Fréttablaðið - 22.10.2022, Side 16

Fréttablaðið - 22.10.2022, Side 16
Sif Sigmarsdóttir n Mín skoðun n Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is En megin- spurningin er auðvitað þessi. Og hún er allt- af sú sama. Viljum við vera einsleitur flokkur blindingja? Svo virðist sem íslensk stjórn- völd og atvinnulíf hafi tekið höndum saman og búið til sín eigin serví- ettuvísindi. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Þegar Liz Truss, fráfarandi forsætisráðherra Bretlands, kynnti ævintýralegar efnahags­ aðgerðir sínar í síðasta mánuði var dómurinn svo gott sem einróma. Hagfræðingar, stjórnarandstaðan, seðlabankinn, markaður­ inn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gáfu pólitískri tilraun Truss falleinkunn. Meira að segja þingmenn hennar eigin flokks sökuðu hana um að „sprengja upp Íhaldsflokkinn og landið allt eins og frjálshyggju­jihadisti“. Einn maður réði sér þó ekki fyrir kæti. Arthur Laffer, áttatíu og tveggja ára hag­ fræðingur búsettur í Bandaríkjunum, sendi Bretum kveðju: „Þegar ég las um hina nýju efnahagsstefnu ríkisstjórnar ykkar heima hjá mér í Nashville í Tennessee­ríki hoppaði ég hæð mína af gleði.“ Á áttunda áratug síðustu aldar sat Arthur Laffer á veitingastað með samstarfsmönnum sínum. Hann teygði sig í servíettu og teiknaði á hana bogadregið graf sem líktist helst teikningu barns af fjalli eða bókstafnum U á hvolfi. Grafið var myndræn framsetning á þeirri sannfæringu Laffer að ef skattar væru lækkaðir ykjust skatttekjur ríkisins. Grafið vakti athygli og Laffer var ráðinn efnahags­ ráðgjafi ríkisstjórnar Ronalds Reagan sem réðist í skattalækkanir eftir kenningunni á servíettunni. Grafið hlaut heitið Laffer­ kúrfan. Kúrfulaga óskhyggja Í frétt á Kjarnanum í vikunni var fjallað um áform námuvinnslufyrirtækis um að flytja íslenskt fjall úr landi til notkunar í sements­ framleiðslu. Vill fyrirtækið fá að mylja niður Litla­Sandfell, aka efninu til Þorlákshafnar og sigla því til Evrópu. Umhverfisstofnun varar hins vegar við að framkvæmdin muni hafa alvarleg umhverfisáhrif. Framkvæmda­ aðili segir uppátækið þvert á móti minnka kolefnislosun og leiða til loftslagsávinnings. En hvernig fær hann það út? Samtök atvinnulífsins völdu nýverið Norðurál umhverfisfyrirtæki ársins 2022. Halldór Benjamín Þorbergsson, fram­ kvæmdastjóri samtakanna, skrifaði grein í Fréttablaðið í vikunni þar sem hann færði rök fyrir valinu. Hann sagði orkuskipti stærsta verkefnið á sviði loftslagsmála í heiminum. Leiðina að því marki sagði hann felast í að staðsetja orkusækinn iðnað nálægt endur­ nýjanlegum orkugjöfum, eins og á Íslandi. „Það væri stórt skref aftur á bak að úthýsa slíkum fyrirtækjum frá Íslandi til landa þar sem orkan er sótt í kol eða olíu,“ sagði Halldór. „Þó að það myndi ef til vill minnka kolefnis­ fótspor Íslands, þá myndi loftslagsvandinn dýpka á heimsvísu.“ Orð hans ríma við orð umhverfisráðherra. Í viðtali fyrr á árinu sagði Guðlaugur Þór Þórðarson að til að liðka fyrir orkuskipt­ unum þyrfti að virkja meira á Íslandi. Þegar fréttamaður benti á að 80 prósent af íslenskri raforku færi í stóriðju og spurði hvort ekki mætti einfaldlega taka þá orku og nota í orku­ skiptin byrsti ráðherrann sig. „Hvað ef allir gerðu það? Hvað ef allar þjóðir færu þá leið að segja: Það sem að okkur snýr, við færum það bara til annarra landa? Þá næðist enginn árangur í baráttu gegn loftslagsvánni.