðildarríkin og Evrópusam- bandið. Íslendingar fái aðgang að 450 milljóna manna markaði og almennir borgarar geti nýtt sér ýmis fríðindi sem fylgi, svo sem aðgang að skiptinámi sem tíundi hver Íslendingur hafi nýtt sér. „Við eigum vonandi önnur þrjá- tíu ár eða lengra fram undan,“ segir Maroš. Hann segir mikilvægt að Íslendingar sjái og finni að þeir séu hluti af Evrópufjölskyldunni. Ísland og Evrópusambandið hafi sömu gildi og sömu markmið fyrir framtíðina. Hann á von á að EES-samstarfið aukist frekar en hitt og í þessari heimsókn hafi meðal annars verið rætt um aukið samstarf á sviði heilbrigðismála. Einnig hafi verið rætt við Norðmenn um þetta. „Við höfum séð það að veirur virða ekki landamæri,“ segir Maroš. n 12 Fréttir 22. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐFRÉTTAVIÐTAL FRÉTTABLAÐIÐ 22. október 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.