Fréttablaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 26
Þau mál- efni sem ég hafði tekið á varðandi kynferðis- lega áreitni voru greinilega bara topp- urinn á ísjakanum. Anna Dóra seg- ist hafa fundið fyrir ábyrgð sem forseti og farið að spyrja spurn- inga um rekstur félagsins. Hún hafi þá fengið skýr skilaboð um að slíkar spurningar væru ekki velkomnar. MYND/AÐSEND sem málin eru leyst. Ekki eftir neinum verkferlum og með það að markmiði að fara mjúkum höndum um stjórn og vini þeirra.“ Bara á milli þeirra strákanna Anna Dóra segist hafa heyrt af þessu tiltekna máli fyrir tilviljun, jafnvel þó að hún hafi verið að vinna með framkvæmdastjóranum í að setja upp verkferla til að taka á slíkum málum. „Það var augljóslega verið að fela málið fyrir mér og þetta er bara á milli þeirra strákanna,“ segir hún en bætir við að þegar framkvæmda- stjóri hafi heyrt að hún hefði frétt af málinu hafi það tekið nýja stefnu. „Þá fær fararstjórinn hótanir frá framkvæmdastjóra um að það muni hafa afleiðingar fyrir fararstjórann ef þetta fari lengra. Pétur kom meira að segja skilaboðum til konunnar sem lenti í þessu, og henni var sagt að vera ekkert að ræða þetta.“ Anna Dóra segir að um hafi verið að ræða einn vinsælasta fararstjóra félagsins en í framhaldi af málinu hafi hann ekki verið ráðinn í f leiri verkefni. „Hann var allt í einu ekki til og ekki talað við hann aftur, enda ekki lengur í vinahópnum. Frekar voru verkefni hans lögð niður með tilheyrandi tekjutapi fyrir félagið. Hagur félagsins og félagsfólks er því ekki ofar persónulegum hags- munum stjórnenda.“ Vildu fá hann aftur í verkefni Anna Dóra segir að því næst hafi stjórninni borist bréf frá Helga Jóhannessyni þar sem hann bauðst til að hitta stjórnina alla saman eða hvern stjórnarmann fyrir sig, til að segja sína hlið. „Bréfið var tekið fyrir á stjórnar- fundi og mér heyrðist meirihlutinn ætla að samþykkja að hann fengi að mæta á stjórnarfund til að tala sínu máli, þrátt fyrir að vera ekki lengur í stjórn. Ég benti þá á að ef einum geranda í kynferðisbrotamáli er boðið að mæta á stjórnarfund, þá hlýtur það sama að gilda um aðra. Ég sagði líka: Og ef þið ætlið að bjóða gerendum að tala sínu máli – þá hljóta þolend- ur að hafa rétt á því líka. Og hvernig haldið þið að það virki að þolandi þurfi að mæta og lýsa erfiðri reynslu fyrir framan níu manns? Á þessum fundi var augljós vilji ákveðins stjórnarfólks, með Tómas Guðbjartsson í fararbroddi, til að bjóða viðkomandi aftur velkom- inn í verkefni á vegum félagsins eftir aðeins átta mánuði. Þá skipti engu máli þó að þolendur hegðunar hans væru búnir að bera sína byrði í fjölda ára. Þessi umræða finnst mér vera birtingarmynd á afstöðu meirihlut- ans til þessa málaflokks og hversu heimtufrekir ákveðnir aðilar eru á eigin forréttindi. Fólki fannst sjálf- sagt að einn aðili, vinur þeirra og fyrrverandi stjórnarmaður, fengi að njóta þeirra forréttinda að mæta á stjórnarfund og tala sínu máli.