Fréttablaðið - 22.10.2022, Side 19

Fréttablaðið - 22.10.2022, Side 19
Verkefnin 2022 Verið velkomin á kynningu á verkefnum Orkusjóðs á Nauthól, Nauthólsvegi 106, Reykjavík, þriðjudaginn 25. október kl. 13-15. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra flytur ávarp í upphafi dagskrár. Fulltrúar nokkurra þeirra verkefna sem hlutu styrkveitingu Orkusjóðs í ár munu kynna verkefni sín í formi örerinda. Orkusjóður 2022 veitir umtalsverð styrkvilyrði til framleiðslu rafeldsneytis og nýtingu þess í stærri samgöngu- og flutningstækjum, m.a. til framleiðslu vetnis í stórum flutningstækjum á landi með styrkveitingum til Clara Arctic Energy ehf. og Vetnis ehf. Styrkveitingar endurspegluðu einnig aukna áherslu á rafvæðingu hafna og orkuskipti í fiskiskipum, m.a. breytingu fiskiskipa þannig að þau gangi fyrir metanóli, sem hægt er að framleiða með grænni raforku. Fulltrúar þessara verkefna ásamt mörgum fleiri munu segja frá sínum verkefnum. Öll velkomin en skráning fer fram á heimasíðu Orkustofnunar. Einnig má horfa á kynninguna í streymi. Orkusjóður

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.