“ Liz Truss sagði af sér sem forsætisráð­ herra Bretlands í vikunni eftir að hafa valdið ómældum skaða með því að loka augunum fyrir hinum efnahagslega veruleika og leggja traust sitt á staðlausa hugmyndafræði. Liz er þó ekki ein um að vera veik fyrir kúrfulaga óskhyggju. Svo virðist sem íslensk stjórnvöld og atvinnulíf hafi tekið höndum saman og búið til sín eigin servíettuvísindi, kúrfu sem kveður á um að því meiri stóriðja sem stunduð er á Íslandi því meiri verður árangur heimsins í loftslagsmálum. En Laffer­kúrfan og Litla­Sandfell eiga fleira sameiginlegt en fjallslögunina. Þrátt fyrir fögur fyrirheit skilur ris þeirra og hnig ekki annað eftir sig en sviðna jörð. n Servíettuvísindi Íslenskukennsla fyrir útlendinga Umsóknarfrestur 1. desember 2022 Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki til íslenskukennslu fyrir útlendinga sem er ekki hluti af almennu námi á grunn- eða framhaldsskólastigi. Umsækjendur skulu vera viðurkenndir framhaldsfræðsluaðilar eða hafa undirritaðan samning við viðurkenndan framhaldsfræðsluaðila, um ábyrgð á kennslunni. Upphæð sjóðsins er samþykkt af Alþingi í fjárlögum fyrir árið 2023. Umsóknareyðublöð og leiðbeiningar er að finna á rannis.is. Umsóknum skal skilað inn á rafrænu formi fyrir 1. desember 2022 kl. 15:00. Upplýsingar um sjóðinn veitir Skúli Leifsson, sími 515 5843, islenskukennsla.utlendinga@rannis.is H N O TS KÓ G U R g ra fí sk h ön nu n Einn áhrifamesti núlifandi rithöf­ undur Evrópu, Milan Kundera, skrifar um það í víðkunnu rit­ gerðasafni sínu, Svikunum við erfðaskrárnar, sem var að koma út í íslenskri þýðingu Friðriks Rafnssonar, að rótgróinn sé sá vani mannsins að dæma strax, án afláts, og alla – og „dæma fyrirfram án þess að skilja“. Og svo bætir hann því við, eins og hans er von og vísa, að allur þessi ákafi manna við að dæma, sé „hin fyrirlitlegasta heimska, skelfilegasti háski“. Hér er talað af viti, um heimsku. En þarna er einmitt kominn einn helsti vandi mannfólksins sem á tíðum á svo óskaplega erfitt með að búa í samfélagi að það stappar nærri ásækni í einlífi. Á öllum tímum í þróunarsögu mannkyns hefur dómharkan líklega verið helsti veik­ leiki þess – og fátt ef nokkuð hefur hrundið af stað f leiri styrjöldum og þaðan af hvim­ leiðari árásum, áreitni og einelti. Skilningsríkt samtalið, og hvað þá hlut­ tekningin, hefur löngum stundum verið erfiðara en svo að það taki því að setja sig inn í aðstæður fólks af ólíku tagi. Það hefur jafnan verið miklum mun auðveldara að alhæfa „án afláts“ eins og Kundera segir – og kannski, einmitt þegar upp er staðið, hefur samnefnarinn í fyrri og seinni tíma brand­ arasögum mannfólksins snúist um það hvað „annar en ég sjálfur“ er afkáralega utanveltu og ekkert annað en amlóði og asnaprik. Við tölum svona. Við meinum þetta. Það er okkar „fyrirlitlegasta heimska, skelfi­ legasti háski“. Og með þau orðin hans Milan Kundera í huga má heldur ekki gleyma hvaðan höfundurinn er kominn, en seinni heimsstyrjöldin mótaði öll hans unglingsár í Tékklandi og innrás Sovétsins í heimalandið á sjöunda áratugnum kæfði tjáningarfrelsi hans og löngun til að greina liti lífsins. Og sögnin sú arna, að kæfa, er kannski lýsandi fyrir það hvað blessaðri mannskepn­ unni er lagið að láta öðru fólki líða illa. Ef það hugsar hvorki né breytir eins og „ég sjálfur“ skal það bara hafa verra af. Og þar er kominn rótgrónasti vaninn okkar. Þægilegasta sjálf­ stýringin í lífinu er náttúrlega bara að „dæma fyrirfram án þess að skilja“. En meginspurningin er auðvitað þessi. Og hún er alltaf sú sama. Viljum við vera eins­ leitur flokkur blindingja? Eða viljum við opna augun fyrir því augljósa? Við erum ólík. Við erum fjölbreytt. Og það er styrkleiki. n Mannvirðing SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 22. október 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.