“ Spurningar óvelkomnar Anna Dóra segist hafa fundið fyrir ábyrgð sem forseti og því haft ákveðnar spurningar varðandi rekstur félagsins. Hún hafi þá fengið skýr skilaboð um að slíkar spurn- ingar væru ekki velkomnar. „Framkvæmdastjórinn sagði mér að ég hefði verið fengin í þetta starf vegna þekkingar minnar á ferða- málum og náttúruvernd – en ekki vegna þekkingar minnar og getu varðandi rekstur.“ Anna Dóra segir að margt gott megi segja um rekstur Ferðafélags- ins undanfarin ár, enda starfsemin blómleg og félagsfólk aldrei verið fleira. „Mín gagnrýni snerist fyrst og fremst að ástandi skála og því að um langt árabil hefði reksturinn ekki staðið undir nauðsynlegu viðhaldi á skálum félagsins,“ segir hún og bendir á að Skagfjörðsskáli í Langadal sé ónýtur og þurfi að endurbyggja hann. „Árið 2015 gerði ráðgjafarfyrirtæki úttekt á ástandi skála félagsins. Niðurstaðan var mjög skýr þar sem sagt var að ítar- lega skoðun þyrfti á rekstri félags- ins og finna rekstrargrundvöll sem stæði undir árlegri viðhaldsþörf.“ Anna Dóra segir að eftir því sem hún best viti hafi ekkert verið gert í kjölfar skýrslunnar. „Þegar ég vildi ræða svona hluti við stjórn var mér sagt að það væri ekkert gaman á stjórnarfundum eftir að ég tók við sem forseti og að þetta væri bara áhugamannafélag. Vissulega er þetta áhugamanna- félag í formi en með veltu upp á 600 milljónir á ári og eignir félagsins eru nærri milljarður að markaðs- virði, sem er á við meðalstórt félag á Íslandi. Laun framkvæmdastjóra eru á pari við hæst borguðu sveitar- stjóra landsins og mjög samkeppn- ishæf á opinberum markaði. Ábyrgð stjórnarmanna er því heldur betur mikil.“ Ógnaði ríkjandi menningu Hún segir augljóst að með aðgerð- um sínum hafi hún ögrað ríkjandi menningu innan félagsins og hún hafi farið að skoða atburðarásina með kynjagleraugum. „Mér var bent á Berit Ås, norskan femínista og samfélagsrýni, sem talar um drottnunaraðferðirnar fimm sem eru augljósastar þegar valdamisræmi er til staðar og ríkjandi menningu er ógnað. Margt af því sem þarna var að gerast tengi ég mjög við þessar aðferðir.“ Anna Dóra upplifði að lítið væri gert úr athugasemdum hennar á stjórnarfundum, svo á síðari fundi hafi einhver karlmaðurinn komið með sömu athugasemdir sem þá hafi verið gripnar á lofti. „Þetta er einmitt ein af þessum drottnunaraðferðum, að gera lítið úr fólki eða gera það hlægilegt. Til- gangurinn með þessari hegðun er að fá konur til að efast um réttmæti tillagna sinna og að þær þori síður að standa á sínu.“ Ég var í vonlausri stöðu Síðar hafi hún frétt að þegar fór að bera á samstarfsörðugleikum hafi stjórnin farið að funda án hennar, forseta félagsins. „Síðasta hálfa árið hætti ég að fá nokkrar upplýsingar frá framkvæmdastjóra og stjórn, stjórn átti f leiri fundi án mín en með mér.“ Anna Dóra tengir tregðu fram- kvæmdastjóra við að svara spurn- ingum sem og fundi stjórnar án hennar við aðra aðferð sem Berit nefnir: Að halda upplýsingum leyndum frá þeim sem reyna að koma á breytingum. „Þegar fundað var gengu fundirn- ir að stórum hluta út á að lesa mér pistilinn. Þar var Tómas Guðbjarts- son fremstur í f lokki og mér leið eins og ég væri lítil óþekk stelpa hjá skólastjóranum. Þetta er enn önnur af fyrrnefndum drottnunaraðferð- um, sem er að framkalla skömm og sektarkennd hjá þeim sem standa í vegi fyrir ríkjandi valdhöfum.