Fréttablaðið - 22.10.2022, Side 31

Fréttablaðið - 22.10.2022, Side 31
KYNN INGARBLAÐ ALLT LAUGARDAGUR 22. október 2022 Naglar geta drepið Green Diamond harðkornadekk eru sérlega umhverfisvæn og hönnuð fyrir íslenskar að- stæður. Þau henta að mörgu leyti betur en nagladekk og hafa þá sérstöðu að missa mun síður grip en önnur dekk þegar þau slitna. 2 Kristinn Sigurðsson sem er hér með uppáhaldsvininn og sérlegan aðstoðarmann, Dexter, segir að Green Diamond séu augljós kostur fyrir alla sem vilja hætta að nota nagladekk til að vernda umhverfið og auka öryggi sitt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Það verður líf og fjör á Hallveigar- stöðum í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN gummih@frettabladid.is Það verður nóg um að vera í sam- komusal Kvennaheimilisins Hall- veigarstöðum á Túngötu í dag en þá verður svokallaður umhverfis- dagur. Þar ætla kvenfélagskonur að setja upp saumaverkstæði og gefa góð ráð við fataviðgerðir og breytingar á fatnaði. Settur verður upp fataskipta- markaður þar sem gestir geta mætt með vel farinn fatnað sem er er ekki lengur í notkun og skipt honum í annað sem nýtist betur. Þema dagsins er endurnýting á textíl og munu aðilar mæta á svæðið sem eru að gera sniðuga hluti á þessu sviði. Þá verður sýni- kennsla og kynning á ýmsu sem tengist endurnýtingu á textíl. Vitundarvakning um fatasóun Meðal þeirra sem koma á Hallveig- arstaði eru Sigríður Júlía Bjarna- dóttir, kennari og myndlistakona, sem kemur með fatnað sem hún hannar upp úr endurnýttu efni og Sigríður Tryggvadóttir í sauma- horni Siggu ætlar að setja upp örvinnustofu í fatabreytingum og sýna fólki hvað er hægt að gera til að breyta flíkum á skemmti- legan hátt. Kaffi og vöfflusala verður að hætti kvenfélagskvenna en dagskráin hefst klukkan 12 og lýkur klukkan 16. Viðburðurinn er hluti af verkefni Kvenfélagasam- bands Íslands, „Vitundarvakning um fatasóun“, sem er styrkt af Umhverfis-, orku- og loftlagsráðu- neytinu. n Umhverfisdagur á Hallveigarstöðum QUICK CALM Vellíðan - skerpa Fæst í Fjarðarkaup, www.celsus.is FLJÓTVIRKT FRÁBÆR MEÐMÆLI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.