Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.10.2022, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 22.10.2022, Qupperneq 34
Jafnréttisdagar voru haldnir hjá Landsneti í vikunni. Dagarnir voru ætlaðir til að undirstrika fjölbreytileik- ann og þau verðmæti sem felast í honum. Starfsmenn Landsnets eru með mis- munandi viðhorf, reynslu og hæfileika. elin@frettabladid.is Fjölbreytileiki á vinnustað er mikilvægur en Landsnet er með skýra stefnu í jafnréttismálum þar sem fjölbreytni og jákvæð menn- ing er í hávegum höfð. Jafnréttis- dagarnir endurspegla þá stefnu sem Landsnet hefur sett sér um gott starfsumhverfi. Mötuneyti Landsnets tók þátt í jafnréttisdögunum af fullum krafti en Siti Zulecha starfsmaður þar er frá Indónesíu. Hún fékk einn dag til að sýna vinnufélögum smá- vegis frá heimalandinu. Siti eldaði indónesískan rétt, Rangdang, á miðvikudag fyrir starfsmenn, uppáklædd að sið Indónesíu. Matreiðslumenn eldhússins tóku fullan þátt og klæddu sig einnig upp á sama hátt. Á þriðjudag var mexíkóskt þema í eldhúsinu og ítalskt á mánudag. Siti segir að þessi viðburður á vinnustaðnum hafi verið virkilega flott framtak og snilldarhugmynd. „Landsnet sýnir okkur með þessu að fyrirtækið mismuni ekki fólki eftir þjóðerni, litar- eða kynþætti og verndar eiginleika okkar sem komum úr öðrum menningar- heimi. Við fáum sömu tækifæri og aðrir starfsmenn,“ segir hún. Siti segir að til séu einkunnarorð í Indónesíu, Bhinneka Tunggal Ika, sem notuð séu um sátt og einingu á milli ólíkra einstaklinga eða hópa. Þannig fagna íbúar Indónesíu fjöl- breytileikanum. Gerir vinnuna betri Samuel Nicholas Perkin kemur frá Ástralíu. Hann er ánægður með þetta framtak Landsnets og segir það geri vinnuna enn betri. „Það er mikilvægt að við getum talað saman um jafnrétti og fjölbreytni á opinn hátt,“ segir hann. Samuel hefur starfað hjá Lands- neti frá árinu 2014. „Ég hóf dokt- orsnám í kerfisáhættugreiningum og hef verið á Íslandi í tíu ár. Ætlaði Mér finnst að fyrirtæki almennt ættu að skoða þessa leið til að vera skapandi í hugsun og hvetja til fjölbreytileika og jafn- réttis, að hlustað sé jafnt á alla starfsmenn. Samuel Nicholas Perkin Fjölbreytileikanum fagnað í Landsneti Einar Björn Guðnýjarson og Kjartan Marinó Kjartansson með Siti á milli sín. Þau eru öll klædd að indónesískum sið. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Samuel frá Ástralíu og Siti frá Indó- nesíu eru bæði starfsmenn Landsnets og eru ánægð með framtak fyrir- tækisins. Fyrir aftan þau eru gínur klæddar í brúðarfatnað frá Balí. Hér má sjá nokkra muni sem Siti kom með frá heimalandi sínu. Siti tók fallega á móti starfsmönnum þegar þeir mættu í indónesískan mat. fyrst að vera í tvö ár en er hér enn,“ segir Samuel sem starfaði fyrst sem sérfræðingur á kerfisstjórnarsviði en er nú sérfræðingur í gagna- vísindum með það verkefni að inn- leiða gagnastefnu Landsnets. Samuel fæddist í Adelaide í Ástr- alíu en hann segist vera frá litlum bæ sem heitir Summertown. „Ég myndi segja að ég sé frá Sumarbæ í Adelíuhæðum,“ segir hann. Samuel segir að starfsmenn Landsnets hafi verið mjög jákvæð- ir gagnvart jafnréttisdögunum. „Ég held að allir hafi fengið heilmikið út úr þessu. Hér voru haldnir frá- bærir og fróðlegir fyrirlestrar,“ segir hann. „Þetta var sannarlega ánægjulegt og auðgaði andann,“ bætir hann við. „Mér finnst að fyrirtæki almennt ættu að skoða þessa leið til að vera skapandi í hugsun og hvetja til fjölbreytileika og jafnréttis, að hlustað sé jafnt á alla starfsmenn. Svo þurfum við öll að vera mild og skilningsrík,“ segir hann. „Reynsla mín af Íslendingum hefur að mestu verið jákvæð. Mér hefur stundum fundist ég vera óvelkominn og mér finnst sumt í íslensku skrifræði ekki útlendinga- vænt, en langflestir Íslendingar sem ég hef hitt eru þolinmóðir og góðir og eru tilbúnir að fyrirgefa slæma málfræði mína eða staf- setningu,“ segir Samuel. Kjartan Marinó Kjartansson, matreiðslumeistari í Landsneti, segir að gríðarleg ánægja hafi verið með jafnréttisdagana og þeir verði klárlega haldnir aftur. „Ég hef ekkert heyrt nema ánægju,“ segir hann. n 4 kynningarblað A L LT 22. október 2022 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.