“ Anna Dóra segir það hafa tekið hana sárt að segja af sér sem forseti. „Ég er ekki týpan sem gefst upp. Ég var bara í algjörlega vonlausri stöðu.“ Mannskemmandi fyrir mig Meðalaldur stjórnar Ferðafélags Íslands er um 60 ár og sú sem setið hefur þar lengst hefur gert það í 17 ár. Á stefnumótunarfundi sem Anna Dóra stóð fyrir var bókað að mark- miðið væri að yngja ásýnd félagsins og þar með í stjórn þess. Hún segir að þegar losnað hafi um sæti í stjórn hafi ekki verið tekið mið af téðu markmiði. „ Ný ju st u st jór na r meðlimir Ferðafélagsins eru Gestur Pétursson og Sigurður Ragnarsson, báðir mið- aldra karlmenn með tengsl við Pál framkvæmdastjóra, en Sigurður er svili Páls.“ Tillögur Önnur Dóru um að fá ungan kvenkyns lögfræðing í stjórn féllu í grýttan jarðveg. „Þetta var gert í skjóli formanns kjörnefndar, sem er einmitt góð- vinur títtnefnds Helga. Á meðan núverandi valdablokk stjórnar því fullkomlega hvernig staðið er að endurnýjun stjórnar voru engar forsendur fyrir mig til að áætla að ég gæti breytt neinu. Þarna var ég komin á að ég þyrfti bara að hætta enda var þetta mannskemmandi fyrir mig. Þegar ég er í stjórnunarstöðu vinn ég fyrir hópinn,“ segir Anna Dóra, sem eins og fyrr segir hefur víðtæka reynslu af stjórnun. „Við viljum að sem flestir stundi útivist og við eigum að búa til þá umgjörð að fólki líði vel og sé í öruggu umhverfi. Við erum ekki þarna til að skara eld að eigin köku,“ segir hún. „Framkvæmdastjórinn hefur raðað fjölskyldu og vinum í kring- um sig svo stjórnarfundir eru gagn- rýnislausir. Það er búið að búa til menningu þar sem spurningar eru illa séðar.“ Aðeins toppurinn á ísjakanum Aðspurð segist Anna Dóra ekki hafa heyrt í stjórnarfólki frá því hún sagði af sér. „Ekki nema í gegnum fjölmiðla og póstinn sem sendur var á félagsfólk með lygum og rangfærslum. Það er sárt að hlusta á fólk fara með lygar um sig, en það kom mér svo sem ekki á óvart út af fyrri reynslu. Fyrir ári síðan hefði ég ekki trúað þessu upp á þetta fólk.“ Anna Dóra segist þó hafa fengið önnur viðbrögð frá félagsfólki. „Þau málefni sem ég hafði tekið á, varðandi kynferðislega áreitni, voru greinilega bara toppurinn á ísjak- anum. Það hafa konur haft samband við mig sem hafa lent í slíku, sumar létu félagið vita án þess að tekið væri á því en aðrar treystu sér ekki. Málin eru mikið fleiri en ég hafði grun um og sömu nöfnin dúkka upp aftur og aftur.“ Hún segist hafa hugsað sig mjög vel um áður en hún opinberaði reynslu sína. „Því ég vissi að það yrði ráðist á mig persónulega en mér finnst mál- efnið það stórt mein og af virðingu við konur í Ferðafélaginu, og til að stuðla að betra samfélagi, verð ég að gera mitt besta til að stoppa þetta. Ég reyndi að gera það innan frá og gat það ekki, svo það eina sem ég gat nú gert var að láta félagsfólk vita. Framhaldið er svo í þeirra höndum.“ n Pétur kom meira að segja skilaboðum til konunnar sem lenti í þessu, og henni var sagt að vera ekkert að ræða þetta.  26 Helgin 22. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.